Víkurfréttir - 04.01.2001, Blaðsíða 13
Á nýrri öld
Kœru Suðunesjamenn, gleði-
legt nýtt ár og innilegar þakkir
jyrir öll gömlu árin.
Yið aldahvörf líta
menn gjarnan um öxl
og kanna hvernig til
hafl tekist. Það er skemmst
frá því að segja að á Islandi
hefur orðið bylting á öidinni.
Við höfum unnið okkur úr
örbyrgð til þeirrar efna að
vera ein auðugasta þjóð
heimsins. Þar hafa Suður-
nesjamenn ekki verið neinir
eftirbátar annarra lands-
hluta nema síður sé.
Suðurnesin eftirsóknarverð
Ekki er það svo að erfiðleikar
hafi ekki steðjað að okkar
svæði eins og öðrum. Má þar
nefna erfiðleikana í upphafi
tíunda áratugarins þegar
atvinnuleysi reið yfir Suður-
nesin. Samstaðan lyfti okkur
upp úr þeim erfiðleikum svo
eftir var tekið. Mikil sókn
fyrirtækja Suðurnesjamanna
undanfarið hefur eflt bjartsýn-
ina svo að Suðurnesin eru
orðin eftirsóknarverð á ný. Má
þar nefna framsýn áform Hita-
veitu Suðumesja hf , samein-
ingu þriggja stórra sjávar-
útvegsfyrirtækja í eitt, útvíkkun
á starfsemi Vísis hf. í Grinda-
vík, vel heppnaða breytingu á
Bláa lóninu og stækkun Leifs-
stöðvar. A öðrum sviðum þá
sér fyrir endann á byggingu D-
álmu við Sjúkrahúsið í Kefla-
vík, byrjunarframlag er veitt á
fjárlögum til stækkunar Fjöl-
brautarskólans, framlag til
endurbyggingar Duus húsa og
eflingar ferðaþjónustu á svæð-
inu.
Undanfarin ár hefur verið
unnið ötullega að því að auka
umferðaröryggi á Reykja-
nesbrautinni. Þar rná sérstak-
lega nefna lýsinguna sem hefur
leitt til þess að umferðar-
öryggið hefur batnað vemlega.
Frekari umbætur eru þó mjög
nauðsynlegar með tvöföldum
Reykjanesbrautar og hafa þing-
menn unnið að því af heilind-
um ásamt sveitarstjómarmönn-
um á Suðumesjum.
Reykjanesbraut tvöfölduð
Árið 1999 samþykkti Alþingi
sérstaka langtímaáætlun í veg-
agerð þar sem gert er ráð fyrir
því að tvöfölda Reykjanes-
brautina og ljúka verkinu árið
2010. Það var fyrsta raun-
verulega skrefið af hálfu Al-
þingis til að viðurkenna þessa
framkvæmd opinberlega. I
samræmi við langtímaáætlun
Kristján Pálsson
alþingisniaður
hefur verið úthlutað fjármagni
á vegaáætlun 2000-2004 sem
nægir til umhverfismats, hönn-
unar, útboðs og fyrsta verk-
áfanga. I nefndaráliti sam-
göngunefndar sem fylgir veg-
aáætluninni er svo eftirfarandi
klausa; „stefnt er að því að
stómm hluta þess þ.e. tvöföld-
un milli Straumsvíkur og
Keflavíkur verði lokið 2006“.
Samgönguráðherra hefur lýst
yfir vilja sínum til að skoða
frekari flýtingu þó ekki sé neitt
ákveðið hvað það gæti orðið
mikið.
Vegaáætlun
Núgildandi vegaáætlun mun
samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðar ríkisins verða endur-
skoðuð nú á vorþingi 2001
vegna breytinga í tengslum við
fjárlög ársins. Heildar endur-
skoðun vegaáætlunar verður
svo væntanlega árið 2001-2002
og er áhugi til þess að sú
áætlun nái yfir fimm ár frá
2002-2006. Mikilvægt er að
tvöföldun Reykjanesbraut-
arinnar komist öll inn á nú-
verandi eða næsta áætlunar-
tímabil svo framkvæmdir geti
hafist strax af krafti.
Umhverfismati getur lokið í
sumar en hönnurn helst nokkuð
í hendur við umhverfísmatið.
Að mati Vegagerðar ríkisins
gæti útboð farið fram árið 2002
og framkvæmdir hafist sama
ár. Stærstu verktakar landsins
telja mögulegt að ljúka verkinu
öllu frá Hafnarftrði til Reykja-
nesbæjar árið 2003 ef hafist
væri handa snemma árs 2002.
Það er þó háð undirbúningi
framkvæmdanna og hvaða
heimildir Alþingi og rikisstjóm
gefa til flýtingar innan vega-
áætlunar svo ljúka megi verk-
inu því seni næst í einum
áfanga.
Kristján Pálsson
alþingismaður
Auglýsingasíminn er 421 4717
Ágætu viðskiptavinir Sjafnar hf. á Suðurnesjum.
Gleðilegt ár og
innilegar þakkir
fyrir viðskiptin
á liðnum árum
Við hjá Sjöfn hf. hefjum nýja öld með því að efla, bæta og
styrkja þjónustu okkar við Suðurnesjamenn og taka upp samvinnu
við BYKO hf. í Reykjanesbæ. Hér eftir geta viðskiptavinir okkar
gengið að málningar- og hreinlætisvörum Sjafnar hf. í verslun
BYKO hf. að Vikurbraut 4. Þetta er liður í víðtækara samstarfi
Sjafnar hf. við BYKO á landinu öllu.
Gerum árið 2001 að Sjafnarári á íslenskum hreinlætis- og
málningarvörumarkaði!
•noi
Daglega á Netinu í eiftt ár á www.vf.is
A R
GLEDILEGT
N Ý T T
13