Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 01.07.1999, Page 15

Víkurfréttir - 01.07.1999, Page 15
Full búð af flottri ^ sumarvöru FriðPik Ingi ráðinn landsiiðsHálfari Keflvíkingar töpuðu fyrir ÍBV í 16 liða úrslitum bikarsins með þremur mörkum gegn einu. Fyrri hálfleikurinn var marka- laus og Keflvíkingar mun betri en strönduðu jafnan á serbneska öryggisventlinum Zoran Miljkovic í sóknarað- gerðum sínum. Vestmannaey- ingar efldu sóknarleik sinn strax í upphafi seinni hálfleiks sem skilaði sér brátt með mörkum Ivars Ingimarssonar og Allan Mörköre á 51. og 61 mínútu en Keflvíkingar neit- uðu að gefast upp og Gestur Gylfason minnkaði muninn með þrumufleyg á 65 mín. Færeyingurinn Mörköre tryggði svo gestunum sigur- inn með marki á 70 mín. Keflvíkingar voru tvímæla- laust betri aðilinn í leiknum en óheppni og klaufaskapur héldust í hendur beggja megin vallarins og því fór sem fór, heppnin var Eyjamanna. Ketl- víkingar misstu einbeitinguna í upphafi seinni hálfleiks en léku að öðru leyti mjög vel og því bregður blm. á það ráð að lasta alla og hrósa jafnmörg- um að þessu sinni. Körfuknattleikssamband ís- lands tilkynnti á blaðamanna- fundi síðdegis í gær að Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari bikar- meistara Njarðvíkur, hefði verið ráðinn landsliðsþjálfari í stað Jóns Kr. Gíslasonar en samn- ingur KKI við Jón Kr. rann út fyrr í sumar. Auk þess að verða þjálfari A-landsliðsins mun Friðrik starfa sem fræðslufull- trúi KKÍ og þjálfa úrvalsdeild- arlið Njarðvíkinga. „Þetta er mjög spennandi og enn eitt skrefið á framabrautinni í þjálfuninni. Þetta er toppurinn á ísjakanum í boltanum hérlendis og ég mjög ánægður að mitt nafn skyldi koma svona sterkt upp á borðið hjá forráðamönn- um KKÍ. Þetta var þó ekki markmið í sjálfu sér því ég hef einbeitt mér að þeim verkefnum sem fyrirliggjandi hafa verið. Nú hefst undirbúningur fyrir undankeppni úrslitakeppni Evr- ópumótsins í Tyrklandi 2001 sem fram fer í nóvember og þessa dagana er verið að athuga með Iandsleiki í september. Einhverjir landsliðsmenn eru að fara erlendis í atvinnumennsku og mun ég því reyna að kalla hópinn saman áður þeir fara út og viðra mínar hugmyndir". Þetta er 100% starf og brevtir lífsmunstri þínu talsvert. Tel- urðu að þetta komi til með að hafa áhrif á störf þín sem þjálfara Njarðvíkurliðsins? „Eg kem tii með sakna Njarð- víkurskóla þar sem ég hef starf- að í sex ár en mér lýst líka ágætlega á starf fræðslustjóra og skemmtilegt að fá að taka þátt í að þróa þessa hlið köifuknattleiksins. Fullt sam- komulag er á milli KKÍ og knd. UMFN um að ég haldi áfram þjálfun Njarðvíkurliðsins. Eg er orðinn allvel sjóaður í þjálfara- málunum og á ekki von á að til árekstra komi. Þetta snýst allt um góða skipulagningu." Besti kosturinn í stööunni „Samningur KKI við Jón Kr. Gíslason var útrunninn. Við skoðuðum nokkra möguleika bæði hérlendis og erlendis og var Jón Kr. einn þeirra sem kom til greina. Að öllu saman- lögðu fannst okkur Friðrik besti kosturinn í stöðuna. Jón hefur verið þjálfari í 4 ár og engin ágreiningur um störf hans en okkur fannst kominn tími til breytinga. Friðrik er þjálfari í fremstu röð auk þess sem það er kostur að hann er þjálfari í 100% starfi þó það hafi ekki haft nein úrslitaáhrif á val stjómar KKI" sagði Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ. Kom mér mjög á óvart Jón Kr. Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari sagði ráðningu Klaufaskap- ur beggja megin og bikardraum- Friðriks hafa komið sér í opna skjöldu. „Eg fékk tilkynningu um það ffá KKÍ í gærkveldi að annar maður hefði verið ráðinn landsliðsþjálfari í minn stað. Stuttu eftir komuna heim frá Slóvakíu sat ég fund með for- manni KKI, formanni lands- liðsnefndar og framkvæmda- stjóra KKI þar sem mér var til- kynnt að einhugur væri um að endurráða mig sem Iandsliðs- þjálfara. Fyrir síðustu helgi var ég boðaður á fund þar sem skoðaðir voru ýmsir möguleik- ar þ.m.t möguleikinn á fullu starfi hjá KKI sem landsliðs- þjálfari og við fræðslustörf. Einnig ræddum við launakröfur og bjóst ég við að fá svör frá þeim innan fárra daga þar sem ég taldi mig fyrsta valkostinn í stöðuna. Ég verð að segja það að ég taldi líkurnar mín megin og þessi ákvörðun KKI kemur mér í opna skjöldu þó ég viti vel að fallvalt er gengið í þjálfara- bransanum" sagði Jón Kr. Gíslason. Nú var Friðrik Ingi aðstoðar- þjálfari þinn síðasta veturinn. Finnst þér þú svikinn af að- stoðarþjálfaranum? „Ég ætla mér ekki að tjá mig um þessa hlið málsins, hvorki nú né síðar. Nú þegar hafa nokkrir landsliðsmenn haft samband og lagt inn hvatning- arorð sem ég met mikils.“ Landslið Islendinga í körfuknattleik hefur aðeins tvisvar koniist í undanúrslit- ariðla Evrópukeppninnar í körfuknattleik og hefur Jón Kr. verið þjálfari liðsins í bæði skiptin. > A Hafnargötu 24 • sími 421 32 55 Auglýsingasíminner 4214717 LAGÐUR12-1 SIGRIÁ RLIKUM Keflvíkingar stigu fvrsta skrellð upp á við á tíniabil- inu með 2-1 baráttusigri á Kjartani Einarssyni og fé- lögum hans i Kreiðablik. Keflvíkingar börðust fvrir hverjum bolta og bökkuðu hvorn annan upp allar 90 mínúturnar og framberjar Blika áttu varla faeri í lcikmnn. Heimamenn áttu fyrri liálfleikinn en dauða- færi Gests Gylfa og auka- spyrna Zorans Lubicic, liestu færi f.b., fóru fyrir lít- ið. Kelli íkingar liófu síðan seinni hállleikinn af .slikum krafti að inark var aðeins tímaspursmál og komu þau, á 54. og 59 mín., bæði frá Kristjáni lirooks sem var mjög ógnandi í fremstu víglinu. Itjarka Péturssyni, sem var cina ógn gestanna, tókst síðan á 70 mín. að fiska víti sem Hcimir Porca skoraði örugglega úr. Kefl- víkingar voru nær því að bæta i ið en Itlikar að jafna það sem eftir litði. Krisján Brooks virðist liafa náð valdi á hlutverki fremsta manns og skclfdi mjög varnarmenn Blika en liesti liösmaöur Keflvíkinga að þessu siniii var hugarfarið sem færði 3 stig í liiís. Víkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.