Víkurfréttir - 04.01.2001, Page 9
Kvikindi ársins:
I
I
Hvað er tveir metrar og baneitrað?
i
Ibúar í Reykjanesbæ eru af ýmsum toga eins og löggan komst að fyrir verslunarmannahelgi.
Slöngur og eðlur voru gerðar upptækar á heimili sínu í Njarðvík en eigandinn var ekki með
tilskilin leyfi fyrir þess háttar dýrahaldi. Löggan handtók sex svokallaða rottusnáka sem
geta orið 15 ára gamlir og allt að 2 metra langir. Snákamir sem löggan tók voru þó aðeins ung-
viði, 5 mánaða gamlir. Þá tók löggan einngi vatnadreka og fjórar litlar græneðlur. Eins gott að
þarna voru ekki grameðlur!
Sameining ársins:
Sendumengar
pappalöggup fll
Grindavíkur
Lögregluliðin í Keflavík
og Grindavík voru sam-
einuð á árinu. Hitafund-
ur borgara var haldinn með
lögreglu og dómsmálaráð-
herra í Grindavík þar sem
bæði var baulað og klappað.
Nú er bara eitt lögreglulið
fyrir allan skagann.
Eftirför ársins:
Hvaða bláu Ijós eru
betta í speglinum?
Lögrcglan átti í æsilegum eltingaleik við ökumann
svartrar jeppabifreiðar um miðnætti í loka mars.
Maðurinn hafði ekki stöðvað við merki lögreglu í
Keflavík, licldur gaf allt í botn og ók fjallahakslcið alla leið
inn í Voga með lögguna á hælunum. Þegar í Vogana var
komið stöðvaði jcppinn en ökumaðurinn lagði á flótta
hlaupandi. Hann varhlaupinn uppi af móðum og másandi
lögreglumanni. Maðurinn mun hafa tekið bílinn í leyfis-
leysi. Sanii maður tók annan bíl traustataki skiimmu síðar
og velti honum og gjöreyðilagði við Hafnir.
Vitni ársins:
Hún dúhkaði upp sí svona.
Geysiharður árekstur á gatnamótum Vesturgötu og
Kirkjuvegar seint í apríl rennur seint úr minni lögregl-
unnar. Þrátt fyrir mikið eignatjón gátu menn ekki annað
en brosað á vettvangi þar sem uppblásin dúkka fyrir fullorðna
karlmenn var í bifreið tjónvaldsins. Þögult vitni sagði löggan
og allt loft úr því þegar laganna verðir komu á vettvang.
Skíthús ársins:
Allir að pissa
aftast!
Mikið óveður með til-
heyrandi ófærð gerði
í febrúar. Umferð um
Reykjanesbraut sat föst í
snjósköflum. Þar á meðal var
rúta frá SBK. Þegar farþeg-
unum var orðið mál að pissa
varð bflstjórinn, Guðmund-
ur Steindórsson að taka til
sinna ráða. Hann útbjó
ferðaklósett úr þvottafotunni
og þar með var kvenfólkið
um borð í góðum höndum...
Uppljómun ársins:
Ég er alveg
Bepgnuminn
Framlag Reykjanes-
bæ jar lil Menningar-
borgar var lýsing á
Bergið í Kellavík. Það var
lýst upp síðsumars og
mættu um 10.000 manns á
Ijósanótt í Reykjancsbæ.
Brautin minnir á sig!
Enn minnir Reykjanesbrautin á sig. Alvarlegt umferðarslys varð nálægt
Vogaafleggjara í fyrradag en sem betur fer meiddist enginn alvarlega.
Fjölmennum á borgarafund í Stapa fimmtudaginn 11. janúar kl. 20.
Ath. Undirbúningsfundur vegna borgarafundar verður í kvöld
4. janúar á Sólsetrinu, Hótel Keflavík kl. 20. Allir velkomnir.
FLÝTUM
Taktu þátt í undirskriftarsöfnun
á www.vf.is um flýtingu á tvöföldun
tvöföldun Reykjanesbrautar. Reykjanesbrautar
GLEBILEGT
N Ý T T Á R
9