Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 13.01.2000, Side 15

Víkurfréttir - 13.01.2000, Side 15
Með Sparisjóðinn í vasanum! Sparísjóðurmn kynnir GSM-banka Sparisjóðurinn kynnir nýjung í bankaviðskiptum á Islandi, GSM-banka. Með GSM-bankanum er viðskiptavinum Sparisjóðs- ins gert kleift að stunda margvísleg bankaviðskipti hvar sem þeir eru staddir og spara þannig tíma og fyrirhöfn. IGSM- bankanum er hægt að millifæra á eigin reikn- ing eða reikn- ing annarra. Þá er hægt að greiða gíró- og greiðsluseðla og fá yfirlit yfir stöðu og færslur bankareikninga og greiðslukorta. Jafhframt er hægt að fá upplýsingar um gengi gjald- miðla og vísitölur og fletta upp í símaskrá. Allar aðgerðir eru unnar með gagn- virkum SMS skilaboðum og taka mjög skamman tíma. Það tekur t.d. örfáar sekúndur að fá stöðu á tékkareikningi. GSM-bankinn byggir á svokallaðri SIM Toolkit- tækni, sem felst í því að í stað venjulegs SIM-korts, sem stungið er í GSM-símann, kemur sérstakt gagnakort. Á kortið eru forritaðar val- myndir, sem viðskiptavinur- inn notar til að framkvæma aðgerðir í bankanum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að tryggja leynd og öryggi upp- lýsinga, sem sendar em um GSM-bankann. Þeir, sem stunda banka- viðskipti hjá Spari- sjóðnum og em jafnframt í við- skiptum við Símann GSM, fá gagnakortið afhent ókeypis í skiptum fyrir símakortið, sem þeir nota nú. Flestir nýlegir GSM-símar, sem komið hafa á mark- aðinn á árinu (s.s Nokia 3210 og Ericsson T18s), em móttækilegir fyrir gagna- kortum. Spari- sjóðurinn mun bjóða við- skiptavinum sínum slíka síma á sérstöku tilboðsverði fram til 1. febrúar. Notkun GSM- bankans tengist skráningu í Heimabanka Sparisjóðsins. Viðskiptavinir hafa aðgang að sömu reikningum og greiðslukortum og í Heimabankanum. Námskeið í málun og teikningu fyrir byrjendur Námskeið hefjast hjá Félagi myndlistarmanna í Reykja- nesbæ mánudaginn 17. janú- ar. Boðið verður uppá nám- skeið í málun og fyrir byrj- endur í teikningu og málun. Kennari er Reynir Katrínar- son. Skráning og upplýsingar í síma 421-4271. Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ BILALEIGUBÍLAR í ÖLLUM STÆRÐUM GEYSIR BÍIALEIGA Holtsgötu 56 Njarbvik sími 42 7 5622 Utsalan er hafin nýtt kortatímabil Rccbok adidas Sími 421 4017 Bremsuþjónusta á Suðurnesjum Önnumst allar bremsuviðgerðir á bílnum þínum, eigum á lager bremsuklossa og bremsuborða í allflesta bíla. Fljót og góð þjónusta. Önnumst einnig allar almennar bílaviðgerðir. Timapantanir í síma 421 4610 Bílaverkstæði GRÓFIN 8 - KEFLAVÍK - SÍMI421 7510 ROYAL gæðafram- köllun á einni klst. Hafnargata 28 -Keflavík S: 421 4933 & 421 3933

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.