Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 13

Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 13
Sandgerðingurinn Freyja Sigurðardóttir gerði sér lítið fyrir um helgina og sigraði Fitness 99 í Laugardalshöll. Keppnin var hörð og áhorfendur flykktust á keppnina til að sjá afreksfólkið hnykkla vöðvana og taka á því í þrautunum. Gunnar Benediktsson var annar tveggja keppenda af Suðurnesjum og náði hann fjórða sæti í karlaflokki, sem er mjög góður árangur. Strangt prógramm Ragnar Hafsteinsson, einkaþjálfari hjá Lífsstíl, sá alveg um þjálfun Freyju fyrir keppnina. „Hann útbjó matar- og lyft- ingarprógramm fyrir mig og þaö tók á skapið aö fara eftir því. Eg var alveg búin eftir þetta", segir Freyja og bætir viö að hún hafi aö sjálfsögöu ekki fengið aö boröa neitt sæl- gæti. Vann allar þrautirnar „Keppnin sjálf var alveg rosalega skemmtileg. Eg haföi aldrei prófaö þessar þrautabrautir áöur svo ég haföi bara gaman af þessu." Freyja geröi sér lítið fyrir og vann allar þrautirnar í fyrstu atrennu. En voru hinar stelpurnar þá vel undirbúnar? „Já, ég held þaö. Ég hef hins vegar æft fim- leika frá því ég var 9 ára gömul og tæknin úr fimleikunum nýttist mér vel í keppninni. Á leiö til Finnlands Freyja segist hafa verið aö fara yfir um á stressi vikuna fyr- ir mótiö. Hún segir þaö hafa hjálpað sér mikiö að margir Suöurnesjamenn komu til aö hvetja hana og Gunnar. Freyja uppljóstrar því aö hún sé aö fara til Finnlands nú í mars til aö keppa á Evrópumótinu í Fitness. „Ég fæ tveggja vikna hvíld núna en svo byrja ég aö æfa á fullu fram aö Evrópumótinu”, segir þessi unga afreksmanneskja aö lok- um. Aö ofan: Freyja í tímatökubraut sem oft á tímum reyndist erfiö en stóö ekki í Freyju. Aó neöan: Finnski þátttakandinn í mótinu. Hún stóó sig meö glæsibrag. Ljósmyndir: Lífsstíll lengst til hægri Gunnar

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.