Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 12.11.1999, Page 8

Víkurfréttir - 12.11.1999, Page 8
Jakob Hermannsson, eða Kobbi íTöff, er aðeins 23 ára gamall og á nú þegar tvö fyrirtæki sem hann rekur með myndarbrag. Herrafataverslunina Töff á Hafnargötu opnaði hann fyrir tveimur árum síðan og fyrir nokkrum mánuðum opnaði hann glæsilegan veitingastað, Mamma Mía við Vatnsnestorg, ásamt foreldrum sínum og unnustu. Þar fær maður bestu pizzurnar í bænum, að hans sögn. Kobbi á sér líka leyndarmál, hann var nefnilega blaðamaður hjá hinu alræmda dagblaði Pokahorninu í Innri- Njarðvík aðeins átta ára gamall. Viðskipti & atvinnulíf JAKOB HERMANNSSON Úr Innri Njarövík Kobbi er úr Innri Njarð- víkunum og foreldrar hans eru Hemiann Guðjónsson og Olína Haraldsdóttir, dóttir Kobba „í skólanum”. Hann flutti úr Njarðvfkunum í nokkur ár en hefur nú snúið aftur í sveitina. Kobbi er í sambúð með Lauf- eyju Bjamadóttur og þau eiga tvær dætur, Maríu Báru og Ólínu Emu. Hætti í skóla Kobbi segist hafa verið einn af villingunum í Njarðvíkur- skóla og hætti fljótlega í skóla eftir að skyldunámi lauk. „Eg ætlaði að rífa mig upp þegar ég var 18 ára og fara aftur í skóla, en það var allt of erfitt að vera peningalaus. Eg byrjaði að vinna þegar ég var 11 ára gamall og var vanur því að eiga peninga. Nú er draum- urinn að komast í skóla aftur. Eg gæti farið í fjamám og lært á kvöldin en ég er svolítið hræddur við að hafa mig af stað. Kannski vegna þess að ég er hræddur við að klúðra því sem ég gat vel gert áður.” Byrjaði sem pokatæknir í Hagkaup Jakob hóf starfsferil sinn í Hagkaup 11 ára gamall og

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.