Víkurfréttir - 04.01.2001, Page 11
ANNO 2000
Knattspyrnuvöllur ársins:
Og þá var kátt í höllinni
Reykjancshöllin var opnuð á árinu með pompi og prakt.
Yfirbyggður knattpsyrnuvöllur í fullri stærð og veður-
farið inni alltaf eins og á Spáni eða allt að því. 2000
manns mættu í opnunarhátíðina og Víkurfréttir gáfu út blað
um herlegheitin.
Tugga ársins:
Hvað er þessi margar holur?
Með byssu og sauðhind í bílnum
Lögreglan þurfti oft og mörgum sinnum að hafa hendur í hári óprúttinna manna og kvenna
á árinu. Þannig fjölmennti lögreglan á Fitjarnar í júní og setti þar menn í járn vinstri
hægri. Ekkert fannst dópið í það skiptið en aðilar úr sama máli voru handteknir nokkrum
klukkustundum síðar fyrir að veifa skotvopni út um glugga bifreiðar og að hafa tekið sauðkind
höndum og haft í bfl sínum...
Hross voru til vandræða á Kálfatjörn á árinu. Þessir gras-
mótorar fóru af nærliggjandi jörðum inn á golfvöllinn
við Kálfatjörn og gæddu sér þar á fánum og tíum. Þá
fóru þeir einnig í kirkjugarðinn og gerðu þar usla. Eigendum
hrossanna var gert að fjarlægja hestana, enda hafði sveitar-
stjórnin í Vogum ekki gefið leyfi fyrri hestum sem borða golf-
velli og kirkjugarða.
Arekstur ársins:
Hvaðan hom þessi hálka?
Fiskflutningabfistjórar hittust á horni í Sandgerði á árinu
sem aldrei fyrr. Annar þeirra hafði gleymt því að það var
hálka á götum og ók í hliðina á fulllestuðum bfl sem með
það sama hentist út í móa og fiskurinn út um allt. Sem betur
ferð urðu ekki slys á fólki en annar flutningabflstjórinn áhvað
fljótlega eftir þetta að kaupa sér sjoppu - þó svo það tengist
árekstrinum ekki neitt...
Sýslumaðurinn í Keflavík
Vatnsnesvegi 33,
230 Keflavík, s: 421 4411
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um, sem hér segir
Geymsluhús á lóð úr Utskála-
landi, Garði, þingi. eig. Sæaldan
ehf, gerðarbeiðandi Vátrygg-
ingafélag Islands hf, miðviku-
daginn 10. janúar2001 kl. 10:00.
Strandgata 12, Sandgerði, þingl.
eig. Utgerðarfélagið Hleri ehf,
gerðarbeiðendur Hreggviður
Bergmann Sigvaldason, Húsa-
smiðjan hf, Landsbanki íslands
hf.lögfrd, Landsbanki íslands
hf.Sandgerði, Pricewaterhouse-
Coopers ehf og Sandgerðisbær,
miðvikudaginn 10. janúar 2001
kl. 10:15.
Þverholt 5, Keflavík, þingl. eig.
Omar Astþórsson, gerðarbeið-
endur Íslandsbanki-FBA hf,útibú
542, Reykjanesbær, Steypustöð
Suðurnesja ehf og Sýslumað-
urinn í Keflavík, miðvikudaginn
10. janúar 2001 kl. 10:45.
Sýslumaðurinn í Keflavík,
2. janúar2001.
Jón Eysteinsson
ár Grindavíh
Sigríður Anna Ólafs-
dóttir, 18 ára úr
Grindavík, varkjör-
in Fegurðardrottning Suð-
urnesja árið 2000 í Bláa
lóninu. Keppnin þótti
takast vel en tíu stúlkur af
Suðurnesjum kepptu tim
titilinn. Herra Suðurnes er
liins vegarjón Freyr
Hjartarson.
S0
FRETTIR
Gutl ársins:
Bragðast
eins og sápa
Markaðs- og atvinnu-
ráð Reykjanesbæj-
ar fór þess á leit við
Utanrískisráðuncytið að
samið yrði við Vatnsveitu
Suðurnesja um að tengja
Leifsstöð veitukerfi VAS.
Vatnið í Eeifsstöð er klór-
blandað og telur ráðið það
staða ímynd Islands.
Astæða klórbliindunarinn-
ar er sú að stöðin er skil-
greind sem hernaðarmann-
virki. Hæ Litli...
Afhending ársins:
Láðir til leigu,
þarfnast
hreinsunar!
Skriður kom á afhend-
ingu Nikkelsvæðisins á
árinu þegar bæjarsjórn
Reykjanesbæjar barst bréf
frá Utanríkisráðuneytinu
þar sem Reykjanesbæ er
boðið Nikkelsvæðið til leigu
til 99 ára. Svæðið mun vera
mengað en sú mengun á að
vera vel viðráðanleg. Gert er
ráð fyrir 430 íbúða byggð á
svæðinu auk þjónustubygg-
inga og iðnaðarhúsnæðis.
r
Utsalan
hefst laugardagimi 6. janúar,
opið frá 13-16 og sunnudag frá 13-17.
30-70% afsláttur
Gerið góð kaup á nýju ári.
Opið virka daga frá 14-16 og 20-22.
Verslunin Sirrý,
Hafnargötu 7b, Grindavík.
Sími 426 9888.
Á R
GLEDILEGT
N Ý T T
11