Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 25.03.1999, Side 15

Víkurfréttir - 25.03.1999, Side 15
T vö núll á línuna Jón Bender kominn á jóla- kortalista Grindvíkinga Astralska leynivopnið reyndist traustur liðsauki fyrir Grindvík- inga í fyrri leik rimmunnar við KR en gerði þó ekki gæfumuninn. Þrátt fyrir harða baráttu KR-inga reyndist Suðumesja -einbeitingin, þegar á hólminn er komið. þeim ofviða. Herbert og Peeples voru bestir Grindvíkinga ásamt nýlið- anum Denman sem tók 14 fráköst með stigunum 16 en Páll Axei náði ekki að aðlaga leik sinn nýju hlutverki. Þá er Pétur Guðmunds föst stærð, lék fantavöm á Vassel, og skoraði þegar athyglin var öll á skyttunum. Sigurinn í sfðasta úrvalsdeildar- leiknum í Hagaskóla geta Grind- víkingar skrifað á Berg nokkum Hinriksson sem kom liðinu til bjargar í seinni hálfleik er þeim virtust allar bjargir bannaðar í sókninni. Hann skoraði og fráka- staði þar til bilið var brúað og gott betur. Skrefin sem Jón Bender dómari dæmdi á Keith Vassel á síðustu sekúndunum vom að vísu út í hött en KR-ingar heföu getað margtryggt sér sigurinn fyrr í leiknum og einfaldlega klúðmðu unnum leik. Paui Denman og Páll Axel vom svo slakir að Einar Einarsson skipti þeirn báðum út um miðjan seinni hálfleik og lék með 5 bakverði um tíma. Vassel gjörsamlega trompaðist í leikslok, sem skiljanlegt var, og hlýtur framkoma hans að verða aga- nefndarmál en - ég hélt hann væri með dýpri rödd. Haukarnir ótrúlega lélegir - hreinlega metamatur Keflvíkingar slógu stigamet úr- slitakeppninnar í körfuknattleik tvisvar í röð án þess að hafa fyrir því. Lið Hauka með húðlatan Roy Hairston í broddi fylkingar mátti þola háðulega útreið og jafnvel skemmtilegra fyrir boltann hefðu Keflvíkingar einfaldlega setið hjá. Ekki er hægt að hrósa einhvetjum einum í annars stað í þessu sterkasta liði landsins en þeim til hróss þá hættu þeir aldrei að reyna að veita áhorfendum ein- hverja skemmtun fyrir aðgangs- eyrinn þó það hafi verið jafn spennandi og að horfa á dýra- garðsljón að rífa í sig aðrétt lambalæri. Þeir jöfnuðu heima- leikjamet Njarðvíkinga (9) frá 1994-1995 og settu félagsmet í 3ja stiga körfum með 18 „stykk- eri‘ auk þess sem 37 stig Damons Johnsonar á 24 mínútum, í fyrri leik liðanna, hljóta að hafa verið einhvers konar met. Sterkasti frákastari deildarinn- ar hatti á Ivklinum Njarðvíkingar tryggðu sig í und- anúrslit án stuðnings landsliðs- mannsins Hermanns Haukssonar sem á við bakmeiðsl að stríða. Snæfellingar höfðu ekki mikið í Bikarmeistarana að gera enda ieikaðferð þeirra furðuleg. Liðið er samansett úr frákasthæsta og mögulega líkamlega sterkasta leikmanni deildarinnar Rob Wil- son, ágætum staðbundnum skytt- um og iitlum liprum leikstjórn- anda og hefði maður haldið að drekinn héldi til í teignum og sendi á skyttumar eða reyndi að skora sjálfur. Öðru nær, Wilson stóð lengstum ofan 3ja stiga lín- unnar eins og batti milli kanta þar sem skyttumar hlupu fram og aft- ur án nokkurs möguleika á þeim færum sem þeir kunna að nýta. Njarðvíkingar réðu öllu í vöm og sókn og gríðarsterk pressuvöm þeirra „aðstoðaði“ gestina við að Úrslitakeppni kvenna Mótspyrna Grindvíkinga til sóma en 0-2 Grindvíkingar heföu nieð einhverri heppni getað sigrað fyrri leik lið- anna í Hagaskóla, nokkuð sem heföi verið óhugsandi fyrir skömmu. Hill bar liðið á herðunum og setti stigamet í úrslitakeppni kvenna með 37 stig en leikreynsla KR-inga og fullvissa langrar velgengni fleyttu þeim síðustu mínútumar. I Grindavík léku grindvískar rassinn úr buxunum með því að tapa boltanum enn oftar en slakir KR-ingar sem gáfu heimastúlkun næg tækifæri til að innbyrða sigurinn. Vöm Lindu Stefánsdóttur og í raun allra KR-ingana gegn hinni bandarísku Hill var við velsæmismörkin sem ákvörðuð vora í það minnsta kosti „ekki nema í fylgd með full- orðnum" af dómuram leiksins. Keflavíkurstúlkur mættan til leiks Keflvíkingar hafa komist nálægt því að vinna Stúdínur í vetur en alltaf skort herslumuninn. Fyrsti leikur liðanna í Kennaraháskólan- um var eitt dæmi þess (73-58) en í Keflavík sl. mánudag mætti ný tegund leikmanna á völlinn, net'nilega gamla Keflavíkurtýpan sem veit hvað hún vill og hvemig takmarkinu skai náð. Grjótharður vam- arleikur og markviss sóknarleikur gerði hæfileikaríkt ÍS-lið að gjalti einu og 63-54 sigur staðreynd. Takist keflvískum jafnvel upp í kvöld spái ég KR-ingum talsverðum skjálfta í stúkunni. verða aðeins annað liðið til að skora aðeins 49 stig í úrslita- keppni . Félagamir Friðrik Ragn- ars og Teitur sölluðu niður 3ja stiga körfunum til skiptis og Páll Kristinsson náði í skotin sem for- görðum fóru. I Stykkishólmi efndi Teitur Örlygsson til körfu- boltasýningar og sýndi „fjölþjóða- sveitamönnunum" hvernig á að skjóta körfuboltanum. Enginn kareoke-magakveisa þar. jak Sundfólk Reykjanesbæjan í ham í Vestmannaeyjum Sunddeild Keflavíkur stóð fyrir sínu á Innanhússmeistaramóti Islands í Vestmannaeyjum og bættu sundmenn deildarinnar árangur sinn í yftr 90% tilvika. Stúlknasveit Keflavíkur, Birgitta Rún, Iris Edda, Elva Björk og Eva Dís, bætti 6 ára gamalt boðsundsmet SFS í 4x1 OOm fjórsundi en alls vann okkar fólk til 20 verðlauna á mótinu. Sundmenn Njarðvíkinga stóðu sig einnig vel á mótinu og syntu nánast allir á bestu tímum og unnu til þrennra verðlauna. Níu Kefl\ íkingar og 3 Njarð- víkingar í unglingalandsliðið Þau Guðlaugur M. Guðmunds- son, Sævar Ö. Sigurjónsson, Halldór K. Halldórsson, Rúnar M. Sigurvinsson, Iris E. Heim- isdóttir, Birgitta R. Birgisdóttir, Elva B. Margeirsdóttir, Díana Ó. Halldórsdóttir og Karen L. Tómasdóttir úr Keflavík og þau Ama Atladóttir. Jón O. Sigurðs- son og Sigurbjörg Gunnarsdótt- ir úr Njarðvík náðu öll settum lágmörkum og tryggðu sér sæti í unglingalandsliði Islands. Eydís og Iris Edda á Sntá- þjóðaleikanna Sundkonumar Eydís Konráðs- dóttir, Astralíufari, og íris E. Heimisdóttir hafa verið valdar til að keppa fyrir Islands hönd á Smáþjóðaleikunum í lok maf. Sunddeild Keflavíkur fagnar með Sambíóferð Sunddeild Keflavíkur fagnaði stórsigri á KR-mótinu með því að horfa á myndina Starkid í boði Sambíóanna. Keflvfkingar hlutu 62.896 stig á mótinu og sigmðu með yfirburðum. AFMÆLI Ásta Andersen verður 60 ára þann 30. mars n.k. hún tekur á móti gestum á heimili sínu að Njarðvíkurbraut 13, laug- ardaginn 27. mars. Gefum til góðgerðarmála I síðustu viku þurfti lögreglan í Keflavík að hafa afskipti af þremur ökumönnum vegna meintrar ölvunar, 21 vegna of hraðs aksturs og 18 bifreiðaeig- endum vegna vanrækslu á að færa bifreiðamar til skoðunar á réttum tíma. Vægustu viðurlög við þessum brotum gefa kr. 273.000 í ríkiskassann. Víkur- fréttir benda þeim ökumönnum sem ólmir láta fé af hendi rakna á Hjálparstofnun kirkjunnar, Krýsuvíkursamtökin eða viðlíka góðgerðarstofnanir. Eigið tjón Eigandi bifreiðar sem tekin var ófrjálsri hendi um hádegisbil á laugardagsmorgni situr líklegast uppi með tjónið sem þjófurinn olli á bifreiðinni þegar hún fannst 2 klst. síðar en hann haföi ekki fyrir því að fjarlægja kveikjuláslyklana úr henni. Fíkniefnin á ferð ulla daga Laganna verðir fundu fíkni- efnafnyk og áhöld til hassneyslu í bifreið fjögurra ungmenna sl. mánudagskvöld. Börnin voru fædd 1979, 1982, 1983 og 1983. Víkurfréttir spyrja: Treyst- ir þú félagsskap bama þinna? Skátaskeyti Víkverja oq Heiðabúa 28. mars: Víkverjar í Stapa (hús- varðaríbúð) kl. 10-19. Heiðarbúar í Skátahúsinu kl. 10-19. Símaþjónusta: Víkverjar A21 5966 Heiðabúar 421-3190 visa/tuto Undanúrslit DHL deildarinnar KEFLAVÍK - GRINDAVÍK Laugardaginn 27. mars kl. 17 í íþróttahúsinu í Keflavík. Oddaleikur i mfl. kvenna ÍS - KEFLAVÍK Fimmtudaginn 25. mars kl 20 í íþróttahúsi Kennaraháskólans Komast Keflavíkurstúlkur áfram í úrslit? Allir að mæta Úrslitakeppni DHL deildarinnar NJARÐVÍK - ÍSAFJÖRÐUR Sunnudaginn 28. mars kl. 20 í íþróttahúsinu i Njarðvík Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.