Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 22
Veitingahúsið Langbest mun opna að nýju eftir viku. Sem kunnung er gjöreyðilagðist staðurinn í eldi á þjóð- hátíðardaginn. Síðan þá hefur verið unnið að endurnýjun húsnæðisins og viðskiptavinir Langbest mega eiga von á mikium breytingum. Þannig hefur veitingasalurinn verið stækkaður og tekur nú 48 manns í sæti. Þá er nýr inn- gangur í húsið. Nánar verður greint frá breyt- ingum hjá Langbest þegar staðurinn hefur opnað. Vöxtur hjá kælitækjaverksmiðjunni Thermo Plus í Reykjanesbæ:_ Thermo Plus sækir á innlendan markað Thermo Plus, sem fram- leitt hefur til útflutn- ings kæli- og frystitæki fyrir bæði bifreiðar og vörugeymslur, hefur hafið sókn inn á innlendan markað. Fiskval ehf. sem nýlega flutti í nýtt húsnæði á Iðavöllum hefur keypt kælitæki af gerðinni TP5000 frá Thermo Plus. Tækið, sem notað verður til þess að kæla hráefni sem bíður vinnslu, hefur verið málað í sama lit og húsið en það að sníða tækin að þörfum viðskip- tavina er hluti af þeirri þjónustu sem Thermo Plus býður viðskiptavinum sínum að sögn Kristins Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra Thermo Plus. Hæsta einkunn Nýlega er lokið átaksverkefni í gæðamálum í verksmiðju TP sem gekk undir heitinu „30 dagar til fullkomnunar". Kristinn segir verkefnið hafa staðið yfir í septembermánuði en að því loknu var fenginn ráðgjafi frá Bretlandi til að taka út framleiðslu verksmiðjunnar og fékk hún topp einkunn. Sæmundur Hinriksson og Kristinn Jóhannesson frá Thermo+ liand- sala kaupin á kælitækinu. einkum náðst með hagræðingu og bæt- tum framleiðsluaðfer- ðum“. Stöðugt er unnið að því að gera hlutina betur og á hagkvæmari hátt. Framleiðni verksmiðjunnar er meiri í núverandi húsnæði en búist var við og hefur það Nýir sölusamningar I verksmiðju Thermo Plus í Njarðvík er verið að framleiða tæki uppí þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila í Bretlandi og í Saudi Arabíu. Nýlega hafa náðst samningar um samstarf við Via Truck Rental, sem rekur og leigir sendi- og flutningabifreiðar í Bretlandi. „Verið er að framleiða 50 tæki fyrir Via vegna samninga þeirra við Sansbury sem er ein stærsta ver- slunarkeðja í Bretlandi. Samningur þessi gefur möguleika á sölu allt að helmingi þeirra bílatækja sem áætlað er að framleiða á næsta ári. Hér er um hundruð tækja fyrir sendi- og vöruflutningabifreiðar að ræða. Einnig hafa náðst samningar um framleiðslu á frystitækjum fyrir færanlegar frystigeymslur við GESeaco og er framleiðsla á fyrsta tækinu að hefjast en afhenda þarf 10 slík tæki fyrir áramót. Tæki þessi hafa verið útfærð sérstaklega en byggja á hönnun sem fyrir hendi var hjá Thermo Plus. Til Saudi Arabiu fara 77 tæki fyrir áramót en það em tæki í ýmsum stærðum fyrir bæði bifreiðar og vömgeymslur", sagði Kristinn. Hlutafjáraukning Yfir stendur hlutafjáraukning hjá Thermo Plus en hlutafé er um kr. 81 milljón að nafnvirði og hefur stjórnin heimild til hækkunaríkr. HOmiIljónir. Thermo PIus var stofnað fyrir tveimur árum og nú starfa hjá fyrirtækinu um fimmtíu manns. Kristinn sagði að til stæði að hafa opið hús fljótlega en þá gefst Suðurnesjamönnum og öðrum þeim sem hafa áhuga tækifæri til að skoða verk- smiðjuna og fræðast um þá starfsemi sem þar fer fram. Tökum í geymslu bíla, tjaldvagna, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla o.fl. Upphitað og vaktað húsnæði. Mánaðargjald: Tjaldvagnar 2.400 Fellihýsi að 3 m. 3.600 Fellihýsi 3 - 4 m. 4.300 Fellihýsi 4 - 5,5 m. 5.000 Fellihýsi yfir 5,5m. pallhýsi, húsbílar og aðrir bílar, 950 kr. pr. lengdarm. VSK er innifalinn í öllum verðum. Getum einnig tekið vörulagera (brettavöru) og annað eftir atvikum. Leitið tilboða. VISA og Euro mánaðargreiðslur. Staðgreiðsluafsláttur. Upplýsingar og pantanir í síma 898 8840 GEYMSLUÞJÓNUSTA SUÐURNESJA ehf. Sandgerði Kirkjustarfið Kellavíkurkirkja Fimmtud. 19. okk Fermingar- undirbúningur kl. 14:50-17.1 Kirkjulundi. Föstud. 20. okt Lofgjörðar- og fyrirbænarstund í kirkjunni kl. 20- 21. Sunnud. 22. okt 18. sunnudagur eftir þrenningaihátíð. Fjölskylduguðsþjónusta og sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn. Prestur: sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Fræðslustund með foreldrum. Efni um fjölskyldu- og uppeldismál dreift og verður rætt. Textaröð A: 2. Mós. 20:1-17,1. Kor. 1:4-9, Mark 12:28-34: Hverter hið æðsta boðorð?. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti: Einar Öm Einarsson. Undirleikari í sunnu- dagaskóla: Helgi Már Hannesson. Veitingar fyrir unga og aldna í Kirkjulundi. Þriðjud. 24. okt Kirkjulundur opinn kl. 14-16 með aðgengi í kirkjuna og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Gengið inn ffá Kirkjuteig. Starfsfólk verður á sama tíma I Kirkjulundi. Ferming- arundirbúningur kl. 14:10-16:25 í Kirkjulundi. Sorgarhópur í Kirkju- lundi kl. 20:30-22. (4. skipti) Miðvikud. 25. okt Kirkjan opnuð kl. 12:00. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund íkirkjunni kl. 12:10. Sam- verustund í Kirkjulundi kl. 12:25 - súpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurshópar. Umsjón: Asta Sigurðardóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkj- unni um kl. 22:00. Við minnum á Vefrit Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja.is Starfsfólk Keflavíkurkirkju. Ytri-Njarðrfkurkirkja Fimmtud. 19. okt l l'l' -starf kl.17. og verður í umsjá Ásm'ðar Helgu Sigurðardóttur. Þetta starf er ætlað bömum lOtil 12ára. Fyrirbænasamvera kl. 18.30. Fyrirbænarefhum er hægt að koma áleiðis fyrir hádegið virka daga milli kl.l0-12.ísíma 421 5013. Biblíulestrar kl.20. Farið veröur í Lúkasarguðspjall. Umsjón Ásm'ðar Helgu Sigurðardóttur guðfræði- nemi. Sunnud. 22. okt Guðsþjónusta kl. 14. Prestur verður sr. Kristín ÞórunnTómasdótúr. Kirkjukór Njarðvíkur leiðir söng undir stjóm Steinars Guðmundssonar organista. Sunnudagaskóli kl. 11. Ásm'ður Helga Sigurðardóttir guðffæðinemi mun leiða starfið. Vtð förum yfir mjög skemmtilegt efhi í vetur Fuglinn Konni heldur uppi fjörinu og einnig aðrar brúður sem komið hafa í heimsókn undanfarin ár. Hvetjum við foreldra og fólk á öll- um aldri til að fjölmenna með böm- unum í vetur og taka þátt í gefandi starfi og styðja við bömin. Miðvikud. 18. okt STN -starf kl. 17.00 og verður í umsjá Vúborgar Jónsdóttur. Þetta starf er æúað böm- um 6 úl 9 ára. Njarðvíkurkirkja (Innri Njarðvík) Sunnud. 22. okt. Sunnudagaskóli kl. 11. Vtlborg Jónsdótúr mun leiða skólann í vetur með aðstoð kvenna úr Systrafélagi Njarðvíkurkirkju. Hvetjum við foreldra og fólk á öll- um aldri úl að fjölmenna með böm- unum í vetur og taka þátt í gefandi starfi og styðja við bömin. Baldur Rafn Sigurðsson. Grindavíkurkirkja Sunnud. 22. okt Bamaguðs- þjónustakl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ffestur sr. Hjörtur Hjartarson, organisú Dr. Guðmundur Emilsson. Einsöngvari Ámi Gunnarsson, bariton. Kór Grindavíkurkirkju leiðir safnaðarsöng. Æskulýðsstarf kl. 20-22. Þriðjud. 24. okt Foreldramorgunn kl. 10-12. TTT-starfkl. 17-18. Kálfatjamarkirkja Laugard. 21. okt Kirkjuskólinn kl. 11. í Stóru-Vogaskóla. Sunnud. 22. okt. Guðsþjónusta í Kálfatjamarkirkju kl. 14. Prestur sr. Hans Markús Hafsteinsson. Kirkjukórinn syngur undir stjóm Frank Herlufsen. Sóknamefnd 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.