Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 22.07.1999, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 22.07.1999, Blaðsíða 11
Fyrstu vidskiptavinir Bílasölunnar Brófinni voru leystir út með blómum. Þeir voru Erla Fanney Sigurbergsdóttir, sem eignaðist rauðan Chryster Stratus og Kolbrún Björgvinsdóttir sem keypti sér gráan Peugeot 206 og eru hér i félagsskap Magnúsar Jóhannes- sonar. eiganda bílasölunnar. Nýr bílasali í Grófina Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastóri Softa og Þórður Guðmunds- son, framkv.stj. rekstrarsviðs Landsvirkjunar. Landsvirkjun kaupir af Softa eltf. Nýr rekstraraðili, Magnús Jó- hannesson, hefur tekið við rekstri BG-bílasölunnar í Grófinni og nefnist hún nú Bílasalan Grófinni og var opnuð föstudaginn 16. júlí síðastliðinn. „Eg hef fylgst með bflasölugeiranum undan- farin ár og tel rétta tfmann vera kontinn til að leggja fjár- magn og tíma í hann. Bflasal- an Grófinni er með umboð fyrir gæðabifreiðamar Musso, Korando, Porche, Alfa Romeo, Ferrari,Chrysler, Dodge, Jeep, Peugeot, Fiat, Suzuki, Iveco, Kia og Da- ewoo auk þess sem við bjóð- um upp á sölu notaðra bif- reiða. Eg neita því ekki að ég er spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að takast á við samkeppnisaðilana hér á Suð- umesjum. Grindvík- ingar ráða menningar- fulltrúa Dr. Guðmundur Emilsson var í gær ráðinn menningarfulltrúi Grindvíkinga en hann mun jafnframt verða skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur og annast yfirstjóm kirkjutónlist- ar og störf kantórs. Guðmund- ur er fjölmenntaður listamað- ur með víðtæka reynslu af stjómunarstörfum og þekktur fyrir störf sín bæði hérlendis og erlendis. Ráðning menn- ingarfulltrúa nú og ráðning ferðamála- og markaðsfulltrúa fyrir skömrnu er hluti af markvissri stefnu bæjaryfir- valda að gera Grindavfk að fjölskylduvænum bæ sem byggir á sjávarútvegi, ferða- þjónustu og víðtækum upp- byggingarmöguleikum mann- lífsins í tengslum við jarðhita- svæðin. Lúðuþjófnaðar- faraldur? í kjölfar skrifa VF um lúðu- fundinní Grindavík hafði Sigur- laug Tryggvadóttir, umsjónar- maður kirkjugarðsins á Stað samband og sagði staðsetningu fundarms í fréttinni alls ekki rétta. ,Jig fann lúðumar í rusla- tunnu við kirkjugarðinn á Stað. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa aðkomunni. Þær voru þama fjórar bundnar saman og svo illa útlítandi að ég sá ekki einu sinni hvaða fiskur þetta var. Maðurinn minn kippti af þeim einu merkinu og þannig þekktust þær. Mér finnst alvar- legt að henda þessu við kirkju- garðinn enda heilagur reitur í augum flestra." Vekur staðsetn- ing fundarins upp þá spumingu hjá VF hvort fleiri hafi verið að verki við lúðuþjófnaðinn eða óskyldir aðilar þama á ferð. Softa ehf. í Keflavík og Landsvirkjun undirrituðu í síðustu viku samning unt um kaup Landsvirkjunar á við- halds- og verkstjórnarkerfi Softa ehf., DMM. Kerfið verður sett upp í Blönduvirkj- un, Kröflu og Laxárvirkjun og tekið í notkun fyrir 1. ágúst 1999. Hjá Softa ehf. starfa 8 manns við að þróa og markaðssetja hugbúnaðarlausnir og meðal verka fyrirtækisins eru við- haldskerfið DMM sem þróað var fyrir Hitaveitu Suðumesja og áætlanakerfið Keilir sem þróað var í samvinnu við Raf- magnsveitur ríkisins. FLUGMALASTJORNIN KEFLAVÍKURFLUGVELLI Atvinna Skrifstofustarf til næstu 6-12 mánaða er laust til umsóknar. Góð tölvukunnótta er nauðsynleg. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf um miðjan ógúst mónuð. Laun samkvæmt, kjarasamningi Félags flugmólastarfsmanna ríkisins. Nónari upplýsingar um starfið eru veittar óskrifstofu Flugmólastjórnar i Flugstöð Leifs Eiríkssonar og i síma 425 0600 Flugvallarstjórinn ó Keflavíkurflugvelli Björn Ingi Knútsson Astkær eiginkona mín, módir okkar, tengdamódir og amma Heidur Gudmundsdóttir Fagragardi 8, Keflavík lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur iaugardaginn 10. júlí. Útförin hefur farid fram í kyrrþey Skjöldur Þorláksson, Sólveig Skjaldardóttir, Rúnar ingibergsson, Arnar Skjaldarson, Sigrídur Þormar Vigfúsdóttir, Gudbjörg Skjaldardóttir og barnabörn Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu vid andlát og útför drengsins okkar Jóns Freys Óskarssonar Valborg Jónsdóttir, Högni Jensson, systkin, mágar, mágkonur og systkinabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við útför eiginmanns míns, föður og afa. Gudjóns Jósefs Borgarssonar Sérstakar þakkir til bræðranna í Nirði, KKKK, Karlakórs Keflavíkur, starfsfólks Hitaveitu Suðurnesja, einnig undirleikurum og stjórnanda. Guð blessi ykkur öll, Lúlla Kristín og börnin Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.