Víkurfréttir - 01.07.1999, Side 2
I-----------------------------------------
Veitingahúsiö Millennium aö Hafnargötu 38:
i Svipt leyfum
i og skellt í lás
„Húsið jafnvel í verra ástandi en áður“
metið.“ sagði Klemenz Sæ-
mundsson.
Vantar samþykktar
teikningar og burðar-
þolsútreikninga
„Málefni þessa húsnæðis
hefur í stuttu ntáli verið til
vandræða í nokkur ár. Það
gekk hægt og illa eftir að fá
fyrri eiganda til að fara að
óskum okkar og síðan seldi
hann reksturinn. Sýslumaður
bað um úttekt og í ljós koma
að staðnum hafði verið breytt
allverulega frá samþykktri
teikningu. Gerð er sú krafa til
rekstraraðila að skila inn full-
gildum teikningum ásamt
burðarþolsútreikningum sem
fagaðilar þurfa síðan að
skoða og samþykkja. Eins og
staðan er uppfyllir staðurinn
ekki kröfur um veitingastaði
Nýjasta skemmtistaðnum í
Reykjanesbæ, Millennium.
hefur verið lokað. Ekki náð-
ist í núverandi rekstraraðila
en skv. skilti á útidyrum stað-
arins eru breytingar ástæða
lokunarinnar. VF grennslað-
ist fyrir hjá yfirvöldum og
sagði Karl Hermannsson, yf-
irlögregluþjónn, að veitinga-
og vínveitingarleyfi hefðu
felld niður. „Þetta voru
bráðabirgðarleyfi, útgefin á
fyrri rekstraraðila. Sýslu-
mannsembættið óskaði úttekt
á staðnum í kjölfar nýs
rekstraraðila og fékk staður-
inn falleinkunn hjá Heil-
brigðiseftirliti, Eldvamareft-
irliti og Vinnueftirliti auk
þess sent staðnum halði ver-
ið breytt og samþykktar
teikningar voru ekki fyrir
hendi.“
Nei takk, frá Heil-
brigóiseftirliti
Suóurnesja
I skýrslu Klemenz Sæ-
mundssonar frá Heilbrigðis-
eftirliti Suðumesja em gerðar
athugasemdir við frágang á
gólfum, veggjum, tækjum og
búnaði í eldhúsi, handlaug
starfsfólks, kælum og fryst-
um. starfsmannaaðstöðu,
loftræstirásir frá eldhúsi,
ræstitækjageymslu, salerni
gesta og starfsmanna, hurð
við inngang í eldhús og
ástand lóðar. „Málið hefði
aldrei átt að koma til okkar
að svo stöddu og við í raun
átt að labba beint út því aug-
ljóslega höfðu verið gerðar
miklar breytingar á Itúsinu.
Milli- og burðarvæggir höfðu
verið teknir niður án þess að
burðarþol Itefði verið endur-
og verður ekki veitt rekstrar-
leyfi fyrr en þessi mál eru
komin á hreint“ sagði Viðar
Már Aðalsteinsson bygging-
arfulltrúi um málefni Mil-
lenniunt.
“Húsiö jafnvel í verra
ástandi en áöur“
Baldur Baldursson hjá Eld-
vamareftirliti Suðumesja
„Fyrri eigandi fékk bráða-
birgðarleyfi eftir að hafa orð-
ið fyrir brunaskemmdum.
Leyil var gefið gegn því að
ákveðnir hlutir yrðu lagfærð-
ir. Þegar nýr rekstraraðili tók
við og staðurinn var skoðað-
ur kom í Ijós að ekki hafði
verið staðið við gefin loforð
og húsið jafnvel í verra
ástandi en áður. Brunavið-
vörunarkerfi var ekki tengt,
slökkvitæki voru of fá ,
björgunarop á rishæð án
handfanga, bæta þarf frágang
á hurð á milli hæða, enginn
stigi er af þaki og niður og
neyðarljós vantaði við aðal-
inngang“ sagði Baldur Bald-
ursson hjá Eldvamareftirliti
Suðumesja. „Þetta em í raun
smáatriðin því alvarlegast var
að veggir höfðu verið tjar-
lægðir, innréttingar færðar og
burðarþoli hússins raskað.
Að auki hafði starfsmanna-
aðstöðu á 3. hæð verið breytt
í íbúðarhúsnæði að hluta.“
100% tölvukeyrð steypustöö tekin í notkun:
Steypubíll frá Steypunni vid Heiðarskóla íKeflavík en
þarna er verið að steypa innisundlaug.
Ný steypustöð
risin í Helguvík
Feðgamir Einar Svavarsson,
Geir Sædal og Svavar Ein-
arsson hafa opnað steypu-
stöðina Steypan að Stakks-
braut 31 í Helguvík og fengið á
hana löggildingu og starfsleyfi,
nokkuð sem aðeins örfáar
steypustöðvar landsins geta stát-
að af. Þeir feðgar eiga fyrir Mal-
bikunarstöð Suðurnesja sem
staðsett er á sama stað. „Við
vildum bjóða Suðumesjamönn-
um upp á fleiri valkosti ogjafn-
framt sáum að með því að reisa
steypustöð gætum við betur
samnýtt tæki og starfsfólk mal-
bikunarstöðvarinnar. Uppbygg-
ing stöðvarinnar hófst í janúar
1999 og hófum við að framleiða
steypu þann 10. maí sl. Vandað
er að öllum búnaði í stöðinni
sem er 100% tölvukeyrð með
stafrænum vigtum og er steypan
hrærð í bflana með rúmmeters-
hrærivél. Kerfið er íslensk
hönnun sem Tæknival stóð að
og hefur fengið mikið hól hjá
fagmönnum í bransanum. A
fimmtíu rúmmetra fresti eru
teknar prufur þar sem steypu-
styrkur, loft-, sig- og vatnsinni-
hald er yfirfarið. Suðumesja-
menn hafa á undanfömum árum
sótt steypu í stórum stfl á höfuð-
borgarsvæðið. Við teljum að
með okkar stöð séum við að
bjóða ekki síðri vöru en aðrir.
Bjóðum við jafnframt upp á há-
gæðasteinefni frá Noregi. Við
flytjum inn Árdal steinefni sem
eru tífalt sterkari en það grjót
sem í boði er hér á Suðumesj-
um. Þetta er nýtt hérlendis en þó
hefur Árdal steineíhi verið flutt
inn til byggingar ákveðinna
bygginga hjá Reykjavíkurborg,
t.d. Ráðhús Reykjavíkurborgar.
Steypublanda með þessum
steinefnum margfaldar slitþol
efnisins og er ég sannfærður um
að þessi steypa mun ná hylli al-
mennings því hún er ekki dýrari
en slitþolið meira. Þá vinnum
við, í samvinnu við dr. Olaf
Wallevik hjá Rannsóknarstofn-
un Byggingariðnaðarins, að
þróun nýrrar gerðar af steypu
sem er sjálfútleggjandi. Þeirri
steypu er dælt í mót og leggur
sig út sjálf án aðstoðar nokkurra
tækja. Vonumst við til að geta
boðið upp á hana seinni paitinn
í sumar.“ sagði Geir Sædal.
Svavar Einarsson sagði af-
greiðsluna og útkeyrsluna í sín-
um höndum. Við eigum 3
steypubíla með 12 metra færi-
böndum og krana en stefnt er að
því að kaupa dælubíl á árinu.
„Vegna þess að steypan er
hrærð á staðnum en ekki í bíl-
unum er vel mögulegt fyrir þá
sem em að kaupa lítið að sækja
steypuna sjálfir og spara sér
aksturskostnaðinn. Þegar steyp-
an berst kaupandanum í hendur
þá er honum afhentur af-
greiðsluseðill þar sem sjá má öll
efni sem sett eru í steypuna,
sand, möl, cement, íbætiefni
eins loftblendi eða mýkingar-
efni, vatn, trefjar, litaefni og
framvegis. Með þessu er tryggt
að efnið sem kaupandinn fær í
hendumar er samkvæmt ströng-
ustu ISO stöðlum" sagði Svavar
ennfremur.
6
Víkurfréttir