Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 04.02.1999, Síða 10

Víkurfréttir - 04.02.1999, Síða 10
M Útsendingarstyrkur Ijósvakamiðla:_ Bætt örbylgja á Suðurnesjum -hjá Islenska útvarpsfélaginu Varanleg lausn mun að ölluin líkindum vera komin fyrir örbylgju- sendingar íslenska út- varpsfélagins til Suðurnesja en nýlega var sett upp end- urvarp á fjallinu Þorbirni við Grindavík sem hefur |>að hlutverk að koma ör- bylgjusendingum til endur- varpans sem er í störu mastri ofan Eyjabyggðar í Keflavík. Hjá Ríkisútvarp- inu er gert ráð fyrir stór- aukinni fjárfestingu í send- um og endurvörpum víða um land til að bæta mótt- tökuskilyrði en þó hefur ekki verið gefið út sérstak- lega hvað verði gert á Suð- urnesjum og þá hvenær. I'etta kemur fram í svörum forráðamanna Islenska út- varpsfélagsins og Björns Bjarnasonar, menntamála- ráðherra til Ágústs Einars- sonar, þingmanns sem vakti athygli á lélegum útsending- arstyrk víða á Suðurnesjum á Alþingi ekki alls fyrir löngu. Ályktað var um þetta hags- munamál Suðumesjamanna á tveimur síðustu aðalfundutn Santbands sveitarfélaga á Suðurnesjum. I framhaldi af því hefur Ágúst Einarsson óskað eftir skýringum hjá for- ráðamönnum Islenska út- varpsfélagsins og RÚV. I fyr- irspurn hans á Alþingi sagði hann m.a. að ófremdarástand væri víða á Suðurnesjum í þessum málum, sérstaklega í Grindavík og Vogurn. Þá væru „dauðir" blettir víða í Reykjanesbæ þannig að oft „snjóar" á sjónvarpsskjám. Einnig heyrðist víða illa í út- varpi. Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra sagði m.a. í svari sínu að ákvarðanir um framkvæmdir, endumýjun og viðhald í dreifikerfi Ríkisút- varpsins hafi dregist á síðasta ári vegna samningaviðræðna Ágúst Einarsson, þingmaður vakti athygli á lélegum út- sendingarstyrk víða á Suður- nesjum á Alþingi ekki alls fyrir löngu. við Landssíma íslands um rekstur dreifikerfis Ríkisút- varpsins. Gert er ráð fyrir að verulegur liluti stofndreifingar verði héðan í frá um ljósleið- ara Landssímans sem mun þýða að móttökuskilyrði munu batna og gæði sömu- leiðis. Alls er áætlað að verja um 175 millj. kr. á næstu fimm árum til endumýjunar á sendum og endurvarpskerfi í dreifikerfi Ríkisútvarpsins. Um 80% þeirra fjárhæðar mun verða varið til senda og endurvarpa í dreifbýli. Aðalsendar íslenska útvarps- félagsins dreifa dagskrá Stöðvar 2 og Sýnar og hafa gæði frá þeim verið góð á Suðumesjum nema hvað mót- tökustyrkur í Vogum er helst til lítill. Að sögn Hannesar Jó- hannssonar, tæknistjóri ÍÚ geta íbúar þar nýtt sér örbylgj- una. Ekki hafa allir geta nýtt sér örbylgjuna á Suðumesjum vegna lélegra móttökuskilyrða sem nú eiga að vera orðin betri í kjölfar þess að sendir var settur upp á Þorbirni. Dreifiaðferð með örbylgju ej lfkt við kapal í loftinu en ÍÚ dreifir m.a. dagskrá Fjölvarps og Bíórásarinnar á henni og þá em einnig á örbylgju nýjar stöðvar, Skjár I og Áttan. Brúðubíllinn sýnir í Samkomuhúsinu, Sandgerði sunnudaginn 1. febrúar kl. 3 leikritid „Brúður, Tröllog Trúðar" og fleiri leikrit. Miðaverð kr. 600.- Suðurnesjamenn spurðir hvort þeir væru tilbúnir að kosta nýju loftneti Til að kanna viðhorf fólks á Suðurnesjum til móttökuskilyrða lét Ríksútvarpið gera skoðanakönnun til að fá önnur viðmið en beinar mælingar. Aðeins 2,8% þeirra sem fengu sendar spurningaseðil skiluðu svörum. Alls fékk 1801 íbúi á Suður- nesjum útsendingarseðil en aðeins barst 51 svar. Lítill áhugi á þátttöku í könnun- inni varð Ríkisútvarpinuu nokkuit umhugsunarefni. Af þeim fáu svörum sem bárust töldu 56% viðtakenda út- sendingargæði sjónvarpsins viðunandi hjá sér en 44% óviðunandi. Þeir sem töldu útsendingargæði sjónvarps- ins óviðunandi voru spurðir hvort þeir væru tilbúnir að greiða 5-10 þús. kr. fyrir nýtt loftnet ef viðunandi gæði fengjust þannig. Ef þess þyrfti með yrði sérstakur endurvarpssendir settur upp í Reykjanesbæ. Af þeim sem svöruðu voru 44% tilbúin að kosta þessu til en 56% ekki. Þetta kom fram í máli menntamálaráðherra á Al- þingi en hann sagði að þetta væm m.a. þær aðgerðir sem Ríkisútvarpið hefur hugað að í þessu tilviki. I þessari umræðu kom fram að ekki væri sanngjarnt að Suðurnesjabúar ættu að greiða fyrir jjjónustu sem þeir fengju ekki. Auk Ágústs Einarssonar tóku til máls um þetta mál á þingi þau Krist- ján Pálsson og Sigríður Jó- hannesdóttir, þingmenn af Suðumesjum. Þau sögðu það undarlegt ef RÚV ætlaði að innheimta sérstakt gjald til þess að eðlilegur styrkur væri á Suðumesjum. Smælki úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar Stefnumótun í innkaupa- og útboðsmálum Nýlega lagði bæjarráð Reykjanesbæjar til að skipaðir yrðu þrír starfsmenn bæjarins í stjórn innkaupadeildar til næstu tveggja ára. Voru það fjár- málastjóri, framkvæmdastjóri MOA og einn úr hópi leikskólastjóra. Stjórnin mun starfa í umboði bæjarráðs og tæknideildin mun leggja hinni nýju stjórn til starfskrafta. Framkvæmda- og tækniráð mun fara með eftirlit þegar innkaupa- og verksamningar liafa verið gerðir. Fulltrúi minnihlutans í bæjarráði, Kristmundur Ásmundsson. gerði fyrirvara um skipanina og á síðasta bæjarstjómarfundi taldi hann eðlilegra að fulltrúi skólamálaskrifstofu hefði verið settur í stjómina í stað leikskólastjóra, þar sem um tæpur helmingur útgjalda bæjarins væri tilkominn vegna menntamála. Jóhann Geirdal tók undir sjónarmið félaga síns og sagði þetta ekki vanmat á störf leik- skólastjóra. heldur ættu menn að vinna eftir skipuriti bæjarins og þar lægi ábyrgð rekstarfull- trúans á skólamálaskrifstofu ofar leikskólastjóra. Jónína Sanders tók upp hanskann fyrir leik- skólastjóra og sagði meirihlutann lýsa fullu trausti á j)á og bæjarstjórinn bætti við. að í |)essu tilliti væri verið að taka sjónamiið þeirra sent neðar væm í skipuritinu. Framkvæmdaáætlun á næstu grösum Gert er ráð fyrir að 3ja og 10 ára framkvæm- daáætlun Reykjanesbæjar líti dagsins ljós í febrúar að sögn forseta bæjarstjómar, Skúla Skúlasonar. Minnihluti bæjarstjórnar bókaði mótmæli sín á síðasta bæjarstjómarfundi vegna seinagangs áætlunarinnar og því hve lítinn skilning meirihlutinn hefði á slíkum áætlunum. Töldu þeir að um brot á sveitarstjómarlögum væri að ræða en samkvæmt j)eim, skal semja og fjalla um þriggja ára áætlun urn rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. Áætlunin skuli vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir og skal hún unnin og afgreidd af sveitarstjórn innan eins mánaðar frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar. Áskorun um uppbyggingu menningarhúss Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sendi nýverið áskorun til ríkisvaldsins vegna fyrirhugaðrar byggingar menningarhúsa á landsbyggðinni. Þar segir að vegna fram kominna hugmynda stjómvalda um uppbyggingu menningarhúsa víðs vegar um landið, vekji það athygli bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að Suðumesin skuii ekki vera inn á Jressari áætlun. Bæjarstjómin skorar á stjómvöld að endurskoða áætlunina með það að markmiði að Suðumesin sitji við sama borð og aðrir stórir j)éttbýliskjamar á landinu. Með þessari áskorun fylgdi síðan greinaigerð og skrifuðu allir bæjarstjóinarfulltrúar undir áskomnina. V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.