Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 20

Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 20
MARGRÉT SANDERS Allir eiga sér drauma. Sumir gera draumana aö veruleika en öðrum finnst betra aö halda bara áfram aö láta sig dreyma. Margrét Sanders er ein þeirra sem lét drauminn rætast og flutti, ásamt fjöl- skyldu sinni, til Bandaríkjanna þar sem hún fór í mastersnám í viðskiptum og stjórnun eftir aö hafa starfaö sem kennari í Njarövíkurskóla í 15 ára. Hún sér ekki eftir neinu því hún hefur upp- skorið árangur erfiöis síns og er nú viö stjórnvölinn í gríöarstóru fyrirtæki sem er meö útibú um landið og hefur tengsl um allan heim. Silja Dögg Gunnarsdóttir blaöamaður heimsótti Margréti rigningarkvöld eitt í október til aö forvitnast um ævintýriö í útlöndum og hvaö bjó aö baki þessari stóru ákvöröun. Á útskriftardaginn meíLfjölskyldirnm.T.v. Albert Karl Sanders, Sigríður Friöbertsdóttir, Wlargrét með Siggii litlu, Siguröur eiginmaður Margrétar og Albert Karl yngri, Sígríður Sigurjónsdóttir og Guðni Magnús Sigurðsson foreldrar Sigurðar. |H lfM H ARTS AND 1 Hyg SCtNCES || SCSKCES | I BUSWESS L \V^| KJATE 1 HODRS I COLIiGE il ts. ^ ÍIhH Mi^ ■. ™ Fjölskyldan frá ísafirði Margrét fæddist í Sjálfstæðis- húsinu á Isafirði sem kemur eflaust fáum á óvart því faðir hennar er Albert Karl Sanders, fyrrverandi bæjarstjóri í Njarð- vík. Móðir Margrétar heitir Sigríður Friðbertsdóttir og er ættuð frá Suðureyri við Súg- andafjörð. Margrét var 3 ára þegar fjölskyldan flutti frá Isafirði suður í Njarðvík, þar sem hún hefur búið síðan. Vestfirðirnir hafa þó alltaf skipað stóran sess í lífi hennar því þar býr stór hluti fjölskyldunnar og sem barn og unglingur fór hún oft til Isaf- jarðar á skíði og til að vinna á sumrin. Margrét er gift Sigurði Guðnasyni úr Sandgerði og hann á dóttir af fyrra sambandi sem heitir Sylvía Rós 15 ára. Saman eiga Sigurður og Margrét Albert Karl 11 ára og Sigríði 5 ára. Fór til Frakklands í nám „Ég var í Grunnskóla Njarð- víkur, tók Landspróf í Keflavík og fór í menntadeild í Gagn- fræðaskóla Keflavíkur. Svo var Fjölbrautaskóli Suðurnesja stofnaður og ég útskrifaðist þaðan 1979“. Margrét fór svo í háskóla í Suður-Frakklandi en fann sig ekki í náminu. Hún kom þá aftur til íslands og fór í íþróttkennaraskólanum á Laugarvatni og eftir að hafa lokið prófi þaðan fór hún að kenna íþróttir í Njarðvíkurskóla og þjálfaði nokkra flokka í handbolta, var með leikfimi kvenna og æfði sjálf. „Það var virkilega gaman að kenna íþróttir og það má segja að sólarhringurinn hafi náð saman hjá mér. Ég kom heim seint á kvöldin og helgamar fóru í fjöl- liðamót. Ég fann eftir vissan tíma, að ég var eiginlega búin að fá nóg af íþróttum og fór að kenna bóklegt." Margrét lét ekki þar við sitja og settist á skólabekk í Kennaraháskóla Islands. í einkageiranum skiptir frumkvæði rneira máli Pólitíkin skipaði stóran sess í lífi Margrétar í nokkur ár og hún segist hafa fengið rnikið út úr því starfi og félagslífinu í kringum það. „Einnig þótti mér gaman að kenna í Njarðvíkur- skóla þar sem eru einstaklega gott starfsfólk og góðir félagar. Mér fannst gaman að kenna og á margar góðar minningar þaðan. Þetta varð til þess að ég staldraði við lengur en ég ætlaði.“ Neikvætt viðhorf í þjóðfélaginu gagnvart kennsl- unni og áhugi á að vinna í eink- ageiranum urðu m.a. til þess að hún ákvað að hætta að kenna og fara í frekara nám. „Ég vil nú ráðleggja kennarastéttinni í heild sinni að markaðsetja sig betur. Það er frábært fólk sem er í þessum geira og mikið hugsjónastarf unnið. AI- menningur hefur ekki skilning á þessu og hefur þá skoðun á kennurum að þeir séu eilíft að barma sér yfir lélegum launum. Einnig að kennarar séu alltaf í fríi. Ég ntan nú þegar ég og eiginmaðurinn fórum að búa, þá var hans viðhorf til kennara einmitt þetta en hann skipti nú fljótlega um skoðun þegar hann sá í raun hvemig málum er hát- tað. Kennslan gaf mér þó mjög mikið, ég fann mig vel í henni og hafði metnað að standa mig. Ég bý líka vel af þeirri reynslu sem ég fékk í því starfi. Mér fannst þó vera kominn tími til að breyta til. Ég fann að skipu- lagning og stjórnun hentaði mér vel, og ntér fannst meira spennandi að vinna í eink- ageiranum þar sem fmmkvæði er meira virði." Margrét tók sig því til og ákvað að fara í Master of Business Admini-

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.