Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 01.07.1999, Page 7

Víkurfréttir - 01.07.1999, Page 7
Félagsmönnum KSK boðið að kaupa 25 milljóna hlut í Samkaup hf Kaupfélag Suðurnesja bvður fé- lagsmönnum sínum um 3.000 talsins að kaupa 25 m.kr af hlutafé sínu í Samkaupum hf á genginu 2,0. A stofnfundi Sam- kaupa hf. 15 desember sl. var ákveðið að auka hlutafé þess í 350 milljónir króna. A fundi stjórnar Samkaupa var ákveðið að nvta hluta heimildarinnar og auka hluta- fé þess um 25 mkr. úr 225 m. kr. í 250 m.kr. Stjórn kaupfélagsins ákvað að nvta sér forkaupsrétt sinn og selja síðan áfram til félagsmanna sinna. Áskriftartímabilið er 2-16. júlí. Fyrstir Kaupfélaga Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri, sagði fyrirtækið fyrst Kaupfélaga til að leggja í hlutafjárútboð. „Samkaup hf. var stofnað í desember sl. eftir 54 ára kaupfélagsrekstur og vomm við fyrstir Kaupfélaga til að breyta rekstrinum al- gjörlega. Það var metið svo að kostir hlutafélagsformsins væm orðnir tals- verðir umfram samvinnufélagsformið. Ég tel þó enn kosti samvinnufélags- formsins mikla, en þar skortir t.d. heimildir til að efla eigið fé með sama hætti og hjá hlutafélögum. Þessi breyt- ing hafði verið til umræðu á síðustu 2- 3 aðalfundum en loks tekið af skarið í desember sl. Nú verður hlutaféð aukið og 25 milljónir boðnar félagsmönnum á skikkanlegu verði. Þetta eflir eigin- fjárstöðu fyrirtækisins og stefnt er að öðru útboði næsta vetur.“ Skólabókardæmi um vand- aóa endurskipulagningu Viðar Þorkelsson, svæðisstjóri Lands- banka Islands á Suðurnesjum, sagði Kaupfélag Suðurnesja skólabókar- dæmi um vandaða endurskipulagn- ingu sem hafi skilað sér í góðri af- komu síðustu árin. Þegar rekstur Kaupfélags Suðurnesja var endur- skipulagður einbeittu þeir sér að því að einfalda reksturinn og halda sig við styrkustu stoðirnar. Samkaup hf. er eðlilegt framhald þessarar þróunar, það er alltaf pláss fyrir vel rekin fyrir- tæki á hlutabréfamarkaði. Frá Lands- bankans hendi liggur mikil vinna að baki útboðinu nú og mjög sanngjöm verðlagning á fyrirtækinu niðurstaða fteirrar vinnu." Kostur fyrir langtímafjárfesta Víglundur Þór Víglundsson, verkfræð- ingur hjá Fjármálaráðgjöf Landsbanka íslands, sagði Samkaup hf. vera kost fyrir langtímafjárfesta. „Fjármálaráð- gjöf Landsbanka íslands hefur aðstoð- að Samkaup hf. í stefnumótunarmál- unt og verðmat fyrirtækið fyrir útboð- ið. Þetta er fyrirtæki sem hefur gengið vel eftir endurskipulagningu, yfirbygg- ingin er lítil, vandaðir menn við stjóm- völinn og má búast við að Samkaup hf. verði arðsöm fjárfesting jtegar það er að fuliu komið út á hlutabréfamarkaöinn." Lágmarksfjárfesting er 10 þúsund krónur Viðskiptastofa Landsbankans annast útboðið og sagði Kristín Kristjánsdótt- ir, viðskiptafræðingur, að mikil vinna hefði verið lögð í undirbúning þess. „Félagið fór í gegnum stefnumótunar- vinnu og verðmat. Ákveðið var að bjóða félagsmönnum að kaupa á geng- inu 2 og er það mat sérfræðinga bank- ans að það sé hagstætt boð. Ekki sé þó hægt að búast við skyndihagnaði en hugsanlegt er að gengi bréfanna hækki til lengri tíma litið. Félagiö er ekki skráð á markað og meðan svo er, er ekki hægt að búast við að mikil við- skipti verði með bréf þess. En félagið stefnir á að sækja um skráningu á Verðbréfaþing íslands og ef af því verður aukast lfkur á að viðskipti glæðist. Lágmarksfjárfesting í útboð- inu er 10.000 kr að nafnverði en að há- marki 25 mkr. Félagið ætlar að sækja unt staðfestingu ríkisskattstjóra fyrir l. október um að fjárfesting í félaginu nýtist til skattafrádráttar. Til að fá full- an skattafrádrátt þurfa hjón að fjárfesta fyrir tæpar 270.000 kr. en einstaklingar fyrir rúmar 130.000. Upplýsingar um útboðið er hægt að nálgast í öllum úti- búum Landsbankans á Suðumesjum, á skrifstofu Kaupfélags Suðumesja og á netinu. Slóðin er http://www.lands- banki.is/wpp.nsf/pages/fyrirt-utbods- ly singar.html.“ á X5 mintitum Tilboð Umgjarðir og sjóngler, þunn, afspegluð og með rispuvörn Verðfrákr. 10.900,-til 14.900,- GL€RfíUGNRV€RSLUN K6FLRVÍKUR Hafnargötu 45 • Sími: 421 3811 Þjónustu- og ábyrgðaraðili fyrir OPTICflL STUDIO FIUGSTÖÐ ICIFS eiRÍKSSONFIR Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.