Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 18.02.1999, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 18.02.1999, Qupperneq 13
-\ r ■ Skarfaklettur GK 3 verður að Skarfakletti GK 302: fyrir Nýr smábátur kom til hafnar í Gróf fyrir síðustu helgi. Þar var á ferðinni Gunnar Þór Grétarsson með nýjan Skarfaklett GK. Gunnar Grétarsson, trillukarl og útgerð- armaður, hefur ráðist í endurnýjun á bát sínum. Hann hugðist upp- haflega aðeins auka burð- argetu gamla bátsins en komst að þeirri niðurstöðu að vænlegra væri að láta smíðan nýjan bát af sömu stærð. Nýji báturinn er 5,8 tonna trefjabátur af gerðinni Cleo- patra 28 með 350 cc Cumm- ings vél byggður af Trefjum efh. Hann er búinn fullkonin- asta tækjabúnaði sem völ á í dag og vandað til hans í hví- vetna. Blm. Víkuifrétta tók Gunnar tali, óskaði honum til ham- ingju með nýja bátinn og spurði hann hvað væri unnið með endumýjuninni? Það er að ýmsu að huga hjá Gunnari áður en haldið verður til veiða. L „Þessi bátur er öruggari og burðarmeiri en gamli bátur- inn. Tækjabúnaðurinn skilar bættum vinnubrögðum og aukinni sjálfvirkni og ýmsar nýjungar auka öryggi bátsins auk þess sem sí- fellt auknum kröfum Fiski- stofu er auðveld- ara að mæta í nýja bátnum.” Nú dynja á al- menningi yfir- lýsingar kvóta- lausra eða kvóta- lítilla útgerðar- manna um ómögulegt ástand sjávarútvegsins. Er ekki mikil áhætta að leggja í fjár- festingu á þessum tíma- punkti? Eg væri ekki í þessu ef ég væri ekki bjartsýnn að eðlis- fari. Nýlega samþykkt frum- varp gefur mér kost á að nota gamla bátinn þangað til sá nýji er tilbúinn en áður hefði ég þurft að byggja utan um hluta af gamla bátnum og þannig setið í landi í langan tíma. Annars hefur stór hluti af mínum afla komið um aukategundir, sem frjáls veiði er á í dag, en í september 2000 verður settur kvóti á aukategundir. Eg er þessari kvótasetningu ósammála og tel þessar veiðar umhverfisvænar því litlu bátarnir eru að koma inn með hverja bröndu sem kem- ur unt borð en ljóst að eftir kvótasetninguna munu trillusjómennirnir lenda í vandræðum með það. Kvótasetningin 2000 eykur verðmæti útgerðar minnar en minnkar tekjumöguleikana og gagnast mér því lítið því ég er ekki á leiðinni í neitt brask með lifibrauðið. í dag hafa 5-6 aðilar fulla atvinnu af bátnum en skerðist tekju- möguleikamir við kvótasetn- ingu aukategunda breytist það. ----------------------------1 „Égerekkiá leiðinniíneitt brask með lifi- brauðið..." Víkurfréttir 17

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.