Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 09.12.1999, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 09.12.1999, Blaðsíða 23
r Eru frjálsar úti í kuldanum hjá IRB? -spyr Hilmar Jónsson, formaður Eldeyjar Fijálsar íþróttir hafa ekki verið stundaðar um nokkurra ára skeið á Suðurnesjum. Þó er ekki þar með sagt að áhuginn sé ekki fyrir hendi en frjálsí- þróttanámskeið bamastúkunn- ar hafa verið vel sótt. Árið 1997 sótti Hilmar Jóns- son um að ganga inn í íþrótta- bandalag Reykjanesbæjar með Iþróttafélag Nýársstjömunnar, sem er bamastúka. Um tíma var deilt um nafn á félaginu því það þótti of líkt nafni Stjömunnar í Garðabæ. Nafn- inu var því breytt í Eldey. Þann 20. mars 1999 tilkynnti Hjálmar Arnason, þáverandi formaður Í.R.B., niðurstöðu Í.S.Í. Niðurstaðan var sú að nauðsynlegt væri að breyta lögum félagsins lítilsháttar. Þegar því væri lokið yrði fé- lagið samþykkt sem aðili að I.R.B. Endanleg staðfesting frá Í.S.Í. barst I.R.B. þann 24. septem- ber um að lög hins nýja félags væru í fullu samræmi við lög Í.S.Í. Þrátt fyrir það hafa for- svarsmenn Eldeyjar engar til- kynningar fengið frá Í.R.B. „Er það stefna íþróttahreyf- ingarinnar í Reykjanesbæ að láta frjálsíþróttafólk keppa undir merki F.H. eins og gerð- ist f fyrravetur á innanhúss- móti unglinga", sagði Hilmar Jónsson. HEILSUHORN MIÐBÆJAR OG VÍKURFRÉTTA IJÓLASTEMMNINGU Kafíiísog amerískt jólasælgæti Flestir byija að undirbúa jólin í nóvember t.d. fara á konfekt- námskeið, jólaföndumámskeið eða bara á fitubrennslunám- skeið svo að þau nái sínu markmiði fyrir jól. Það er ákveðin hefð hjá fólki að vera með gott konfekt og góðan rómaís í eftirrétt á jólun- um. Það eru til óteljandi teg- undir af ísum og konfekti, en mig langar að gefa ykkur les- endur góðir, uppskrift af kaffn's og amerísku jólasælgæti. Kaffiís: 50 gr. kaffibaunir, ómalaðar 2,5 dl. kaffirjómi 2 stk. eggjarauður 50g ljós hrásykur 1/2 tsk. rifinn sítrónubörkur (má sleppa) 2,5 dl. rjómi 1 msk. sykur Aðferð: Baunirnar eru malaðar eða steyttar mjög gróft og settar í pott með kaffirjóma, eggjar- auðunum, hrásykri og sítrónu- berki. Hitað mjög varlega og síðan látið malla við vægan hita og hrært stöðugt í þar til blandan þykknar. Þá er pottur- inn tekinn af hellunni og hrært áffam í á meðan blandan kóln- ar, þá er hún síuð í gegnum sigti. Þegar hún er alveg orðin köld er rjóminn þeyttur með sykrinum og blandað saman við með sleikju. Hellt í skál, sett í frysti og hrært í einu sinni eða tvisvar meðan blandan er að frjósa. Amerískt jólasælgæti. 1,5 dl. komsíróp 3/4 dl. púðursykur 3/4 dl. sykur 1,5 dl. hnetusmjör 7 dl. komfleks 2 dl. jarðhnetur (brytjaðar gróft) 200 gr. mjólkursúkkulaði. Aðferð: Komsíróp, púðursykur og syk- ur er sett í pott, hitað rólega að suðu og hrært stöðugt í á með- an. Tekið af hitanum og hnetu- smjörinu hrært saman við. Komfleksinu og hnetunum er hrært saman við. Ferkantað form er klætt með álpappír, hann smurður með olíu og blöndunni jafnað í formið og þrýst vel niður. Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og smurt yfir. Kælt vel, tekið úr forminu og skorið í tígla. Góða skemmtun, Anna Sigríður. ’ÁRSÓL HEIÐARTUNI 1 • GARDI • SIMI423 7935 Meðal rétta á hlaðborðinu eru, Koníaksbætt sjávarréttasúpa Kaldir réttir: Jólasíld, marineruð síld, sinnepssíld, karrýsíld, reyktur lax, grafinn lax, steinbítspate, hreindýrapate, gæsapate, reyksoðinn lax, kjúklingaliframús, svínasulta, blandað sjávarréttasalat, hangikjöt, hamborgarhryggur, dönsk lifrakæfa á brauði I Heitir réttir: t t " Lambalæri, kalkúnabringa, purusteik, grillaðir kjúklingavængir, litlar kjötbollur, uppstúf, grænmeti, rauðvínssósa, sinnepssósa. Meðlæti: (’ .• Rauðkál, rauðbeður, grænar baunir, gular baunir, hrásalat, ferskt salat, kartöflusalat, waldorfsalat, graflaxsósa, piparrótarsósa, chantillysósa, rifsberjagel, laufabrauð, rúgbrauð, brauð og smjör. Eftirréttir: Ris a la mand með hindberjasafti, vanilluís, ávaxtasalat, ávaxtasósur, tiramisu ostaterta, creme caramel, ensk jólakaka, smákökur. FLUGHOTEL ICELANDAIR HOTELS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.