Víkurfréttir - 12.11.1999, Blaðsíða 3
Orlando
Heiða verður sjötug í
janúar næstkomandi. Hér
sjáum uið hana uppdress-
aða og flotta í Ameríku!
Kvennahópurinn saman kominn með „hreppsstjóranum“ Kristni Guðmundssyni uið komuna til Orlando. F.v. Hauöu
(eiginkona Hermanns Ragnars), Guðrún (eiginkona Ragnars), Suava systir Heiðu, Sigrún (eiginkona Guðmundar)
Valdís (eiginkona Sigurðar), María (eiginkona Unnars), Jóna Gunnnarsdóttir, eiginkona Kristins „hreppstjóra",
Halldóra (eiginkona Hannesar), Heiða, Ragnhildur (eiginkona Jónasar) og Helga (eiginkona Halldórs).
Hópurinn bjó
í giæsilegu
tveggia bffloa
húsi í
Kissimee,
skammt fra
Oisney
garðinum.
um og þær sýndu mér svo mikla hugul-
semi að bjóða mér í þessa ferð.“
„Stelpurnar
keyptu einu
sinni handa
mér rjómatertu
og kanilsnúða,
sem eru í uppá-
haldi hjá mér.“
Var eins og prímadonna
Systir Bjamheiðar, Svava Hannesdóttir
sem er 85 ára gömul, kom líka með í
ferðina, þannig að þær voru tíu saman á
ferð á flugi. Bjamheiður segir ferðina
hafa gengið alveg ótrúlega vel en þær
ferðuðust um á stórum bíl og villtust
aldrei. „Við bjuggum í yndislegu húsi
og á morgnana settist ég oft út á verönd
á náttkjólnum. Stelpumar færðu okkur
systrunum þá morgunmatinn út og
hugsuðu í alla staði vel um okkur. Ég
var alveg eins og prímadonna alla ferð-
ina. Þær eru allar saman alveg yndis-
legar”, segir Bjamheiður. Henni finnst
sem ferðin hafi einnig fært þær allar
nær hvor annarri. „Þetta var alveg sér-
stakt, í svona ferð kynnist maður á allt
annan hátt.“
Gaman að koma til Flórída
Gestrisni Kidda í Dropanum og Jónu
Gunnarsdóttur, eiginkonu hans, gerði
Bjarnheiði ferðina ekki síður eftir-
minnilega. „Það var alveg frábært að
koma til Kidda og Jónu. Þau tóku svo
vel á nióti okkur og fylgdu okkur út um
allt. En ætlar Bjarnheiður að fara til
Flórída að ári? „Mér finnst voðalega
gaman að koma til Flórída, en ég fór á
síðasta ári þangað í heimsókn til Ragn-
heiðar Ragnarsdóttur, sem er elsta
ömmubamið mitt. Það getur vel verið
að ég fari aftur“, segir Bjamheiður að
lokum.
Kanilsnúðar í uppáhaldi
Bjarnheiður viðurkennir að margt
spaugilegt hafi komið uppá í ferðinni,
t.d. jtegar þær fóra saman út að versla
og risastórar nærbuxur fóra óvart í inn-
kaupapokann þeirra. Hún segir að þær
hafi oft farið út að borða og á kaffthús.
Bjarnheiður vill þakka
tengdadætrum sínum og
sonum þessa óleymanlegu
ferð, sem hún minnist svo
lengi sem hún lifir.
I—'~ W~l
j
}
WJ
L Éá UbV l