Víkurfréttir - 11.01.2001, Blaðsíða 2
Fólki ógnaö
með hagla-
byssu
Karlmaður var
handtekiun í Sand-
gerði á aðfaranótt
sunnudags eftir að liafa
ógnað hópi fólks nieð
haglahyssu og barið mann í
höfuðið með vopninu. Sá
lilaut talsverða áverka eftir
h'kamsárásina.
Lögreglan í Kellavík lékk lil-
kynningu um mikil slagsniál
og ólæti í Sandgerði og fór á
staðinn. Hópur fólks tók á
móti lögreglu og sagði að
maður þar í bæ hcfði komiö
hlaupandi frá heimili sínum
með haglabyssu, miðað
henni á einn úr hópnum og
barið hann síðan í liöfuðið
með skeftinu. Árásannaður-
inn var handtekinn og færður
til yluheyrslu á lögreglustöð-
inni í Keflavík. Húsleit var
gerð á heimili hans og liald
lagl á haglabyssuna.
Við yfirheyrslur kom í Ijós að
mennirnir tveir hefðu báðir
verið að skemmta sér á Vit-
anum í Sandgerði fyrr utn
kvöldið. Ósætti kom upp á
milli þeirra en vitni greinir
nokkuð á um nákvæman að-
draganda málsins. Málið telst
upplýst.
Verslunin í
Stóru blokk-
inni lokar
Matvöruverslunin
að Faxabraut 27
lokar um óákveð-
inn tíma frá og með 1. jan-
úar 2001.
Ástæður lokunarinnar eru
lagfæringar á húsnæði versl-
unarinnar að utan og innan
og endurskipulagning á
rekstrinum. Fastir starfsmenn
verslunarinnar llytjast í störf
hjá öðrum deildum Sam-
kaupa hf. Ljóst er að viða-
miklar endurbætur hafa verið
utandyra á húsnæðinu að
Faxabraut 27 sl. ár og ólokið
er lagfæringu á þeim hluta
sem snýr að versluninni. Þá
þarf að fara í vcrulegar end-
urbætur innanbúðar eigi
verslunin að standast kröfur
nútímans.
Strákarnir á Röstinni GK120 komu með vænan afla að landi í Sandgerði á mánudag. Aflinn fer allur til vinnslu hjá Karli
Njálssyni ehf. í Garði þar sem rekin er myndarleg saltfiskvinnsla. Fiskverð er hátt þessa dagana enda margir sem vilja góða
soðningu eftir allar stórsteikurnar um jól og áramót. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
■ Félagsráðgjafar Reykjanesbæjar krefjast leiðréttingar á launum:
Er Reykjanesbær
að brjóta á konum?
Starfsmenn Fjölskyldu - og félags-
þjónustu Reykjanesbæjar hafa
óskað eftir við bæjaryfirvöld að
laun þeirra verði leiðrétt. Starfsmenn-
irnir, sem eru eingöngu konur, telja að
þeim sé mismunað á grundvelli kyns.
Að sögn Ellerts Eiríkssonar (D), bæjar-
stjóra, eru þessi mál í skoðun. Hann
hyggst funda með félagsráðgjöfum á
næstunni og fara yfir málin með þeim
og útbúa síðan skriflega greinargerð.
Jafnrétti er stefnan
Forsaga málsins er sú að bærinn gerði
samning við félagsráðgjafa í desember
1997. I viðauka samningsins kemur fram
að það sé yfirlýst stefna Reykjanesbæjar að
jafna launamun karla og kvenna sem ekki
er hægt að útskýra nema á grundvelli kyns.
Einnig segir að „með nýju launakerfi gefst
tækifæri til að vinna að þeim markmið-
um.“ I samningnum segir einnig að jafn-
réttisáætlun Reykjanesbæjar sé hluti af
samningnum en þar segir m.a.: „Við
ákvörðun launa og fh'ðinda skal gæta þess
að kynjum sé ekki mismunað.“
Styttra nám en hærri laun!
Félagsráðgjafar Reykjanesbæjar segja í
greinargerð sem þeir sendu frá sér fyrir
skömmu, að þeir hafi komist að því að of-
angreindum atriðum hafi ekki verið fylgt
eftir. Þær taka dæmi um verkfræðing
Reykjanesbæjar, sem er karlmaður og hef-
ur jafnlangt háskólanám að baki og félags-
ráðgjafar. Verkfræðingurinn er með rúm-
lega 36 þús. kr. hærri grunnlaun en yfirfé-
lagsráðgjafi sem er kona. Einnig er tekið
dæmi um byggingafulltrúa bæjarins, sem
hefur styttra háskólanám að baki en félags-
ráðgjafi. Byggingafulltrúinn er karlmaður
og hefur rúmlega 26 þús. kr. hærri gmnn-
laun en yfirfélagsráðgjafi og 46 þús. kr.
hærri grunnlaun en félagsráðgjafi. Til skýr-
ingar má benda á að yfirfélagsráðgjafi
heyrir beint undir félagsmálastjóra og er
því á sama stað í skipuritinu og verkfræð-
ingur.
Erfiöir málaflokkar
í greinargerð félagsrágjafa kemur fram að
mannaforráð þeirra séu síst minni en þeirra
hákskólamenntuðu karlmanna sem starfa
hjá Reykjanesbæ og ábyrgð þeirra mikil
þar þær starfa við mjög viðkvæma og erf-
iða málaflokka eins og bamavemdarmál.
Þær fara fram á leiðréttingu á launum sín-
um þannig að grunnlaun yfirfélagsráðgjafa
verði þau sömu og verkfræðings og gmnn-
laun félagsráðgjafa verði þau sömu og
byggingafulltrúa. Farið er fram á að leið-
réttingin gildi frá því að kjarasamningar
umræddra aðila tóku gildi.
VIKUR
PRÉTTIR
Útgefandi: Vfloirfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 2G0 Njarðvík, simi 421 4717, fax 421 2777
Ritstjóri: Páll Hetilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222 hbb@vf.is
Blaðamenn: Silja Dögg Gunnarsdóttir silja@vf.is • Auglýsingar: Kristin Njálsdóttir kristin@vf.is,
Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is Auglýsingagerð: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is
Útlit, umbrot, litgreining og prentvistun: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Oddi hf. Dag'leg stafrEEn Útgáfa: WWW.vf.ÍS