Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.07.1999, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 15.07.1999, Blaðsíða 14
Sævar aftur með þrennu Tvö mörk Þórarins Ólafsson- ar nægðu GG ekki á heima- velli gegn Njarðvíkingum sem skoruðu 5 mörk. Sævar Eyjólfsson náði þrennu aðra vikuna í röð og þeir Högni Þórðarson og Bjarni Sæ- mundsson sitt markið hvor. Annað kvöld leikur GG gegn Víkingi Ólafsvík í Grindavík og Þróttarar, Vogum, heim- sækja KFS til Eyja en á Akra- nes fara Reynismenn á mánu- dag og mæta Bruna. Allir leikimir hefjast kl. 20. Sýslumaðurinn í Keflavík | Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 421 4411 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjál- fum, sem hér segir: Bergvegur 14, Keflavík, þingl. eig. Anna Kristín Axelsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Vátryggingafélag Islands hf, miðvikudaginn 21. júlí 1999 kl. 11:45. Borgarvegur 13, neðri hæð, Njarðvík, þingl. eig. Þórarinn Þórarinsson, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Reykjanes- bær, miðvikudaginn 21. júlí 1999 kl. 10:15. Kirkjubraut 7, Njarðvík, þingl. eig. Þórlína Jóna Olafsdóttir, gerðarbeiðandi Guðmundur Jónsson, miðvikudaginn 21. júlí 1999 kl. 10:00. Kirkjuvegur 13, 2 hæð norðuren- da, Keflavík, þingl. eig. Njáll Trausti Gíslason, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Reykjanesbær, Sparisjóðurinn í Keflavík og Sýslumaðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 21. júlí 1999 kl. 11:15. Norðurgata 24, Sandgerði, þingl. eig. Lífeyrissjóður Suðumesja, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 21. júlí 1999 kl. 13:45. Skólavegur 3. Keflavík, þingl. eig. Sparisjóðurinn í Keflavík, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 21. júlí 1999 kl. 10:30. Tjarnargata 3, 0201, Keflavík, þingl. eig. Völundur Helgi Þorbjömsson, gerðarbeiðendur Rafmagnsveita Reykjavíkur og Tollstjóraskrifstofa, miðviku- daginn 21. júlí 1999 kl. 10:45. Túngata 13, 0302, Keflavík, þingl. eig. Gerpir sf, gerðar- beiðendur Jón Olafsson og | Reykjanesbær, miðvikudaginn 2 l.júlí 1999 kl. 11:30. Sýslumaðurinn íKeflavík, 13.JÚU1999. Jón Eysteinsson Nýlega fóru 19 ungnienni á aldrinum 14 og 15 ára til vinabæjar Reykjanesbæjar, Trollhattan í Svíþjóð og kepptu í handknattleik gegn jafn- öldrum frá Trollhattan, Kerava í Finnlandi, Hjöring í Danmörku og Kristiansand í Noregi sem öll eru í vinbæjarkeðju sem stofnuð var 1973. Vegna þeirrar stöðu að íþróttafélögin í Reykjanesbæ tefla ekki frani handknattleiks- deild þá voru þau Ólafía Bragadóttir, Ólafur Thordesen og Gísli H. Jóhannsson fengin til að þjálfa áhugasanta unglinga í nokkrar vikur og undirbúa þá fvrir keppnina.Fjármögnun ferð- arinnar tókst bærilega með dyggri aðstoð for- eldra, Reykjanesbæjar og nokkurra fyrir- tækja á svæðinu en keppendur ntáluðu t.a.m. hús Thermo Plus á Iðjustíg 1 í fjáröflunar- skyni. Til Trollhattan var farið undir farar- stjórn Stefáns Bjarkasonar, íþrótta- og tóm- stundafulltrúa og var tekið afar vel á móti hópnunt. Dagskrá ferðarinnar var þéttskipuð því auk keppninnar sjálfrar var t.d. farið í skoðunarferðir, sundferðir, í skemmtigarð og á diskótek. Ekki tókst nýstofnuðu handboltaliði okkar bæjarbúa að knýja fram sigur í keppn- inni sjálfri þó oft hafl litlu munað en íþrótta- andinn var til staðar og allir lögðu sitt ítrasta á vogarskálarnar. Næsta vinabæjarkeppni fer fram í Kristiansand en þá verður keppt í blaki, 2001 verður koniið að Reykjanesbæ að hýsa badminton og 2002 verður farið til Kerava en þar verður keppt í frjálsum íþrótt- um. I Hjörring 2003 er knattspyrna á dagskrá og síðan verður mætt aftur til Trollhattan með sundlið bæjarins í fararbroddi. Jesús Krístur er svarið Samkoma öll fimmtudagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Bærta og lofgjördarsamkoma sunrtudaga kl. 11.00. Hvítasurmukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. VEFSÍÐA: www.gospel.is Meistaramót golfklúbbanna standa nú yfir og lýkur á lau- gardag. Metþátttaka var hjá Golfklúbbi Suðumesja en um 160 manns lemja hvíta boltann fram á laugardag. Um kvöldið verður svo lokahóf. Vert er að hvetja Suðumesjamenn að líta við í Leirunni þar sem bestu kylfmgar klúbbsins eigast við. Kraftlýsi hf Mörk2 765 DJÚPIV0GUR Sími 478 8883 Fax 478 8886 Netfang info@kraftlysi.com Kraftlýsi hf var stofnað 1989 og fagnar 10 ára afmæli í ár. Félagið framleiöir m.a. þorskalýsi, hákarialýsi, hákarlabrjósk og eru vörurnar seldar í flestum matvöruverslunum og apótekum landsins. Félagið flytur einnig út framleiðslu sína. Umsækjendur sendi skriflegar umsóknir meö upplýsingum um menntun og fyrri störf til Kristjáns Ingimarssonar framkvæmdastjóra á netfang kring@kraftlysi.com eða á faxi eða i pósti á skrifstofu félagsins. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál." www.kraftlysi.com Markaðsstjóri Kraftlýsi hf óskar eftir að ráða markaðsstjóra á skrifstofu félagsins í Keflavík. Um fullt starf er að ræða og þarf umsækjandi aö geta byrjað 1. september í síðasta lagi. Markaðsstjórinn sinnir alhliða sölu- og markaösstörfum, heimsóknum til dreifiaðila og útsölustaða. Hann þarf að ferðast um landið svo og erlendis. Markaðsstjórinn verður að hafa góða framkomu, vera skipulagður f vinnubrögðum og getað unnið sjálfstætt. Reynsla á sviði sölu- og markaðsmála nauðsynleg svo og góð íslensku- og enskukunnátta. Skrifstofutæknir (tvær stöður) Kraftlýsi hf óskar eftir að ráða einn skrifstofutækni í hálft starf á skrifstofu félagins í Keflavík og einn í hálft starf á skrifstofu félagins á Djúpavogi. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. september. Skrifstofutæknirinn sinnir alhliða skrifstofustörfum. Hann verður að hafa góða framkomu, vera vel skipulagður í vinnubrögðum og getað unnið sjálfstætt. Reynsla og kunnátta á Word, Exel, Outlook o.þ.h. nauðsynleg og góö íslensku- og enskukunnátta skilyröi" Reykjanesbær gegn London! Sameinað lið Keflvíkinga og Njarðvíkinga mæti adidas Greater London Leopards í undankeppni Evrópukeppni fé- lagsliða í körfuknattleik og verður leikið 15. og 22. sept- ember. Bresku hlébarðamir í Adidasskónum hafa á sterku liði að skipa sem sigraði í deild og bikar tímabilið 1996-1997 og í deildinni 1997-1998. Þeirra sterkustu menn em bak- verðirnir Rashod Johnson og Eric Burks og framherjarnir Robert Youngblood og Tim Moore. Forvitnir körfuknatt- leiksáhugamenn geta sótt frek- ari upplýsingar á slóðina http://www.basketball- league.co.uk/leopards.html. Úkraníumaöur til Keflavíkur? Keflvíkingar eiga von á 23 ára úkranískum sóknarmanni um helgina. Að sögn Steinbjöms Logasonar hafði L. Bogdan jressi samband við Keflvíkinga að fyrra bragði en umboðsmað- ur hans og Oli Þór Magnússon, knattspyrnukappi með Njarð- vík þessa dagana, þekkjast og lýsti yfir áhuga á að koma og reyna sig hérlendis. Bogdan, sem er um 180 cm. er eigin sögn „öskufljótur“ og hefur verið að leika í neðri deildum bandaríska boltans en telur val- reglur í úrvalsdeild USA ekki henta sér. menn í meiri- Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari U-81 landsliðs Islendinga í körfuknattleik, hefur valið leik- menn til keppni á Promotion Cup í Luxembourg 21-26. júlí nk. I liðinu em Njarðvíkingam- ir Örlygur Sturluson og Logi Gunnarsson og Keflvíkingamir Sæmundur Oddsson, Jón N. Hafsteinsson, Davíð Jónsson og Magnús Þ. Gunnarsson. Þá hefur einnig verið valið U-80 landslið sem keppir í Evrópu- keppni U-80 liða í Svíþjóð 2-8. ágúst en í því liði em 8 Suður- nesjamenn því auk Grindvík- inganna Guðlaugs Eyjólfssonar og Mortens Þórs Szmiedowics leika einnig með því liði ofan- greindir leikmenn U-81 liðinu utan Magnús Þ. Gunnarssonar sem bíður með skóna tilbúna verði einhver fyrir skakkaföll- um. Eins og áður sagði er Frið- rik Ingi Rúnarsson, Njarðvík- ingur og nýráðinn landsliðs- þjálfari karla, þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfari er Ingi Þór Steinþórsson nýráðinn þjálfari meistaraflokks KR. 14 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.