Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2001, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 04.01.2001, Blaðsíða 12
r ■ Reykjaneshöllin: Tæplega ellefu milljonir króna í leigutekjur Tekjur Reykjaneshall- arinnar fyrir tínia- hilið 9. janúar tii 30. september 2000 eru saman- lagt tæpar ellefu milljónir króna. Þar af er millifærður styrkur rúmar 6 millj. kr., tekjur vegna útleigu rúmar 4 millj. kr. og auglýsinga- tekjur tæplega 400 þús. kr. Þetta kom fram í greinargerð sem fúlltrúar Samfylkingar- innar óskuðu eftir að lögð yrði fram. í greinargerðinni kom einnig fram að fjöldi not- enda á þessu tímabili væri rúmlega 33 þúsund einstak- lingar og notkun væri rúm- lega þrjú þúsund klukku- stundir. Göngugarpar hafa einnig verið duglegir við að nýta sér aðstöðuna en á tíma- bilinu 1. mars til 30. nóvem- ber mættu tæplega 3000 ein- staklingar í Höllina til að fá sér göngutúr. Óskabarn á tímamótum Góðir Suðurnesja- menn. Ég vil fyrir hönd stjórnar Hita- veitu Suðurnesja byrja á því að þakka ykkur fyrir það ár sem er að líða og óska ykkur öllum gleðilegs árs. Hitaveita Suðurnesja sem er óskabarn okkar Suðurnesja- manna, er á miklum tímamót- um um þessi áramót. Sennilega hefur stjórn HS og eigendur ekki staðið frammi fyrir stærri ákvörðunum um tillögu um framtíðarmótun HS, þ.e.a.s. að HS verði breytt í hlutafélag og að Rafveita Hafnarfjarðar sam- einist HS. Eg tel að með þessum hug- myndunt, séum við að marka framtíðarsýn til góðs fyrir HS og sýna fmmkvæði um breytt rekstrarform orkufyrirtækja á Islandi. Um leið styrkist rekstur HS og munu bætast við um 30 þús. notendur á raforku og lækka um leið raforkuverð til Hafnfirðinga sem hefur verið 18% hærra en hjá okkur. Mun það taka u.þ.b. tvö ár að breyta því til jafns við okkar verð. Þessi breyting hefur ekki verð- hækkun í för með sér til Suður- nesjabúa, og mun það takast Ingólfur Bárðarson með meiri hagkvæmni í rekstri og gera HS að stærri rekstrar- einingu. Ef við lítum til framtíðar sjáum við væntanlega annað orkuver rísa á Trölladyngjusvæðinu sem mun verða stærra og öfl- ugra en orkuverið í Svartsengi ef vel tekst til. Okar virðist vera næg á þessu svæði samkvæmt mælingum. Væntingar um þessa möguleika munu aukast verulega eftir þennan sammna við Rafveitu Hafnarfjarðar og munu miklar framkvæmdir eiga sér stað í Vatnsleysu- strandarhreppi í tengslum við þessar væntingar. Eg vil nota tækifærið og þakka eigendum HS fyrir þær góðu viðtökur sem þessar tillögur frá stjóm HS, hlutu hjá þeim um þessar breytingar á rekstrar- formi HS og sammna við RH. Stjóm HS mun halda áfram að marka stefnu til framtíðar, til hagsældar fyrir eigendur og notendur. Einnig vil ég þakka þeim framsýnu sveitarstjómar- mönnum sem höfðu kjark og þor, til að byggja HS upp á sín- um tíma. Það hefur skilað sér til okkar Suðurnesjamanna, með mikilli hagsæld og mörg- um framkvæmdum sem hafa fæðst, s.s. Bláa Lónið o.fl. Mörg öflug og stór fyrirtæki hafa sest hér að vegn hag- kvæms orkuverðs til þeirra. Suðurnesjamenn, stöndum saman um að efla og styrkja HS til framtíðar og eflum með því atvinnutækifæri afkomenda okkar og látum ekki þröngsýn sjónarmið stöðva þá þróun. Ingólfur Bárðarson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja Hvert stefnum við? egar tuttugasta og fyrsta öldin heldur innreið sína um áramót má spyrja: Hvar erum við stödd, hvert stefnum við? Við höfum vaxið frá örbirgð til efnalegrar ofgnóttar. Um aldamótin 1901 skipti mestu máli að hafa í sig og á, lífið snerist um frumþarf- irnar. Um niiðja öld hófst ásóknin í efnislcg gæði og tæk- jabúnaður varð eftirsóknar- vert markmið í lífinu. Sauma- vél, ryksuga, bfll eða sjónvarp varð mikilvægt stöðutákn. Nú er það ásóknin í allskonar „lífs- gæði“ sem setja svip sinn á öld- ina. Lífstfll okkar hefur breyst þannig að efnislegur ávinn- ingur er orðinn að æðsta gildi mannlegrar tilveru og dýrk- aður í okkar heimshluta. Bilið á milli ríkra og fátækra breikkar. A sama tíma og fólk deyr úr hungri í sumum heimshlutum er sóað og eytt hérna mcgin ála. A Islandi eykst misskipting tekna og gífulegar eignatilfærslur hafa átt sér stað í skjóli pólitísks valds. Tiltölulega fáar fjöl- skyldur hér á landi eiga nú umtalsverð verðmæti meðan aðrir geta ekki tekið þátt í lífs- gæðastflnum nema að tak- mörkuðu leyti. Sú efnishyggja sem er ráðandi í heiminum gengur á hinar óendurnýjan- legu náttúruauðlindir í þágu þessa lífstfls og hefur áhrif á loftslags- breytingar sem ekki verður séð fyrir hvert muni leiða. Hver sem hin póli- tíska sann- færing okkar er stendur öllum í raun ógn af skammsýni og græðgi, ekkert okkar getur flúiö sameiginleg örlög mannkyns. Ríku þjóð- irnar bera hér mesta ábyrgð og því cr það mikilvægt verkefni næstu ára að hefja gagnrýna umræðu um hvert nútímalíf- stfll okkar stefnir. Það sem flestir sækjast eftir í lífinu og með lífinu eru „lífs- gæði." Leiðin að lífsgæðunum er því miður óþekkt, þótt hægt sé að benda á atriði sem skipta máli á þeirri leið. Ég nefhi samband á milli manna og náin tengsl. Að tilheyra hópi eða vera í fjöl- skyldu er mikilvægt. Lífsgæði fjalla oftast um ytri skilyrði þar sem vinna, efnahagur og bústað- ur gegna þýðingamúklu hlut- verki. Heilsan skipar veglegan sess, ekki bara sú líkamlega, heldur ekki síður sú sálarlega og andlega. I nútímasamfélagi verður leitin að lífsgæðunum oft endalaust kapphlaup og margir örmagnast í stressinu. Stundum er gripið tii örþrifaráða. Notkun áfengis og vímuefna eykst og siðlaus glæpastarfsemi fær byr í vængi. Margir sem leita til sér- fræðilækna, kannski þrir af hverjum fjórum, þjást ekki af líkamlegum kvillum fyrst og fremst. Vanlíðanin á sér oftar en ekki margþætta skýringu. Ein getur verið lífið sjálft. Fyrir marga er oft of erfitt að vera til og vanlíðan stafar af tilfinninga- legum, andlegum eða félags- legum ástæðum. Hún birtist í formi misnotkunar á eigin lífi og annarra, lélegri sjálfsímynd, árásarhneigð, valdbeitingu og til- finningalausri hegðan. Þessi tegund vanheilsu flæðir yfir eins og farsótt sem lesa má um í fjöl- miðlum t.d. undir fyrirsögnum um nauðganir, ölvunarakstur, manndráp eða morð. A þeirri öld sem nú er að hefjast er mikilvægasta félagslega verk- efnið sennilega það að styrkja kerfi siðferðilegra gilda. Með siðferði er átt við hvað manni ber að gera eða ber ekki að gera. Siðferðisreglur fjalla um það sem er gort og vont. Siðferði gerir ráð fýrir samkennd milli manna það er ábyrgð sem gengur lengra en hin lagalega. Hin sígilda saga úr biblíunni um Kain og Abel; „A ég að gæta bróður míns," endur- speglar hvaða ábyrgð ég ber á því sem gerist í kringum mig. Heilsa annarra og/eða umhverfi þeirra er háð því hvemig við hegðum okkur. Heilsa eða um- hverfi okkar er háð því hvemig aðrir hegða sér. Að setja sig í vanda annarra og samkennd em forsenda þess að við getum hegð- að okkur siðferðislega. Að bera ábyrgð á öðmm felur í sér skuld- bindingu til að láta sig varða eða grípa inni þá atburðarás sem á sér stað. Þess vegna kemur okkur við hvemig öðmm líður eða hvemig ástatt er annars staðar. Fátækt, hungur eða eyðni í öðmm heimshomum er líka okkar mál þótt það virðist lang- sótt. Atferli eða hegðun sem stefnir einstaklingum, lífríkinu eða framtíð mannkynns í hættu ættu ekki aðeins að vera refsi- verð heldur einnig álitin skamm- arleg út ífá siðferðilegu sjónar- miði. Samfélagið þarfnast sið- ferðis og sjálfsaga. Siðferðisreglur em umferðar- reglur þess sem er rétt eða rangt. Efnahagslega hagsæld þarf að nálgast út frá siðferðislegum gildum og oft þarf kjark til að taka af skarið um nýjan lífstíl sem stríðir gegn skammtíma- hagsmunum einstaklingsins eða heildarinnar. Það er gæfa okkar á Suðumesj- um að búa á svæði þar sem er að finna uppsprettu vistvænnar og endumýjanlegar orku. Við emm jress vegna efnalega betur sett en flestir aðrir til að ttikast á við hagsæld í Ijósi siðferðilegra gilda Á R sem knýr á um breyttan lífstíl á komandi öld. Engu að síður hvfl- ir á okkur sú skylda og ábyrgð að nýta auðlind okkar af skynsemi og skilningi. Til þess þarf aukna þekkingu og símenntun í þágu sjálfbænrar þróunar atvinnulífs- ins, að við hegðum okkur siðferðilega rétt í umgengni okkar við náttúmna og hvert annað. Miðstöð símenntunar á Suðumesjum, Fjölbrautaskólinn, gmnn- og leikskólamir geta gegnt lykilhlutverki íþessu sam- bandi. Þá er ekki síður mikilvægt að atvinnulífið, einkum fyrirtæki eins og Hitaveita Suðumesja eflist til að skapa skilyrði fyrir nýsköpun vistvænnar og sjálf- bærrar atvinnustarfsemi á svæð- inu. Hitaveitan er dæmi um fyrir- tæki í sameign okkar Suðumesja- manna, sem í samvinnu við ná- grannasveitarfélögin, getur orðið máttarstólpi vistvæns umhverfis og atvinnulífs á Suðumesjum og víðar á öldinni sem er að hefjast, okkur öllum til hagsældar. Það er pólitísk ábyrgð sveitarfélaganna og tbúanna að marka ffamtfðar- stefnuna á gmndvelli siðferði- legra gilda og umræðu um hvert við viljum stefna og hvers vegna. Ég óska Suðumesjabúum farsældar á nýju ári og nýrri öld. Skúli Thoroddsen, forstöðu- maður Miðstöðvar símenntimar á Suðumesjum 12 GLEEILEGT N Ý T T

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.