Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 31
Tap hjá tveimur Suðurnesjaliðunum Tvö Suðumesjaliðanna af þre- mur í Epson-deildinni í körfu töpuðu í fyrstu umferðinni eftir landsliðsfrí, sl. sunnudag. Liðin léku öll á útivelli og aðeins Keflavík innbyrti sigur á meðan Njarðvík og Grindavík töpuðu í sfnum viðureignum. Þetta hljóta að vera nokkuð merk tíðindi. Keflvíkingar með Guðjón Skúlason þurftu að hafa þó nokkuð fyrir sigri gegn frískum Þórsumm og urðu lokatölur 104- 98. Eftir sigurinn eru Keflvíkingar í efsta sæti með 16 stig. Calvin Davis skoraði 34 stig og Guðjón Skúlason skoraði 24 stig, þar af sex þrista og alls 18 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar tóku Njarðvíkinga í bakaríið og sigruðu 113-94 í Vesturbænum. Leikurinn var jafn þar til í síðasta leikhluta en þá tóku þeir röndóttu leikinn í sínar hendur og völtuðu yftr þá grænklæddu. Brenton Birmingham (33 stig) og Logi Gunnarsson (27 stig) voru allt í öllu hjá Njarðvík eins og oft áður. Njarðvíkingar mæta KR aftur næsta sunnudag í Njarðvík og má þá búast við miklu fjöri. Grindvíkingar máttu þola tap í Hafnarfirði gegn Haukum 72-81. Grindvfkinga byrjuðu leikinn betur og höfðu yfir með átta stigum í leikhléi. Undir lok leiksins náðu heimamenn að jafna og fataðist Grindvíkingum flugið og Haukar innsigldu mik- ilvægan sigur. Stigahæstur Grindvíkinga var Páll Axel Vilbergsson (27) og Guðlaugur Eyjólfsson með 16. UKtPHÍAiij iík uy inmi |!Ulii tU|l. Iíhíí Viðskiptastofa Sparisjóðsins í Keflavík: Skattafrádráttur vegna hlutabréfakaupa Nú eru síðustu forvöð fyrir ein- staklinga að huga að því að nýta sér skattafrádráttinn, en í skattafrádrætti felst lækkun á tekjustofni vegna kaupa á hlutabréfum í innlendum félög- um sem rfkisskattstjóri hefur staðfest eða eru skráð á Verð- bréfaþingi íslands. Til að njóta skattafrádráttar, þarf að auka hlutabréfaeignina á hverju ári. Það er skilyrði frá- dráttar að eignarhaldstími hlutabréfa nái fullum fimm ámm. Það er hægt að skipta út hluta- bréfum á eignarhaldstímanum, að þeim skilyrðum uppfylltum að það sé keypt fyrir sömu upphæð og selt var fyrir og að kaupin á nýju bréfunum fari fram á sama ári og eigi síðar en 30 dögum eftir söluna. Að upp- fylltum þessum skilyrðum þarf ekki að endurgreiða skattaaf- sláttinn. Hvað þarf að fjárfesta fyrir niikið til að fá hámarksfrá- drátt frá tekjustofni fyrir árið 2000? Til að fá hámarksfrádrátt frá tekjuskattstofni þarf einstak- lingur að kaupa fyrir andvirði 133.333 kr. og 266.666 kr. ef um er að ræða hjón eða sam- skattaða aðila. Endurgreiðsla er að hámarki 30.696 kr. fyrir ein- stakling og 61.392 kr. ef um er að ræða hjón eða samskattaða aðila. Val á hlutabréfum og hluta- bréfasjóðum Við mat á því í hvað hlutafé- lagi eða hlutabréfasjóði skal keypt þegar skattafrádrátturinn skal nýttur, er að mörgu að gæta. Þegar keypt er í einstöku hlutafélagi, þarf eins og áður hefur verið getið, að líta til þess að hlutabréfm séu auðseljanleg og að fyrirtækið, á þeim tíma sem það er keypt, sé ekki of hátt verðlagt. Hlutabréfasjóðir dreifa og minnka áhættu fjár- festa um leið og þeir veita möguleika á góðri ávöxtun. Sérfræðingar Sparisjóðsins í Keflavík veita einstaklingum nauðsynlega ráðgjöf í málefn- um er varða skattfrádráttinn, og aðstoða við val á fjárfestingar- kostum. Viðskiptastofa Sparisjóðsins í Keflavík KVEIKT Mikill fjöldi fólks var við- staddur þegar kveikt var á vinarbæjartrénu frá Kristi- ansand á Tjarnargötutorgi í Keflavík um síðustu helgi. Það var Elí Már Gunnars son, nemandi í Njarðvíkur skóla sem tendraði jólaljósin Flutt var tónlist og söngur Þá koniu jólasveinar í heim sókn og glöddu börn og full orðna. Daglega á Netinu • www.vf.is 31

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.