Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 12.11.1999, Síða 2

Víkurfréttir - 12.11.1999, Síða 2
VwS meóhressumtengdadætrumj Helga Sigurðardóttir, ein tengdadætranna t| er mikill „fjörkálfur" sá um að halda uppi stuði og fjöri í ferðinni. Heiða Hannesar farið ut að borða í Orlando með þær gömlu. Þessi stóri ísréttur toppaði hins vegar allt! Bjarnheiður Hannesdóttir, - eða Heiða Hannesar eins og langflestir Suðurnesjamenn þekkja hana, fékk aldeilis skemnitilega afmælisgjöf frá tengdadætrum sínum og sonum, - vikuferð til Florida og auðvitað með tengdadætrunum átta að tölu. Heiða verður sjötug í janúar árið 2000 og ætluðu tengdadætumar að fara þá með hana en sá tími hentaði illa og því var ákveðið að fara nú í haust. Þegar tengdadælumar voru að spyrja Heiðu hvað hún vildi gera í tilefni stór- afmælisins sagði hún eins og alltaf, „ekki neitt“ en þær tóku það ekki í mál og úr því hún vildi ekki slá upp veislu var pöntuð Ameríkuferð og var haldið af stað 21 .okt.s.l. „Ekkert múður Heiða mín, þú kemur með okkur”, fékk hún að heyra hjá dætrunum sem em flestar með munninn fyrir neðan nefið. Kiddi borgarstjóri Þegar til Orlando var komið tóku „Dropahjónirí' úr Keflavík þau Jóna Gunnarsdóttir og Kristinn Guð- mundsson við hópnum. Hann er oft nefndur borgarstjórinn í Ventura sem er nokkurs konar Suðurnesjanýlenda í Orlando. Kiddi á þar hús ásamt mörg- um Suðurnesjamönnum og unir hag sínum þar vel. Einhver sagði að Kiddi gæti ekki verið aðgerðalaus og það er nokkuð mikið til í því og margir Suðumesjamenn hafa notið velvildar hans og hjálpsemi. Heiða, systir hennar og tengdadætur fóru að sjálfsögðu í þann flokk sem Kidda þykir skemmti- legt að hjálpa. Hann tók á móti þeim á flugvellinum og lóðsaði þeim til Kissimee þar sem kvenfólkið frá Keflavík ætlaði að gista. Þær voru sarnan í stómm bíl en Kiddi ók á undan þeim á áfangastað. Áður en lagt var af stað lét hann þær hafa talstöð svo þær gætu verið í sambandi við hann ef þær myndu týna honum í umferðinni á leiðinni. „Hann Kiddi er ekkert venju- legur“, sögðu tengdadætumar. Orð að sönnu, nokkuð sem reyndar mjög margir Suðumesjamenn vita eftir ára- tuga Dropa-starfsemi í Keflavfk. Ógleymanleg ferð Bjamheiður segist ekki hafa ætlað að vilja fara með tengdadætrunum í upp- hafi, því hún vilji ekki láta hafa neitt fyrir sér. „En þeim langaði öllum að fá mig með sér til Flórída og það endaði með því að ég fór“, segir Bjamheiður og bætir við að ferðin hafi verið ógleymanleg. „Mér fannst alveg of- boðslega gaman að vera með þeini öll-

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.