Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 26

Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 26
Besti markvörður okkar íslend- inga, Keflvíkingurinn Olafur Gottskálksson, sem hefur verið fastamaður í liði Hibemian und- anfarin tvö ár var óvænt settur á bekkinn í síðustu viku. Olafur, sem á flesta leiki allra íslenskra markvarða að baki með erlendu félagsliði, var að vonum ekki ánægður með þróun mála enda mikill keppnismaður. „Mér var tilkynnt þetta fyrir leikinn gegn Kilmamock um síðustu helgi og þjálfarinn sagði ástæðuna vera að gefa þyrfti varamarkverðinum séns, svona til að halda honum við efnið. Vömin hjá okkur hefur ekki verið upp á sitt besta og þá á ég ekki bara um öftustu línuna heldur vamarleikinn hjá liðinu í heild. Það hefur því verið mikið að gera hjá mér og ég átt marga góða leiki, fengið nóg af skotum á mig og oft þurft að „sveepa“ ntikið fyrir aftan. Með tilliti til frammistöðu mína og stöðu liðs- ins þá er ég mjög hissa á ákvörð- un stjórans, en það er nú oft svo að þegar framkvæmdarstjóri kaupir leikmann þá vill hann sýna vöruna og þarf þá einhver að gjalda fyrir. Það er aðeins þriðjungur búinn af tímabilinu og nægur tími eftir, sérstaklega ef ég verð á bekknum og þarf að berja mig inn í liðið aftur.“ Hi- bemian var Kilmamock 2-0 og „Gottarinn" þarf því mögulega að sitja áfram á bekknum 20. nóvember er liðið mætir stórliði Glasgow Rangers á útivelli. Hi- bemian færði sig upp um 4. sæti í síðasta mánuði, úr 8. sæti í það fjórða. VF bárust í vikunni upplýsingar um beinar út- sendingar sjónvarpstöðvanna á Islandi af leikj- um Landssímadeildar karla á síðasta sumri. Grindvíkingar birtust einu sinni á skjánum, Keflavík tvisvar og Leiftursmenn þrisvar. Samtals sex útsendingar hjá þessum liðum sem er jafnoft og sýnt var frá heimaleikjum KR og íA á heimavelli. islands- og bikarmeistarar KR urðu beinnar útsendingar sjónvarps aðnjótandi 10 sinn- um, IA 9 sinnum og Valur í átta skipti. I sjálfu sér er ekki óeðlilegt að liðin sem ná lengst í íslandsmóti og bikar birtist oftast á skjánum en forsjálir vom þeir sjónvarpsmenn að gera sögulegu fallári Vals- manna svona góð skil, óvart. Sárast er að greiðslur frá UFA, sjónvarpsrétttarhafa Landssímadeildarinnar, ern í samræmi við beinar útsendingar á tímabilinu. Atta sinnum meiri til fall- ista Vals en til Grindavíkur, 30 gegn 19 fyrir höfuð- borgina. Sigur í Jóm- frúarleiknuni Keflvíkingar sigruðu Þróttara frá Reykjavík 3-1 á gervi- grasvellinum í Laugardalnum síðastliðinn þriðjudag. Mörk Keflvíkinga skomðu Þórarinn Kristjánsson, Gunnar Oddsson og Róbert Sigurðsson. "Við hefðum átt að skora 6 mörk til viðbótar" sagði Páll Guðlaugsson þjálfari liðsins sem stjómaði Keflavíkurliðinu þama í fyrsta sinn. Nýir biíningar í Landssímadeildinni KSÍ hefur ákveðið að á næsta sumri verði allir leikmenn Landssímadeildar karla í knattspymu með skímamafn sitt á bakinu. Jafnframt mun verða tekið upp fastnúmerakerfi með tölum frá 1-30. Netlang íþrótta: pket@vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.