Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 12
Kemurþér beint að efninu! hjálpar til viö að losa hitaeiningar úr forðabúrum líkamans og koma þeim í orkuframleiðslu. Ýtir undir jafnvægi blóðsykurs. Minnkar sykurþörf og dregur úr hungurtilfinningu Bóka- konfekt Bókmenntakynning með tónlistarívafi verður haldin á Bóka- safni Reykjanesbæjar í Kjarna laugardaginn 9. des- emberkl. 15.00-17.00. Höfundar lesa upp úr verkum sínum og árita bækur. Vigdís Grímsdóttir, Gyrðir Elíasson og Kristrún Guðmundsdóttir mæta á staðinn og Rúnar Júlí- usson mun kynna nýja diskinn sinn. Nokkur lög úr óperu eftir Sigurð Sævarsson verða fmm- flutt en óperan er einmitt byggð á sögunni Z-ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur og það er Asgerður Júníusdóttir sem syngur. Undirleikari As- gerðar er Bjami Jónatansson. í rl APOTEK SUÐURNESJA HRINGBRAUT 99 S(mi:421 6565 Fax: 421 6567 Jálablaðið ínæstu viku. Tónlistarskóli Sandgerðis Jólatónleikar verða föstudaginn 8. desember kl. 20 í safnaðarheimilinu í Sandgerði. óflir velkomnir. Skólastjóri. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Nemendur dagskóla og öldungadeildar Fundur með skólameistara vegna verk- fallsins verður fimmtudaginn 7. desember kl. 18.15 ásal skólans. Forráðamenn nemenda velkomnir á fimdinn. Skólameistari. Bókajólin bynjuð! orsteinn Marteinsson í Pennanum- Bókabúð Keflavíkur er kominn í jólaskap og farinn að hlakka til jólanna enda hafa viðskiptin bjá honum gengið vel það sem af er. „Steingrímur Hermanns er vin- sæll, Guðbergur Bergsson, 20. öldin, Harry Potter og bókin með hinum óvenjulega titli „Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á sér“, seg- ir Þorsteinn og skellir upp úr, enda ekki annað hægt. Til út- skýringar segir hann að þetta sé teiknmyndasaga fyrir böm en söguþráður hennar er skrifaður út frá brandara. „Bókin með svörirí* hefur líka selst vel en það er mjög óvenjuleg bók. Þú spyrð bók- ina spuminga og heldur á henni á meðan, síðan opnar þú hana af handahófi og hún kemur með svar“, segir Þorsteinn og styður sannleiksgildi bókarinn- ar með frásögn af atburði sem átti sér stað í bókabúðinni fyrir skömmu. „Maður nokkur kom í verslunina til mín og fór að skoða þessa bók. Hann var nú ekkert of trúaður á að þetta virkaði en ákvað að prófa. Hann lagði höndina á bókina og spurði hvort hann myndi eignast jeppa, og bókin svaraði “aldrei í lífmu“ . Eg er ekkert viss um að hann hafi verð nógu ánægður með það“, segir Þor- steinn hlægjand og bætir við að mörg góð tilboð séu nú á jóla- bókum, allt að 40% afláttur. Jólakortin em höfuðverkur fyr- ir marga en í Pennanum- Bóka- búð Keflavíkur er hægt að leysa það verkefni í einni ferð því þar fást kortin í miklu úr- vali, frímerkin og svo er inni- póstkassi fagurrauður sem tekur við hverju korti af mikilli áfergju. Kassinn hefur gert mikla lukku, að sögn Þorsteins. „Við emm með erlendar hand- bækur og skemmtiefni, t.d. risastórar myndabækur um Bítlana, um bíla. flugvélar og fleira. Svo emm við með vömr fyrir áhugamenn um listmálun. Við emm einnig með mjög gott úrval af spilum og púslum frá Ravensburger. Það er þýskt fyrirtæki sem hefur gott orð á sér fyrir gæðavörur. Efnið í púslunum er þykkt og gott og spilin endast því mjög vel en í desember erum við með 20% kynningarafslátt af 1000 bita púslum“, segir Þorsteinn. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Allsherjaratkvœðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um kjör aðalstjómar samkvæmt A-lið laga um stjórnarkjör og stjómar sjómannadeildar, ásamt trúnaðarmannaráði, stjóm sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs, fræðslusjóðs og varamönnum þeirra samkvæmt lögum félagsins. Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasta lagi klukkan 12:00 flmmtudaginn 14. desember nk. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félagsmanna samkvæmt reglugerð ASI þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Kjörstjón VSFK og nágrennis 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.