Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 19.08.1999, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 19.08.1999, Blaðsíða 19
* ■;" -y&iÍiPJAri&zWk Þórarinn „bjargvættur“ Kristjánsson átti góðan þátt í jötnunarmarki Keflavíkur í leiknum gegn Leiftri um síðustu helgi. VF-mynd: Stebbi í Reis: Go-Cart braut Njarðvíkingurinn Stefán Guð- mundsson, Stebbi f Reis ehf., læt- ur sér ekki margt fyrir brjósti brenna og er staðráðinn í að bygg- ja glæsilega Co-Cart braut og læt- ur sig jafnframt dreyma um fjöl- skyldugarð og tívolí á sama stað, A fundi Skipulags- og byggingar- nefndar Reykjanesbæjar þann 29. júlí sl. var umsókn hans um lóð sunnan Aðalgötu og ofan Iðavalla hafnað en samþykkt að skoða önnur svæði undir starfssemina. ,£g er búinn að ganga með þetta í maganum í rúmlega 2 ár og tel mig hafa reiknað dæmið til enda. Við erum að tala uni 10-15 þús- und fermetra lóð og u.þ.b. 300 400 metra braut. fermetra húsnæði og geri ég ráð fyrir að uppsetningarkostnaður verði á milli 20-30 milljónir. Ná- lægð við Reykjanesbrautina er nauðsynleg svo auðvelt verði fyrir höfuðborgarbúa að rata á svæðið. Pá er einnig nauðsynlegt að vera eins nálægt íbúðarbyggðinni og hávaðamengunarákvæði gera mögulegt þannig að fólk geti jafn- vel komið fótgangandi á staðinn. Svæðið sem ég óskaði eftir er óræktað en skammt frá tveimur knattspymuvöllum Keflvíkinga. Þarna tel ég bæjarstjórn gefast kjörið tækifæri til að fegra svæðið auk þess sem bænum myndu ber- ast umtalsverðar tekjur vegna framkvæmdanna og rekstursins. Engin rök fylgdu höfnun Skipu- lags- og bygginganráðs og bíð ég þess að fá nánari skýringar á mál- inu“ sagði Stefán hress í bragði að vanda. Ami Stefánsson, formaður Skipu- lags- og byggingamefndar, sagði samning bæjarfélagsins við Utan- ríkisráðuneyti valda því að óheimilt væri aðúthluta lóðum þarna undir starfsemi þar sem fjöldi fólks safnaðist saman. Astæða þess væri nálægðin við flugvöllinn. Vtð emm þó alls ekki mótfallnir hugmyndinn sem slíkri og tilbúnir til að skoða aðra stað- setningu með Stefáni.” i Vífiismenn þunfa að i snúa bökum saman I Garðbúar sóttu ekki stig í Arbæ- I inn síðasta fostudag, töpuðu 2-0 I gegn toppliðinu, og annar tap- I leikur liðsins í röð staðreynd. I Víðisntenn, sem sátu á toppi I deildarinnar í upphafi leiktíðar. verða hreinlega að taka stig I gegn FH í Garðinunt í kvöld I ætli þeir að halda sig af fall- I svæðinu. Leikurinn í kvöld hefst I kl. 19. I I Koma betri til baka í Grindavík hefur nokkuð borið á óánægju vegna fjölda útlendinga í leikmannahópnum. Óánægðir grindvískir knattspymuáhugamenn mega þó ekki gleyma að bestu leikmennimir hverju sinni skipa liðið og ungir leikmenn sem sækja leikreynslu annað koma oftast betri til baka og þá mögulega tilbúnir í slaginn í efstu deild. Úrslitakeppnin hefst á laugardag Njarðvíkingar hefja þáttöku sína í 8 liða úrslitum gegn Þrótti Nes- kaupsstað í Njarðvík en Reynis- menn þurfa að fara á Egilstaði og leika þar gegn sameiginlegu liði Hattar og Hugins. Báðir leikimir hefjast kl. 14. Njarðvíkingar hafa oftar en ekki þurft að bíta í það súra epli að verða slegnir út í 8 liða úrslitum eftir að hafa unnið riðil sinn með glæsibrag og for- vitnilegt að sjá hvort heimamenn mæti til leiks og styðji sína menn til dáða að þessu sinni. FÓTBOLTI ••••••••••••••••• Taplausir í seinni umferð ■ Keflvíkingar hafa leikið í sein- ni umferð Landssímadeildarinnar eins og menn bjuggust við að þeir gerðu í upphafi leiktíðar. Þeir era taplausir með 8 stig eftir 4 leiki. Þeir hafa þó þurft á brattann að sækja í síðustu tveimur leikjum en náð jafntefli eftir að hafa verið tveimur mörkum undir. Fádæma klaufaskapur í vörninni ■ Keflvíkingargerðu 2-2 jafntefli við Leiftursmenn í leik sem ein- kenndist af frábærri markvörslu Jens Martins Knudsen, markvarð- ar Leiftursmanna, og fádæma klaufaskap Keflavíkurvamarinn- ar. Kjartan Másson blés til sóknar og beitti leikaðferðinni 3-4-3 með bakvarðarígildin Snorra Má Jóns- son og Hjört Fjeldsted í hlutverk- um vængmanna. Leiftursmenn mættu þessu með 4-5-1 uppstill- ingu og höfðu Alexander Santos einan frammi. Gegn gangi leiks- ins skoraði Santos tvö fyrstu mörk leiksins og er hælspymu- stoðsending Gests Gylfasonar á Santos jafnminnistæð og klobba- mark hans í bikarúrslitaleiknum 1998, þó ekki fylgi henni jafn- skemmtileg tilfinning. Mássoninn setti Rút Snorrason inn fyrir Hjört á 54. mínútu og skoraði Zoran Lubicic á sömu mínútu gott mark með skalla eftir auka- spymu Snorra Más sem yftrgaf völlinn á 61. mínútu fy rir Jóhann Benediktsson sem gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn áður en mínútan var liðin. Fast skot hans átti viðkomu í hægra fæti Þórar- ins Kristjánssonar og var markið skráð á bjargvættinn. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér þrjú stig en markverðimir beggja megin reyndust ofjarlar sóknar- mannanna og því fór sem fór. Fáar sóknir gegn toppliði KR ■ Grindvíkingar töpuðu 2-1 gegn KR í Frostaskjólinu og áttu löng- um erfitt uppdráttar gegn toppliði Landssímadeildarinnar. Vöm Grindvíkinga var sterk en langt er síðan Albert Sævarsson hefur lát- ið klobba sig f úthlaupi en þannig tókst Bjarka Gunnlaugssyni að skora sigurmarkið að þessu sinni. Átta lið berjast enn um Evrópusæti ■ Neðstu lið Landssímadeildar- innar eiga enn möguleika á Evr- ópusæti þó vissulega séu mögu- leikar IA mestir (17 stig eftir 13 leiki) og Víkinga minnstir (10 stig/13 leikir). Grindvíkingar era komnir í botn- baráttuna eftir ósigurinn gegn toppliði KR á meðan Keflvflcing- ar lúra í 6. sæti rétt fyrir ofan botnliðin. I Grindavík er engin ástæða til örvæntingar því þeir era búnir með toppliðin í seinni umferðinni og eiga eftir að fá Vfldnga, Skagamenn og Vals- menn í heimsókn til Grindavíkur en útileikimir era gegn Keflavík og Leiftri. Keflvíkingar enda aftur j á móti á toppliðunum og eiga að auki eftir heimsókn í Kópavog- inn. Bæði lið verða þó að hafa stig heim úr næstu umferð en þá fá Grindvíkingar Vflcinga í heim- sókn á meðan Keflvíkingar mæta j Valsmönnum að Hlíðarenda. Landsbankinn og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur Körfuboltaskóli Þjálfarar: Sigurður Ingimundarsson, Guðbrandur J. Stefánsson, Jón Guðbrandsson. Gestajpjálfarar: Chianti Roberts, Leikm. mfl. ka., Leikm. mfl. kv. í íþróttahúsi Keflavíkur 23.- 27. ágúst 9 ára og yngri, fædd '90 og siðar verða frákl. 10-11. Verðkr. 1000.- 10-12 ára fædd '87-'88 og '89 verða frá kl. 11-13. Verð kr. 2000. - 13-15 ára fædd '84-'85 og '86 verða frá kl. 13-15. Verð kr. 3000. - Innritun fer fram á staðnum Mætið tímanlega KKDK Víkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.