Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 04.02.1999, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 04.02.1999, Blaðsíða 27
Mörgum varð á messunni í spá- mennskunni er Grindvíkingar gengu í gegnum hremmingam- ar varðandi brottrekstur Guð- mundar Bragasonar og for- mannskiptin sem fylgdu og var blm. einn þeirra. Einar Einars- son, sem var látinn fara hjá Haukum m.a vegna samskipta- örðugleika, tók við þjálfarastöð- unni og hefur liðið ekki tapað leik undir hans stjóm og sam- staða leikmanna er frábær. Páll Vilbergsson, 2 metra þriggja stiga skyttan sem hefur mátt búa við óstaðfesta lyfjamisnotk- unarásökun því sem næst allt tímabilið, hefúr sýnt og sannað að skútan heldur vami með hann undir körfunni. Warren Peeples, sem virtist vera á heimleið um jólin, hefúr snúið við blaðinu og tryggt stöðu sína. Herbert Amarson, stjaman sem margir töldu ekki getað þolað að vera ekki alltaf í aðalhlut- verkinu, hefur gert allt sem þarf til að sigra hvem leik sama hvert hlutverk hans sjálfs er í sóknarleiknum. Svonamætti telja upp hvem leikmann liðs- ins, allir hafa staðið undir breyttum kröfum og liðið kom- ið aftur í toppbaráttuna. Tröppugangurinn, sem hefur verið klassískur (Borgames, IA, KR og Haukar) með falsspá- menn við hvert húshom að spá yfirvofandi ragnarökum, endar næstkomandi fimmtudag er lið- ið mætir meistaraefnum Kefl- víkinga. Liðið sem afskrifað var um áramótin er orðið lík- legra til að hampa Islandsmeist- aratitlinum en yftrhlaðið lands- liðsmannalið núverandi meist- ara. DHL-deildin: Karakterlevsi hjá IJMFN Grindvíkingar héldu sigurgöng- unni ótrauðir áfram og sigmðu Hauka á útivelli 95-100 í fram- lengdum leik. Eitthvað hefur þó miðjan lekið þvíRoy Hair- ston skoraði 52 af 95 stigum Hafnfirðinga. Keflvíkingar rúlluðu Skaga- mönnum upp 110-93 á 80% hraða í leik sem Hjörtur Harð- arson (25 stig/11 ffák./ 8 stoðs.jfór á kostum í og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum. „Við vomm hálfkærulausir enda hugurinn í Höllinni. Við náðum að rífa okkur upp um miðjan seinni hálfleik og tryggja sigurinn sem er það sem skiptir máli” sagði Hjörtur að leik loknum. Njarðvíkingar em í vandræðum og töpuðu fyrir KR-ingum 60-59 í Belfast okk- ar íslendinga, Hagaskóla. „Þetta var slakasti fyrri hálfleik- ur nokkurs liðs undir minni stjóm og liðið sýndi alls ekki þann karakter sem þtuf til að vera í toppbaráttunni” sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga. Njarðvíkurstúlkur lögðu Grintlavík „Tonya var sú eina sem eitthvað sýndi í sókninni en vömin var fimasterk allan leikinn” sagði Kristín Blöndal leikmaður Kefl- víkinga um tap liðsins á heima- velli gegn toppliði KR-inga 52- 73. „Við náðum jressu niður í 4 stig í seinni hálfleik en vorum óþolinmóðar gegn svæðisvöm þeirra og því fór sem fór að þessu sinni en við sigmm þær í úrslitakeppninni" sagði Kristín ennfremur. Njarðvíkurstúlkur settu spennu í keppnina um síðasta sætið í úr- VAIXIDAÐASTA HAIMDBÚK | BAIXIDARÍKJAFLOTA ! Uinhverfisdeild varnarliðsins á Kefiav íkurflugvelli hefur í samvinnu við Ingva Þor- steinsson náttúrufræðing gefið út nýja handbók utn nátt- úru og sögu Suðurnesja á íslen- I sku og ensku sem nefnist „Kynn- I umst Suðurnesjum”. Telur varn- I arliðið handbókina vera hina I vönduðustu sem gefin hefur verið út á vegum Handaríkjaflota um umhverfismál á tveimur [ tungumálum. Bökin, sem er hin yandaðasta og hefst á I almennri kynningu á náttúru Islands, inniheldur > I upplýsingar um jarðfræði, \ eðurfar, jarðveg, gróður og | I dýralíf á Suðurnesjum auk kafia um sögu og atvinnulíf | I svæðisins, Keflavíkurflugvöll og varnarstöðina. Hver I [ blaðsíða inniheldur texta bæði á íslensku sem ensku og 1 prýðir fjöldi litljósmynda og skýringarmynda síður hennar. I Varnarliöiö dreifir bókinni ókeypis til þeirra skóla á | I Suðurnesjum sem þess óska. I I--------------------------------1 slitakeppninni með 53-61 sigri í Grindavík. Njarðvíkingurinn Kerri Chatten bar höfuð, herðar, hné og tær yfir aðra leikmenn vallarins, skoraði 34 (20 af 22 vítum) tók 18 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Góðip Voga þpóttanar Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar í Vogum hefur tekið þá ákvörðun að verða með í 3. deildinni næsta sumar. Undafarin ár hefur Þróttur tekið þátt í Utandeildinni og Bikarkeppninni, æfingar eru 3-4 sinnum í viku og er 16 nianna hópur fastur kjami á æfingum. Þeir sem hafa áhuga á að mæta á ætingar hjá Þrótti, geta hringt í síma 424 6545 og fengið nánari upplýsingar. Núna fyrir mánaðarmót var íslandsmótið í innanhúss- knattspymu í 4. deild karla og gerðu Þróttarar sér lítið fyrir og urðu efstir í sínum riðli „taplausir”, þar af leiðandi keppir Þróttur í 3. deild á næstatímabili. Bjarni Stefán Konrádsson fráfarandi formaður Knattspyrnudómarafélags íslands og nýrádinn þjálfari yngri flokka Keflavíkur afhenti Frey Sverrissyni, bikar að launum fyrir útnefninguna. Freyr yngri flokka þjálfari ársins I Freyr Sverrisson sem starf- I að hefur við knattspyrnu- þjálfun hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur var kjörinn . yngri flokka þjálfari ársins á I íslandi. Knattspymuþjálf- | arafélag Islands stendur fyr- I ir kjörinu og afhenti Bjami I Stefán Konráðsson, fráfar- andi formaður félagsins og nýráðinn yngri flokkaþjálf- I ari Keflavíkur, Frey, bikar af I þessu tilefni í sérstöku hófi I af þessu tilefni sl. sunnudag. I Freyr hefur verið í fullu I starfi við knattspymuþjálfun j hjá UMFN síðan 1995. Um . þessar mundir eru 160 I strákar að æfa knattspymu I hjá félaginu en voru rúm- I lega þrjátfu þegar hann byrj- I aði. A síðasta ári voru I__________________________ Njarðvíkingar með prúðasta liðið á Shell ntótinu í Eyjum og Esso mótinu á Akureyri en Freyr segist hafa lagt mikla áherslu á aga og framkomu frá því liann hóf þjálfun í Njarðvík. Mikil ánægja hefur verið með störf Freys hjá UMFN og hefur hróður lians sem þjálfara borist út fyrir gömlu bæjarmörkin og svo liátt að strákar úr Keflavfk hafa gengið yfir til Njarðvíkinga. „Þetta er sama bæjarfélagið og öllum er frjálst að velja í hvaða félagi þeir vilja vera“, sagði Freyr sem sjálfur er uppalinn í Keflavík og lék með félaginu í yngri flokk- unt sem og í 1. deild á sín- um tíma. Knattborðsstofa til sölu Knattborðsstofa Suðurnesja er til sölu. Upplýsingar gefnar á staðnum eða í símum 421-3822 og 897-2400. Viltu aukið sjálfsöryggi? Vantar þig reglulega hreyfingu? Byrjendanámskeið í Karate fyrir alla aldurshópa hefjast þriðjudaginn 9. febrúar kl. 18.30 fyrir 12 ára og yngri en kl.21.30 fyrir 13 ára og eldri. Prufutími í boði! Æfingarnar fara fram í íþróttasalnum í sundkjallaranum við Sunnubraut. Skráning fer fram á staðnum. Upplýsingar gefur Sigga í síma 421 5578. Karatedeild Keflavíkur. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.