Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 4
Carðaúðunin SPRETTUR c/o Stur\auqur Ólafsson Úða gegn roðamaur og óþrifum á plöntum. Eyði illgresi úrgras- flötum. Eyði gróðri úr stéttum og innkeyrslum. Leiðandi þjónusta. Upplýsingar f símum 893 7145, 699 5571 og 421 2794 Uða samdægurs efóskað er... Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja auglýsir eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamanni í fastalið varðliðsins. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 1. nóvember og þurfa umsækjendur að geta hafið störf sem fyrst vegna þjálfunar. Umsækjendur skulu fullnægja eftir- farandi skilyrðum: 1. Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. 2. Vera í góðu líkamlegu ásigkomu- lagi, hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði. 3. Vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. 4. Hafa meirapróf bifreiðastjóra. 5. Vera á aldrinum 20 til 28 ára, nema að um endurráðningu sé að ræða. 6. Vera reglusamir og háttvísir. Umsóknareyðublöð ásamt nánari upplýsingum fást á varðstofu og hjá slökkviliðsstjóra í síma 421 4748. Umsóknareyðublöðum eða skrif- legum umsóknum skal skila fyrir miðvikudaginn 28. júní2000 til skrifstofu slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja að Hringbraut 125, 230 Reykjanesbæ. Virðingarfyllst, Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri Ingólfur Karlsson inni á veitingastaðnum sem nú er rústir einar. VF-mynd: hbb Allt í kalda koli Slökkviliðsmenn á vettvangi á laugardagsmorgun. Miklar skemmdir urðu á veitinga- staðnum Langbest þegar eldur kom þar upp að morgni 17. júní. Bruna- varnakerfi er ekki í húsinu sem hefði komið í veg fyrir mikið tjón segir slökkvi- Iiðsstjórinn. Talið er að eldur- inn hafi kviknað út frá fjöl- tengi sem var í eldhúsi. Það var vegfarandi sem til- kynnti um mikinn reyk á veit- ingastaðnum og voru slökkvi- liðsmenn komnir á vettvang um klukkan hálf níu. Þegar þeir komu á staðinn var mikill eldur í eldhúsi veitingastaðarins og einnig reykur. Þeir réðu niður- lögum eldsins á unt hálftíma en reykræsting tók lengri tíma og var ekki lokið klukkan ellefu. Ljóst er að tjón er mikið, sér- staklega í eldhúsi þar sem nán- ast allt hefur brunnið. I suður- enda byggingarinnar er einnig veitingastaðurinn Glóðin og á 2. hæð skrifstofur Samkaupa. Þar urðu ekki skemmdir. Sig- mundur Eyþórsson, slökkvi- liðsstjóri Brunavarna Suður- nesja segir að brunavamakerfi hefði komið í veg fyrir þetta mikla tjón og lokun staðarins um óákveðinn tíma. Víða sé ástand brunavarna í ólestri á Suðumesjum og í raun ótrúlegt miðað við hvað kostnaður við slíkt er lágur. „Það kostar kannski um fimmtíu þúsund krónur að setja upp bruna- varnakerfi sem er tengt við slökkvistöðina þar sem er sól- arhringsvakt. Slfk kerfi nema reyk og eld og við emm komn- ir á augabragði á staðinn. Það þarf virkilega að gera átak í þessu og vekja menn til vitund- ar um þessi mál“, sagði Sig- mundur. Að sögn Ingólfs Karlssonar, eiganda Langbests, er þetta stórbmni en allt innviði hússins er ónýtt. „Það má segja að þetta sé það mikið að allt sé í kalda koli hér inni. Búið er að rífa allt út en húsnæðið verður endur- byggt á mettíma. Nýtt Lang- best rís uppúr öskustónni eftir einn til einn og hálfan mánuð“, sagði Ingólfur og biður við- skiptavini að sýna þolinmæði. Hann fullyrðir jafnframt að nýja húsnæðið verði til fyrir- myndar hvað brunavamir varð- ar. 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.