Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.11.1999, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 12.11.1999, Blaðsíða 12
FJARMALIN FYRIR HELGINA Er það gamaldags hugsunarháttur að skulda sem minnst? í síðasta blaði hófum við að skrifa um fjármál fjölskyld- unnar. Þá skrifaöi Una Steinsdóttir í íslandsbanka um bestu leiðirtil að verja tveggja milljóna lottó- vinning. Geirmundi Kristinssyni sparisjóösstjóra var fengið það verkefni að svara spurningunni: Er það gamaldags hugsanaháttur að skulda sem minnst? Á síðustu misserum hefur framboð af lánsfé verið mikið, og vaxtakjör hagstæðari en oft áður. Þess vegna hafa skotið upp kollinum vangaveltur um það bæði hjá fólki sem á skuldlitlar eignir, og einnig hjá þeim sem eru að setja sér markmið til framtíðar hvort ekki væri hagstætt að veðsetja eignir sínar fyrir (viðbótar)- lánum sem hægt væri að nota t.d. til bílakaupa, hlutafjár- kaupa eða til ávöxtunar á annan hátt. Til þess að svara þessari spumingu þarf bæði að líta til baka og EINNIG aðgæta ýmsa þætti í nútímanum. Eins og fram hefur komið í miklum umræðum um bankamál á síðustu mánuðum, eru menn sammála um að fjármagns- markaðurinn sé að vissu leyti vanþróaður, enda mjög ungur að ámm. Aftur á móti er þróaður fjármagnsmarkaður til á Islandi og tengist hann beint þeirri spumingu sem fram er varpað, en þar á ég við að koma þaki yfir höfuðið á sér. Islendingar hafa nokkuð langa reynslu af því að byggja sín eigin hús miðað við þær aðstæður sem em í okkar landi, en þær em sérstaklega vegna veðurfars nokkuð aðrar hér en annars staðar. Það hefur því verið metnaður okkar að skapa fjölskyldunni ömggt húsaskjól og tryggja ÞAR MEÐ framtíð hennar. Þessar framkvæmdir hafa að sjálfsögðu kallað á skuldir á byggingartímanum eðavið kaup, en þeir sem ekki hafa orðið fyrir óvæntum áföllum hefur tekist að leggja þær að baki upp úr miðjum aldri. Erlendis kann þessi fram- gangsmáti að þykja nokkuð fmmstæður, þar sem jafnvel tvær eða þrjár kynslóðir greiða húseignir, en sterkur kaup- leigumarkaður og almennur leigumarkaður þrífst þar víða vel í skjóli fjársterkra aðila. Hér á landi er að minnsta kosti ekki enn nema sýnishom af slíku þótt ýmislegt hafi verið gert í þessa átt. Þess vegna held ég að svipaður framgang- ur á því að skapa fjölskyld- unni ömggt húsaskjól, verði áfram sá sami um hríð. En snúum okkur þá að spum- ingunni. I nútíma þjóðfélagi eru gerðar meiri kröfur en að koma þaki yfir höfuð sér. Bíllinn er orðinn nauðsynlegur á hverju heimili, ferðalög orðin snar þáttur í lífi fólks og hvers konar aðrar þarfir. Þessi viðbótarútgjöld við það sem ég áður rakti, að eignast hús- næði, geta verið þungur baggi fýrir heimilið að bera. Enda hefur almennur spamaður minnkað verulega á síðustu missemm. Vaknar þá spum- ingin um hvort veðsetja eigi fasteignina fyrir láni til að nota í kaup á lausafjármunum eða aðra eyðslu. Eg segi hik- laust nei. I dag em aðrar leiðir til fjármögnunar slíkra hluta sem of langt mál væri upp að telja, en fjármögnunarleigur gegna stærsta hlutverkinu á þeim vettvangi. Aftur á móti finnst mér ekki óeðilegt að veðsetja eignina ef um viðhald, viðbyggingu eða jafnvel um kaup á sumarhúsi væri að ræða. Eins og að framan greinir er ég í gmnd- vallaratriðum mótfallinn að athvarf fjölskyldunnar verði lagt að veði fyrir lánum jafn- vel þótt skuldlítið sé til að tryggja öryggi heimilisins, um leið og ég bendi á að skuld- ugur maður er ófrjáls maður. Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri. Hreinsun á fatnaði og gardínum ásamt þvott og stífingum á heimilisdúkum. Útleiga á dúkum og servíettum. ATH! Allur fatnaður hjá okkur er hreinsaður með viðurkenndum efnum sem gefa ENGA LYKT af sér. ? I • • m Hafnargötu 30 Keflavfk s. 421-3555 Senn líður að jólum! Tímapantanir i síma 421 4848 HARSNYRTISTOFAN VATNSNESTORGI • SIMI 421 4848

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.