Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 09.12.1999, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 09.12.1999, Blaðsíða 30
Búin að snúa blaðinu við! Guðbjörn fyrrverandi snókereigandi er búinn að snúa blaðinu við. I dag er hann byrjaður að færa Jandanum mest selda fæðubótaefnið á Islandi. Guðbjöm sér um nýja afsprengið frá NATEN, NATEN SPORT EXTREME, sem er ailt að sjö sinnum sterkara en NATEN 1 2 3, sem hefur reynst gífurlega vel og verið í stöðugri sókn síðastliðin fimm ár. Nýtt líf! Margeir Vilhjálmsson framkvæmdastjóri GR: „Ég er búinn að taka NATEN SPORT EXTREME í einn mánuð og ég er allt annar upp á morgnana, hef næga orku til að sinna löngum vinnudegi, sykurþörf nánast horfin og borða mun minna. Að taka inn NATEN SPORT EXTREME með hreyfingu hefur sýnt framúrskarandi árangur á skömmum tíma." Aukin brenitsla! Hrefna Halldórsdóttir Technosport: „Frá því að ég byrjaði að taka inn NATEN SPORT EXTREME hefur brennslan aukist um 40% á mjög skömmum tíma, ég hef mun meiri orku, meira þol og aukinn styrk." Meira þrek yfir daginn! Hulda D. Lárusdóttir Erobik kennari „Ég finn mikinn mun á mér eftir að ég fór að taka inn NATEN SPORT EXTREME. Ég hef meira þrek yfir daginn og meiri einbeitingu. Ég finn fyrir stórkostlegri vellíðan í öllum líkamanum. Þetta er einfaldelga það sem virkar og á náttúrulegan hátt. Þetta er engin spurning fyrir fólk sem vill ná árangri í einu og öllu." NATEN m 2 u þ Z 2 z NATEN UMFN-Snæfell sunnudaginn 12. desemberkl. 20 íþróttahúsinu í Njarðvík. 16 liía úrslit bikarkeppninnar. 53 )ói skorar með varaliði Watford Ég veit ekkert um hvemig staða mín er fyrir leiki helgarinnar þar semstjórinn tilkynnir aldrei íiðið fyrren á föstudögum. En ég er búinn að standa mig ágætlega í síðustu varaliðs leikjum, skorað 3 í síðustu 5 leikjum“, sagði Keflvíkingurinn Jóhann Guðmundsson, atvinnu- maður í knattspymu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Watford í Englandi. „Ég hef verið að spila hægri eða vinstri kant. Varaliðið spil- aði á mánudaginn gegn varaliði Chelsea en ég var ekki látinn spila vegna þess að menn eru að koma uppúr meiðslum og þurfa að komast í leikform þan- nig að ég er bara búinn að vera með aðalliðinu í þessari viku en það em nú fleiri leikmenn ein- nig sem ekki hafa verið í byrju- narliðinu undanfarið svo að það segir ntanni lítið um hvort maður fái að spila um helgina eða ekki. Þrátt fyrir slakt gengi undanfar- ið þá var haldið árlegt jólaglögg leikmanna í gær og var farið á hundaveðreiðar og var það alveg ótrúlega skemmtilegt (þess ber að geta að geta að ég kom út á sléttu). Það er búið að versla mikið af ieikmönnum undanfarið og við erum orðnir hvorki fleiri né færri en 39 talsins þannig að það er úr mörgum leikmönnum að velja en ef maður reynir að halda áfram að standa sig hlýtur að koma að því að maður fái tækifæri", sagði Jóhann hress í samtali við VF í gær. Ólí enn á bekknnm Keflvíkingurinn Ólafur Gott- skálksson sent varið hefur mark Hibemian hefur þurft að verma bekkinn í undanfömunr leikjum á kostnað varamark- varðarins Nick Colgan. VF hafði samband og spurðist fyrir hvort Óli væri e.t.v. á leiðinni frá félaginu. Trúi ekki öðru en að ég fái stöðuna fljótlega aftur „Það er ósköp einfalt eins og staðan er þá er bara að vera þolinmóður og vera tibúinn þegar ég fæ stöðuna aftur því ég trúi engu öðru en að ég fái stöðuna fljótlega aftur, en ef svo vill til að Nick vinur minn standi sig það vel að framkvæmdarstjórinn sjái ekki ástæðu til að breyta þá skoða ég mín mál í rólegheitum. Eg ræddi við stjórann og var það frekar jákvætt samtal þannig að ég tek þessu með jafnaðargeði. Við erum fimm markverðimir og andinn er góður, samkeppn- in er mikil og það er gaman að taka þátt í þessu.“ Hefð fyrir góðum markvörðum hjá Hibs „Hefðin fyrir góðum mark- mönnum er mikil í herbúðum Hibs. Undanfarin ár hafa verið tveir af bestu markmönnum skota í marki Hibs og tók ég við af Jim Leighton og þar á undan var Andy Goram. Báðir hafa verið landsliðsmarkmenn Skota um árabil þannig að kröfumar eru miklar hjá Hibs með markmenn og það er virkilega gaman að fá að spila fyrir þennan klúbb og hafa verið tekið svo vel hjá þeim er bara bónus.“ Stuðningsmennirnir syngja lagið hans „Stuðningsmenn liðsins hafa tekið mér opnum örmum og var ég í miklu uppáhaldi hjá þeim á síðasta tímabili. Til merkis um stuðning þeirra er gaman að nefna að í þessum fjórum leikjum sem ég hef verið á bekknum þá fæ ég samt lagið mitt sungið í hverjum leik því að þegar ég fer að hita upp þá byrjar fólkið að syngja „Ólei, ólei, olei.“ ,íg var eini leikmaður liðsins í fyrra sem spilaði alla leiki bæði í deild og bikar í fyrra (42) og var það ár virkilega skemmti- legt.“. „Nokkrir klúbbar haft sam- band nú þegar „Ég á ekki von á því að fara fram á sölu þó allt geti vissulega gerst og það kemur bara í Ijós. Ég reikna ekki með að vera á leiðinni heim á næstunni, það kemur margt til greina hér úti. Fjölskyldunni líður vel héma og það hafa verið klúbbar hafa þegar sýnt mér áhuga þannig að ég ef ég sem ekki aftur við Hibs sem ég reikna með að gera þá færi ég mig í annað lið. En ég bið vel að heilsa öllum suður með sjó og óska Suðumesjamönnum gleðilegra jóla“. Keflavfk - IA íþróttahúsinu Keflavík fimmtudaginn 9. des. kl. 20 w— Saltver T Samyinnuferði, úf ð _ rækjuvinnsia Landsyn a '

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.