Víkurfréttir - 12.11.1999, Síða 14
Suðumesiafálk í sveitasælunniI
GIITISTSYMI
Björg Ingvarsdóttir flutti
fyrir fjórtán árum upp í sveit
með börnin sín tvö, þau
Höllu Rós, sem nú er 21 árs
og Sölva, sem er 18 ára.
Halla Rós á von á sínu fyrsta
barni. Kærasti hennar er úr
sveitinni og heitir Björgvin
Jóhannesson.
Björg bjó fyrst í Landssveit í
þrjú ár en svo flutti hún að
Laugarvatni og þar kynntist
hún Bjössa sínum. Hann heitir
fuilu nafni Snæbjöm Sigurðs-
son og ólst upp í Efstadal,
Laugardalshreppi en þar búa
þau hjónin núna. Þau eiga
saman Guðrúnu Karítas, 10 ára
og Lindu Dögg, 6 ára. Bjössi á
fyrir Sólrúnu Bimu, 20 ára.
Þau kynntust
í Kaupfélaginu
„Ég kynntist Bjössa þegar ég
vann í Kaupfélaginu á Laugar-
vatni. Hann var alltaf að koma
í búðina,” segir hún og hlær.
“Svo fóruni við að vera saman.
Síðan eru liðin ellefu ár. Við
erum bæði hestaáhugafólk.
Ég held ég hafi fæðst með
hestabakteríu því ég hef alltaf
haft áhuga á þeim. Þegar ég var
yngri fór ég oft til Bjössa Magg
í Tumer og fékk að moka út hjá
honum. I staðinn leyfði hann
mér að fara á hestbak. Svo liðu
árin og maður fór þessa
hefðbundnu leið eins og aðrar
stelpur í Njarðvík. Gifti mig og
eignaðist börn. Eftir að ég
eignaðist annað bamið keypti
ég hest og þá varð ekki aftur
snúið. Þetta var það sem ég
vildi. Ég þráði að komast í
sveit“.
Björg og Bjössi reka kúabú
ásamt því að vera í hrossarækt
og sölu. Þau eru með tæpar
þrjátíu kýr og mjólkurfram-
leiðslan er 110.000 lítrar á ári.
Þau vilja stækka við sig og
auka mjólkurframleiðsluna.
Þau hafa oft fengið verðlaun
fyrir gæðaframleiðslu á mjólk
frá M.B.F. Á síðustu sjö ámm
hafa þau sex sinnum fengið
verðlaun í Nautgriparæktar-
félagi Laugardalshrepps fyrir
bestu mjólkina.
Sveitin er góð
„Mér finnst það algjör forrétt-
indi að fá að búa í sveit. Þó er
mér alltaf jafn hlýtt til Njarð-
víkur og fólksins þar. En það er
yndislegt að ala börn upp í
sveit. Þau fá að kynnast dýr-
unum og tengjast náttúrunni
betur. Við búum svo nálægt
menntasetrinu að Laugarvatni
en þangað hafa börnin okkar
sótt grunnskóla og framhalds-
nám. Dætumar stunda tónlist-
arnám á skólatíma og svo
stunda þær íþróttir á Laugar-
vatni einnig. Ég keyri þær á
æfingar. Á næstu bæjum við
okkur eru krakkar á svipuðum
HJÓNIN Á BÆNUM, BJÖRG 0G BJÖSSI