Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 04.02.1999, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 04.02.1999, Blaðsíða 17
Kristbjörn Albertsson, formaður UMFN: NJARÐVÍK VINNUR „Leikir þessara nágranna hafa alltaf verið mjög jafnir og skemmti- legir. Keflavík hefur verið á mikilli siglingu í síðustu leikjum, skorað grimmt og leikið ágæta vöm. Njarðvík aftur á móti hefur leikið frekar ílla, sérstaklega síðari hálfleik í hverjum leik. Eg held að mitt lið verði komið yfir þessa erfiðleika fyrir laugardaginn. Leikur liðsins mun smelía saman og UMFN mun standa upp sem sigur- vegarar. Eg vil ekki spá fyrir um tölur en vil nota tækifærið og kvetja alla Njarðvíkinga til að mæta á leikinn. Stuðningur áhorfenda getur ráðið úrslitum. ÁFRAM NJARÐVÍK.” Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar: DRAUMASTAÐA „Ég hlakka rosalega til laugardagsins. Þetta hlýtur að vera drauma- aðstaða hvers íþróttafulltrúa, ég fer rólegur í leikinn og ánægður heim því bikarinnn kemur þangað sem hann á heima í leikslok, til Reykjanesbæjar. Ég hef sterkar taugar til beggja liða enda orðið þess heiðurs aðnjótandi að hafa leikið með báðum liðum. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur: KEFLVÍKINGAR í GDÐU FORMI „Leikir Keflavíkur og Njarðvíkur í körfuknattleik hafa alltaf verið mjög skemmtilegir og spennandi. Ekki er hægt að hugsa sér betri bikarúrslitaleik fyrir körfuboltann en á milli þessara tveggja félaga. Leikurinn verður án efa mjög spennandi og mun dagsformið ráða þar miklu um. I liði Keflavíkur er valinn maður í hverri stöðu og liðið býr yfir mörgum þriggja stiga skyttum sem erfitt er að stoppa. Ég hef þá trú að sigurinn verði Keftvíkinga því þeir eru í feikna góðu formi og hafa verið að spila góðan körfubolta í vetur með Damon Johnson í fararbroddi. Ég vil hvetja alla Keflvíkinga, Njarðvíkinga og aðra körfu- boltaáhugamenn að fjölmenna nú í höllina og hvetja sitt lið til sig- urs. ÁFRAM KEFLAVÍK.” Gamlir og góðir Þessi er gömul og góð og báðir kappamir eldri körfuboltamenn (ekki gamlir) og voru góðir. Isak Tómasson og Gunnar Þorvarðarson sjást hér fagna sigri í deildinni árið 1986. Flottir! Þriggja sliga þrumulið Keflvíkingar hafa skorað flest stig í DHL-deildinni, 1519 (94.9) , en Njarðvíkingar fengið fæst stig á sig, 1199 (74.9) . Þessar 11,8 þriggja stiga körf- ur Keflvíkinga á leik skila þeim í fyrsta sæti á þeim vettvangnum og munu þeir setja nýtt Islandsmet takist þeim að halda þessu meðaltali út tímabilið. Foster tryggði fyrsta bikarinn Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í fyrsta skipti árið 1994 og sigmðu nágranna sína úr Njarðvík í frábæmm leik í Höllinni. Bandaríkjmaðurinn Raymond Foster fór á kostum í lokin og tryggði öðmm fremur Keflavík sigur. Ekki forsala Engin forsala verður fyrir leikinn á laugardag. Miðaverð er eftirfarandi: Fullorðnir kr. 800, börn (8-12 ára) kr. 400, ókeypis aðgangur fyrir börn undir 8 ára. Hafist verður handa við að mála stuðningsmenn liðanna í íþróttahúsunum liðanna kl. 14:00. Stuðningsmenn Keflvíkinga hittast í Skothúsinu kl. 14:00. Þar verða seldir bolir í litum liðsins á kr. 1.000. Stuðningsmenn Njarðvíkinga hittast á Þristinum kl. 14:00. Þar verða seldir bolir í litum liðsins á kr. 800. Reykjanesbær og SBK hf. bjóða upp á sætaferðir á leikinn og verður lagt af stað frá báðum íþróttahúsum kl. 15:30. Hitaveita Suðurnesja er þjónustufyrirtæki í eigu sveitarfélaga á Suðurnejsum og ríkisins Hvetjum Suðurnesjamenn til aó fjölmenna á bikarúrslitaleikinn í höllinni á laugardaginn MEGIBETRA LIÐIÐ VINNA EZ ÓfltfS 3 Sími skiptiborös 422 5200 beinir símar eft/'r lokun skiptiborðs Skrifstofa: 422 5220 Hitaveitudeild: 422 5230 Rafmagnsdeiid: 422 5240 Orkuver Svartsengi: 426 8611 Sími bakvaktar: 421 3536 Hitaveita Suðurnesja Brekkustíg 36 - Sími 422 5200 RENAULTBIKARINN - www.vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.