Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2001, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 04.01.2001, Blaðsíða 7
Iris Edda íþróttamaður Reykjanesbæjar Iris Edda Heimisdóttir var valin íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2000 við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu í Njarðvík á gamlársdag. Það var Geir- mundur Kristinsson, spari- sjóðsstjóri sem veitti henni verðlaunin. Camilla Petra Sigurðardóttir, Mána og Jóhann Kristjánsson, NES lentu í þriðja sæti í vali um íþróttamann ársins og Teit- ur Örlygsson, UMFN var í öðru sæti. Bræðumir Hörður og Hólmgeir Guðmundssynir voru heiðraðir fyrir óeigin- gjamt starf í þágu Golfklúbbs Suðumesja í gegnum tíðina. Reykjanesbær eignaðist 180 ís- landsmeistara á árinu og fengu þeir allir viðurkenningar fyrir frábæran árangur. Auk þess var valinn íþróttamaður ársins í hverri grein fyrir sig. Guðmundur Steinarsson, Keflavík, var valinn knatt- spymumaður ársins, Teitur Ör- lygsson UMFN hlaut titilinn körfuknattleiksmaður ársins, fimleikamaður ársins var Heiðrún Rós Þórðardóttir Keflavík, sundmaður ársins 2000 var íris Edda Heimisdótt- ir Keflavík, Ólafur Jón Jónsson Keflavík badmintonmaður árs- ins, Eiríkur A. Björgvinsson Keflavik keilumaðurinn, Ami Leifsson Keflavík skotmaður ársins og Þórdís Garðarsdóttir UMFN var valin lyftingamað- ur ársins. Davíð Sveinsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum, Camilla Petra Sigurðardóttir, Mána fyrir hestaíþróttir, Sig- urður Alberstsson, GS var golf- ari ársins, Heiðrún Pálsdóttir, Knörr var siglingamaður ársins og Jóhann Kristjánsson, NES var valinn íþróttamaður fatl- aðra. STUÐLABERG FASTEIGNASALA GUÐLAUGUR H. GUÐLAUGSSON SOLUSTJÓRI HALLDÓR MAGNÚSSON SÖLUMAÐUR ÁSBJÖRN JÓNSSON hdl. LÖGGILTUR FASTEIGNA- OG SKIPASALI N d' p Suðurgata 50, Kcflavík. 4ra herbergja 118m2 neðri hæð i tvíbýli. Rúmgóð eign með mikla möguleika. 6.800.000,- Skólavegur 16, Keflavík. 179m3 einbýli ásamt llOnf bíl- skúr. 5 svefnherb, talsvert endurn. Eignin gefur mikla möguleika, góður staður. 14.900.000,- r Hjallavegur l,Njarðvík. Þriggja herbergja 81,3m; íbúð á annari hæð í fjölbýli. 5.800.000,- Stapabraut 3, Njarðvík Um 250m; nýtt stálgrindarhús- næði á góðum stað. Laust fljót- lega. Nánari uppl. áskrifstofu. Hafnargötu 29 - 2. hæd - Keflavík - sími 420 4000 fax 420 4009 - GSM 863 0100. Netfang: studlaberg@studlaberg.is - Opið virka daga frá 10-18 - Vefsíða : www.studlaberg.is Frá vinstri. Jóhann Kristjánsson og Camilla Petra í 3. sæti, Teitur Örlygsson í 2. sæti og Iþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2000, íris Edda Heimisdóttir. VF-mynd: Silja Dögg Boðun ti hluthatifundar Samkaup hf. boðartil hluthafafundar mánudaginn 8. janúar nk. kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn á Glóðinni í Keflavík. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Tillaga stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 250.000.000.- kr., en hlutafé félagsins er í dag 250.000.000.- kr. 2. Tillaga stjórnar um að núverandi hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum. 3. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnnur málefni sem löglega eru upp borin. Á R GLEEILEGT N Ý T T 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.