Víkurfréttir - 19.08.1999, Blaðsíða 11
Súludans í „Súlubyggð“ og sportbar:
Mikil umræða hefur
verið um fvrir-
hugaða opnun
skemmtistaðarins
Casino sem gert er ráð fvrir
að hefji störf innan skamms
tíma. VF fór og ræddi við
rekstraraðila Casino, Jón
M. Harðarson, og spurði
hann spjörunum úr.
„Casino verður tvískiptur
staður, annars vegar Sportbar
og hins vegar erótískur dans-
staður. Eg vissi svo sem alveg
að einhverjir myndu fá fyrir
brjóstið við opnun skemmti-
staðar hér í Kellavík sem byði
upp að erótískan dans og mála
skrattann á vegginn. Ég vil
því benda á að nektardans er
ekkert nýtt fyrirbæri á íslandi
og ef ég man rétt þá hófst
þetta hjá félagasamtökum og
íþróttafélögum fyrir 15 árum
síðan, í góðgerðarskyni allt
saman. Þá finnst mér leiðin-
legt hve fólk einblínir á
dansinn því við höfum lagt
mikið í Sportbarinn og með
tilkomu hans er loksins
kominn úrvalsaðstaða þar sem
íþróttaáhugamenn geta safnast
saman og fylgst með því hels-
ta sem er að gerast í íþrótt-
unum."
Nú hafa margir haft á orði
að á nektardansstöðum fylgi
fíkniefni og vændi. Hvað
finnst þér um þennan
málflutning?
,JEg get ekki séð neinn mun á
þessum stað og öðrum
skemmtistöðum í Reykja-
nesbæ. Ég held að flestir viti
ekki hve rnikið ntál er að opna
skemmtistað. Gerðar em mik-
lar kröfúr til aðbúnaðar. hrein-
lætis og öryggis auk þess sem
viðamikið opinbert eftirlit er
með starfsseminni og ég geri
mér fullkomlega Ijóst að komi
eitthvað upp á get ég misst
starfsleyfið“.
HEILSUHORN VÍKURFRÉTTA
að hafa allir heyrt
þessa setningu ein-
hvern tímann. „Þú
ert það sem þú borð-
ar.“ Jú, það er mikið til í
þessari setningu. Ef meiri
orka í matnum en líkam-
inn þarf á að halda er
hætta á að kílóunum fjölgi.
Sumir svelta sig þegar
þeim líður illa en aðrir
leggjast í át.
Raunhæf meðferð við offitu
er fyrst og fremst að minnka
orkuneysluna og auka hreyf-
inguna og kalla fram meiri
brennslu í líkamanum. Fæð-
ið skiptir miklu ntáli. Það
þarf að velja fitulitlar afurðir.
borða vel af grænmeti og
ávöxtum. auka neyslu á
trefjaríkum mat og drekka
vel af vatni (minnst 8 glös á
dag).
Konur mega halda sig við
1200 he en karlar 1500 heef
um offituvandamál er að
ræða.
Ef orkuneyslan fer niður fyr-
ir 1000 he getur viðkomandi
átt í hættu að fá ekki nægi-
lega mikið magn af vítamin-
um og steinefnum auk |ress
sem maður fier fljótt aftur
þau kíló til baka á líkamann
sem hurl'u í sveltinu.
Áætluð meðalorkuþörf:
Aldur Karlar Konur
Ár kkal/daa kkal/ dag
11-14 2350 2000
15-18 2750 2150
19-30 2800 2050
31-60 2700 2000
61-75 2300 1850
yfir 75 2000 1700
Nokkur hollráð:
Reyndu að breyta mataræði
þínu smátt og smátt með því
að lesa utan á vöruna og
velja magrari vöru.
Dæmi um mjólkurvörur
(miðað við 100 g.)
Rjómi inniheldur 36g fitu en
kaffirjómi aðeins 12g fitu.
Nýmjólk inniheldur4g al'
fitu en undarenna aðeins
O.lgfitu.
Svo er það smjörið sem við
smyrjum liolla grófa brauðið
með , það er líka misfeitt t.d
inniheldur Klípa 27% fitu
svo er hægt að fá viðbit með
40% og 80% fitu, reynum
að velja eitthvað fitulítið eða
smyrjum brauðið með
smurosti sem inniheldur 6%
fitu þá erum við í góðum
málum.
Anna Sigríður
Jóhannesdóttir
matreiðslumaður og
þolfimileiðbeinandi
Sími 421-3382
KJÚKLINGABAUNIR
PUMATE SANREMO
ÍTALSKUR RÉTTUR
250 gr .þurrkaöar kjúklinga-
baunir
2 msk ólífuolía
1 stór skarlottulaukur
100 gr. sólþurrkafíir Pumate
Sanremo tómatar
1,112 dl. kaffirjómi
2 msk. Balsamedik
n tsk. Herbamere jurtasalt
k tsk nýmalaður pipar
1,1/4 tsk. Majoran
AÐFERÐ:
Leggið baunimar í bleyti í
12-18 klst. Hellið vatninu af
og sjóðið þær í ríflegu vatni
við vægan hita í 70 mín.
Saxið laukinn og steikið þar
til hann er glær. Stráið saíti
og pipar yfir. Bætið tómöt-
um. kaffirjónia, ediki og
marjorani á pönnuna og látið
suðuna koma upp. Sjóðið
við vægan hita í 5 mínútur
eða þar til sósan þykknar
eilítið. Bætið kjúklingabaun-
unum út í og látið hitna í
gegn.
Gott að bera fram tneð hýð-
ishrísgrjónum, brauði og sal-
ati.
Vöpu- og fypirtækjasýn-
ing í Reykjanesbæ
Vöru- og fyrirtækja-
sýning verður í
göngugötunni í
Kjarna í Reykja-
nesbæ nk. miövikudag 25.
ágúst. Ráðherrar og for-
ráðainenn Framsóknar-
flokksins munu enda Suð-
urnesjayfirreið sína með
heimsókn á sýninguna til að
kvnna sér atvinnulífið á
svæðinu en sýningin verður
öllum opin.
Að sögn Ólafs Kjartanssonar,
framkvæmdastjóra MOA,
Markaðs- og atvinnumála-
skrifstofu Reykjanesbæjar
hafa þegar á þriðja tug
fyrirtækja lilkynnt þátttöku í
sýningunni en enn er tfmi
fyrir fyrirtæki á svæðinu til að
skrá sig á sýninguna. Fyrir-
tæki úr öllum greinum
atvinnulífs hafa skráð sig til
þátttöku, úr smáiðnaði. mat-
vælaiðnaði, margmiðlun og
þjónustu og fleiru.
Kjólará kr. 5.000.-
Kvenskórkr. 4.900.-
Kvenbuxurkr. 3.000.-
Dragtir frá kr. 14.900. -
Jakkaföt frá kr. 16.900. -
Stakir jakkar frá kr. 6.900. -
OPIÐ
LAU6ARDA6A 11-11
PERSÓHA
Túngotu 18 ■ Kefhvílc ■ sími 4215099
Nýtt kortatímabil - Raðgreiðslur Visa/Euro
Auglýsingasíminn
er 421 4717
Víkurfréttir
II