Víkurfréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 2
■ Rafvirki við vinnu hjá Haustaki á Reykjanesi:_
FéU flmm metra niöur á steingolf
Rafvirki slasaðist tals-
vert í vinnuslysi á
Reykjanesi fyrir
helgi. Maðurinn var að vinna
við raflögn í lofti í um fímm
metra hæð. Hann stóð ofan í
keri sem lyft var upp af
gaffallyftara. Lyftaranum
var bakkað með kerið uppi
þar sem maðurinn stóð.
Rakst karið í bita í loftinu og
féll til jarðar ásamt mann-
inum. Hann var fluttur
nokkuð slasaður á sjúkrahús
í Keflavík og síðar á Lands-
spítala Háskólasjúkrahús í
Reykjavík.
Slökkviliðs- og sjúkra-
flutningsmenn í Keflavík
höfðu nóg að gera alla
síðustu viku og var fjöldi
útkalla yflr meðallagi.
Þannig voru 30 sjúkraflutningar í
síðustu viku og fram á sunnu-
dagskvöld. Einnig bárust þrjú
brunaútköll eða brunaboð.
Ekkert þeirra var alvarlegs eðlis
en brunaviðvörunarkerfi kom í
veg fyrir milljónatjón í einu til-
viki og bifreið skemmdist í eldi í
Vogum.
Ný sorpeyðingarstöð
reist á Reykjanesi
! Ný sorpeyðingarstöð verður
] reist á Reykjanesi, næst
i fyrirhugaðri Magnesíum-
i verksntiðju.
] Bæjarráð Reykjanesbæjar
] óskaði eftir umsögn skipu-
i lags- og byggingamefndar. I
] umsögn hennar kemur fram
] að hagkvæmt væri að úthluta
i lóð undir sorpeyðingarstöð í
i Helguvík þar sem fjarlægð frá
stærstu byggð er styst og rík-
jandi vindátt þannig að meng-
un getur legið yfimyrsta hluta
Reykjanesbæjar. Nefndin
samþykkti á fundi sínum að
leggja til við bæjaryfirvöld að
ný sorpeyðingarstöð verði
reist í næsta nágrenni við lóð
sem tekin hefur verið frá fyrir
fyrirhugaða magnesíum-
verksmiðju.
Góraaði shemmdarvarga á náttfötunum!
Nokkur ungmenni
gerðu það að leik
sínum að hoppa á
vélarhlífum og toppum
bifreiða í Keflavík fyrir helgi.
Ibúi í Holtunum í Keflavík
varð var við ungmennin við
iðju sína og ákvað að taka til
sinna ráða.
Hljóp hann út úr húsi sínu og
náði að handsama einn af
skemmdarvörgunum og halda
þar til lögreglan kom á vet-
tvang. Maðurinn sem hand-
samaði skemmdarvarginn var á
náttfötunum og þótti sýna rögg-
semi enda málið grafalvarlegt.
Skemmdir á bílunum er taldar
nema nokkur hundruð þúsund-
um króna og því ljóst að
vafasöm skemmtun ungling-
anna gæti reynst þeim dýr.
16" pizza w/s áleggsfegonúutu toifr
12" pízza m/s áleggsfegunduni w,-
?" f>izza tti/s áleggsfegondott) *-
pizzaTlopez
íollf af 6ín0»i föf0»j á
|0ffino á 50% afsteffi
ARSOL
Heiðartúni 2c • Garði
Sími 422 7935
Agætu fundarmenn!
- Rádstefnuhald á lcelandair Hotels er vel tilfundid
ICELANDAIR HOTELS
Upplýsingar og bókanir í s í m a 50 50 910
www.icehotel.is • icehotel@icehotel.is
Starfsemi Viðskiptastofu
Sparisjóðsins í örum vexti
Frá því að Sparisjóður-
inn í Keflavík gerðist
aðili að Verðbréfaþingi
í upphafi árs 1999 hefur
starfsemi Viðskiptastofunnar
vaxið jafnt og þétt. Viðskipta-
stofan hefur nú aðsetur í af-
greiðslu Sparisjóðsins að
Tjarnargötu í Keflavík.
Starfsemi viðskiptastofunnar
er aðgreind frá annarri starf-
semi innan Sparisjóðsins sem
þykir nauðsynlegt vegna eðlis
þjónustunnar.
Starfsmenn viðskiptastofunnar
em fjórir talsins og veitir Þröst-
ur Leósson henni forstöðu.
Aðrir starfsmenn eru Kristinn
Á. Ingólfsson og Kjartan Ingv-
arsson, sérfræðingar og Ingi-
björg Baldursdóttir sem sér um
bakvinnslu.
Viðskiptastofan sér um rniðlun
verðbréfa, þ.e. kaup og sölu
allra innlendra og erlendra
verðbréfa. Kaup og sala er-
lendra verðbréf er í samráði við
Kaupthing/Luxembourg S.A.
Viðskiptastofan býður uppá al-
menna eignastýringu og fjár-
vörslu. Þá veitir viðskiptastof-
an einnig ráðgjöf vegna fjár-
vörslu, sparnaðar, lífeyris og
uppbyggingu eignasafna svo
dæmi séu nefnd.
„Með tilkomu Viðskiptastof-
unnar er Sparisjóðurinn í
Keflavík að fylgja eftir því
leiðarljósi að veita viðskipta-
vinum sínum alhliða fjármála-
þjónustu, sniðna að þörfum
hvers og eins“, segir Þröstur
Leósson, forstöðumaður Við-
skiptastofunnar. „Styrkur stof-
unnar liggur í góðum tengslum
og nálægð við viðskiptavini og
starfsmenn hennar hafa víð-
tæka þekkingu á fjármálamark-
aðnum þar sem þeir sérhæfa
sig í að bjóða fjölbreytta og
persónulega þjónustu."
VIKUR
PRÉTTIR
Útgelandi: Víkurfráttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 2G0 Njarðvík, sími 421 4717, fax 421 2777
Ritstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222. hbb@vf.is
Blaðamenn: SUja Dögg Gunnarsdóttir sUja@vf.is • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is,
Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is Auglýsingagerð: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir koUa@vf.is
Útbt, umbrot, btgreining og prentvistun: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Dddi hf. DagleCJ Stafræn Útgfáfa: WWW.vf.ÍS
2