Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 04.02.1999, Síða 9

Víkurfréttir - 04.02.1999, Síða 9
1 Söngvakeppni fálagsmiðstöðva á Suðurnesjum: Unglingar til fyrírmyndar Það er svo oft sem umræðan um unglinga er á neikvæðum nótum. Sjaldnar er rætt eða ritað um það sem gott er. Fyrir nokkrum dögum fylltist Félagsbfó af unglingum. Til- efnið var söngvakeppni fé- lagsmiðstöðva á Suðurnesj- um, svokallað karaoke. Eg hef sjaldan verið eins stoltur af því að vinna með ungu fólki eins og þetta kvöld. Að standa fyrir framan fullan sal af fólki og syngja er stór liður í forvarnarstarfi, vegna þess að það eykur sjálfstraust og sjálfstæði. Það er einmitt slíkt sjálfstraust sem skólarnir okkar leggja svo mikla áherslu á m.a. með því að setja upp ræðupúlt í hverja stofu og venja nentendur frá unga aldri við það að standa upp og tjá skoðanir sínar og tilfinningar. Þeir unglingar sem stigu á svið þetta kvöld í Félagsbíó unnu allir sigra, sumir unnu til verðlauna í keppninni sjálfri, en allir stigu þeir skref í átt að auknum sjálfsaga og betri sjálfsmynd. Það er jú besta forvömin að geta sagt nei takk við þá sem em að reyna að fá unglin- gana okkar til að fikta með alls konar vímuefni. Keppnin sjálf: Auðvitað er sjálfsagt að það komi fram hverjir sigruðu í sjálfri keppninni. I hópa- keppni sigruðu Hildur G. Harðardóttir og Sigríður S. Árnadóttir frá félagsmið- stöðinni Kjallaranum í Garði. í öðru sæti urðu Oddur Ingi Þórisson og Einar Öm Jóns- son frá Ungó og þriðja sætið hrepptu Margrét Rósa Har- aldsdóttir og Anna Geirsdóttir frá Fjörheimum. I einstaklingskeppninni vann Berta Ómarsdóttir frá Þrum- unni í Grindavík. í öðm sæti varð Ásta Björk Eirfksdóttir frá félagsmiðstöðinni Kjall- Þorrablót Framsóknarfélaganna verður haldið í Framsóknarhúsinu, Hafnargötu 62, föstudaginn 5. febrúar. Blótið hefst kl. 19.30. Skemmtiatriði eru mörg og glæsileg að vandai Happdrætti. Við erum vön að fylla húsið - mætum öll! Stjórn Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna. aranunt í Garði og í þriðja sæti varð Rebekka Þormar frá félagsmiðstöðinni Skýjaborg í Sandgerði. Allir keppendur höfðu greini- lega lagt mikinn metnað í að æfa sig vel og öll framkoma þeirra og reyndar allra áhor- fenda var til fyrirmyndar. Undirbúningur og fram- kvæmd keppninnar var í höndum starfsfólks félags- miðstöðva á Suðurnesjum. Þau mega vera stolt af þessu kvöldi og vil ég fyrir hönd íþrótta- og tómstundafulltrúa á Suðurnesjum þakka þeim öllum vel unnið starf. Til foreldra: Munum að geta þess sem gott er og styðja við heilbrigt og uppbyggilegt æskulýðsstarf. Andheiti orðsins ást er ekki hatur, heldur afskiptaleysi. Stefán Bjarkason íjirótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbœjar Aðalfundir Framsóknarfélaganna Aðalfundir Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ verða haldnir í Framsóknarhúsinu Hafnargötu 32 sem hér segir: 1. Félag ungra Framsóknarmanna, mánudaginn 8. febrúar. 2. Framsóknarfélag Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna, þriðjudaginn 9. febrúar. 3. Framsóknarfélag Njarðvíkur, fimmtudaginn 7 7. febrúar. 4. Björk Félag Framsóknarkvenna, þriðjudaginn 16. febrúar. 5. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna, fimmtudaginn 18. febrúar. Fundirnir hefjast öll kvöldin kl. 20.30. Stjórnir félaganna. Sjálfboðið starf Suournesjadeild- og Grindavíkurdeild Rauða kross Islands leita eftir sjálfboðaliðum sem vilja gerast heimsóknarvinir. Um er crð ræða heimsóknir til aldraðra og þeirra sem eru einmanna, ásamt annarri sjálfboðinni þjónustu sem Rauða kross deildir á Suðurnesjum bjóða uppá. Námskeið Undirbúningsnámskeið fyrir heimsóknarþjónustu verður í félagsaðstöðu Grindavíkurdeildar Rauða kross Islands (Slökkvistöð í Grindavík) Námskeiðið hefst á laugardag 7 3. febrúar kl. 7 3 - 7 6 og þriðjudag 16. febrúar kl. 20 -22. Skráning og nánari upplýsingar gefnar í Sjálfboóamidstöd RKI á Suhurnesjum, Smiöjuvöllum 8 í Reykjanesbæ, sími 421-5918 og Bertu Grétarsdóttur í Grindavík, sími 426 8382 Su&urnesjadeilci Rau&a ícross Islartds Grin da víkurdeild Rau2>a lcross Islands Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.