Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 22.06.2000, Blaðsíða 6
Rétt að halda skóla- svæðnm óbreyttum Skóla- og fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur lýst áhyggjum sínum I með þá ákvörðun bæjar- I ráðs að skipting á skóla- svæðum verði óbreytt. ■ Sveindís Valdimarsdóttir (J) I lagði fram bókun á fundi bæj- I arstjómar sl. þriðjudag, og tók I þar undir áhyggjur ráðsins, og I____________________________ lagði tii að skólahverfin verði í framtíðinni skoðuð út frá bamafjölda á hverjum stað. Skúli Þ. Skúlason (B) forseti bæjarstjómar, tók til máls og sagði að bæjarfulltrúar hefðu á sínum tíma allir lýst áhyggj- um sínum varðandi fjölda nemenda í sumum árgöngum. „Þetta er vandasöm og við- kvæm framtíð og að breyta skólahverfum á þessu stigi er ekki sú varanlega lausn sem menn sjá fyrir sér. Að mínu mati var ákvörðun bæjar- stómar um að halda hverfum óbreyttum, hárrétt á þessu stigi málsins", sagði Skúli. Fundargerðin var samþykkt Kannabisplönt- ur í Sandgerði Tvö tíkniefnamál komu upp á Suðurnesjum í síðustu viku. Lögreglan fann nokkrar kanna- bisplöntur við húsleit í Sand- gerði sl. fimmudag. Einnig var hald lagt á áhöld og tæki til neyslu. Húsráðandi er maður á þrítugsaldri en hann hefur áður verið viðriðinn fíkniefnamál. Maðurinn var yfirheyrður á lögreglustöðinni í Keflavík, en látinn laus að henni lokinni. Um kvöldið voru þrjú ung- menni handtekin á Hringbraut í Keflavík, en þau vom á aldrin- um 17-25 ára. I bílnum fannst lítið magn af tóbaksblönduðu hassi. Þrímenningarnir hafa aldrei komið við sögu fíkni- efnamála áður. Þess má geta að bæði fíkni- efnamálin vom samstarfsverk- efni fíkniefnadeilda lögregl- unnar í Keflavík og á Keflavík- urflugvelli. LAUS STÖRF fyrir konur á góöunn aldri KAFFIBRENNARI Brennari öðlast færni í að brenna kaffibaunir eftir kúnstarinnar reglum. Taktu þátt í að skapa framtíðina hjá metnaðarfullu fyrirtæki sem var stofnað fyrir tíu árum. Framtíðarstarf. SUMARAFLEYSINGAR Aðstoð við kaffibrennslu, pökkun og ýmis tilfallandi verkefni. Vinnutími 8-16. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður í síma 421 2700. imnm: Kaffibrennsla, kaffihús og kaffibúöir Holtsgötu 52, Njarðvík, sími 421 2700 Beitningamenn óskast Beitningamenn vantar í Sandgerði. Upplýsingar í síma 895 6938 og 853 0527. Atvinna Óskum eftir vélvirkja eða vönum járnsmiði, góð laun í boði. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 421 1588 og 896 5531. œ ■ ■ m m i Sigmundur Eyþorsson slökkviiiðsstjóri og Gústaf Skúlason umboðsmaður Bronto Skylitt á íslandi við nýja körfubílinn. VF-mynd: Silja Dögg Slökkviliðið fær nýjan körfubfl Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk Nummela Skylift 22-3 körfubfl, afhentan við hátíð- lega athöfn á 17. júní. Bif- reiðin er af gerðinni Volvo F- 7, en hún hefur verið í eigu slökkviliðsins í Lindesberg í Svíþjóð frá árinu 1981. Hún er vel útbúin til slökkvi- og björgunarstarfa, m.a. með 22 metra háan lyftubúnað til björgunar fólki úr rnann- virkjum, vatnsbyssu í körfu, rafstöð og öflugri vinnulýs- ingu úr körfu. Fyrirtækið sem framleiðir körfubílana er finnskt og heitir Bronto Skylift AB, en umboðs- aðili þess á Islandi er Gústaf Skúlason. Fyrirtækið er það stærsta sem framleiðir körfu- bíla til brunavama. Tækniráð- gjafi á vegum Bronto Skylift, Bengt Backman, kom til Kefla- víkur og kenndi mannskapnum á bílinn. Fyrirtækið hefur selt þrjá aðra slökkviliðsbíla til landsins, þar af tvo nýja til höf- uðborgarsvæðisins og einn not- aðan til Akureyrar. Að sögn Sigmundar Eyþórs- sonar, slökkviliðsstjóra, er koma körfubfisins til Keflavík- ur stórt framfaraskref fyrir lið- ið. „Við höfum reyndar haft að- gang að körfubfi hjá slökkvilið- inu á Keflavíkurflugvelli um samstarfssamning, en nú gefst okkur tækifæri á að móta hóp sem vinnur við slökkviliðs- og björgunarstörf, þar sem miðað er við notkun á þessum körfu- bfl“, segir Sigmundur. Nýi bíllinn nýtist til mun fleiri starfa, að sögn Sigmundar, en björgunar á fólki, t.d. við reykiosun, til árásar á elda í háum byggingum, almennra björgunarstarfa við erfiðar að- stæður og auk þess kemur bfll- inn með mikinn búnað á slysa- vettvang. „Bfllinn eykur öryggi íbúa og ég tel að hann styrki slökkviliðið til muna“, segir Sigmundur og er hinn ánægð- asti. Verð körfubflsins eru 4,5 millj. kr. en áætlað verð á samskonar nýjum bfl er um 30 millj. kr. „Þetta er góður og gamall bfll, sem hentar B.S. mjög vel til að byrja með, en algengt er að þessir bílar séu í notkun hjá slökkviliðum á Norðurlöndum í allt að 30 ár“, segir Sigmund- ur. Kaupin eru liður í þriggja ára fjárfestingaáætlun í endumýjun á tækjum og búnaði Bruna- varna Suðurnesja. A þeirri áætlun er nýr björgunar- og slökkviliðsbíll, en hann á að vera kominn til Kefiavíkur í nóvember á þessu ári. Nýr slökkviliðsbfll (dælubfll), mun síðan koma fullbúinn til liðsins í ágúst 2001. 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.