Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.01.2001, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.01.2001, Blaðsíða 14
Dularfullur dauðdagi fiðurfes „Skiljum ekkert íþessu“, segir eigandi eggjabúsins. - Setti utanaðkomandi aðili hænur ígáminn? Umræddur sorpkassi við eggjabúið Gróður í Grófinni. VF-mynd: Hilmar Bragi Starfsmönnum sorp- hreinsunarfyrirtækis- ins Njarðtaks í Reykja- nesbæ brá heldur betur í brún sl. mánudagsmorgun þegar þeir tóku sorp frá eggjabúinu Gróðri í Kefla- vík. Lifandi hænur flugu úr sorpgámnum og inn í rusla- bílinn. Dýraverndunarsam- band Islands hefur sent bréf til lögregluembættisins í Keflavík og fer fram á að málið verði rannsakað. Sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni er rannsókn hafin. Sigríður Asgeirsdóttir formað- ur Dýravemdunarsambands Is- lands segir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem lifandi hæsn frá eggjabúum á Suðurnesjum, fara með hræjum í sorpgám en hún segir að sambandið hafa fengið tilkynningu um slíkt fyr- ir tveimur ámm síðan. Reynir Jónsson, eigandi Gróð- urs segist alls ekkert skilja í þessu máli. „Við létum hæn- urnar út í gám á föstudag en við teljum ólíklegt að þær haft lifað af í gámnum í frostinu í fjóra daga. Það kannast enginn hér við að hafa sett hænur út í gám um helgina. Ég vil taka það fram að við slátrum ekki hænum heldur eru þær settar á sláturhús. Við erum með varp- hænur í búinu sem drepast eins og gengur og þá em þær settar í poka sem bundið er fyrir, eða lokaðan kass og síðan út í gám og það sér hver maður hvort hænumar eru dauðar eða lif- andi þegar þær eru settar í poka. Mér finnst þetta mál bara mjög skrýtið en við verðum auðvitað að taka afleiðingunum ef einhver ber eitthvað upp á okkur, við getum ekkert gert“, segir Reynir. Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknis á Keldum sagði í samtali við Víkurfréttir að hann myndi ekkert aðhafast að svo stöddu en hann fór og skoðaði eggjabúið sl. þriðjudag og talaði við starfsfólk. „Ókkur finnst skrýtið hvemig þetta á að hafa gerst. Fuglinn er snúinn úr hálsliðnum, settur í poka sem bundið er fyrir og að lokum settur út fyrir í ruslagám. Búið er að tala við starfsmenn og enginn þeirra kannast við að hafa sett hænumar út í gám. Málinu er lokið af okkar hálfu en við ítrekuðum við starfs- menn að þeir yrðu að sann- reyna hvort fuglarnir væru dauðir áður en þeir væm settir út í gám, sem þeir segjast þó hafa gert hingað til“, segir Gunnar Öm og telur ekki úti- lokað að umræddar hænur hafi ekki komið frá eggjabúinu Gróðri, heldur hafi einhver sett þær í gáminn. Hluthafafundur í Samkaupum hf. Samþykkt að auka hlutafé veyna samruna við KEA Samþykkt var á hluthafafundi í Samkaupum hf. að hækka hlutafé um 250 milljónir króna sem er tvöföldun á hlutafé í fyrirtækinu. Samhliða var samþykkt að núverandi hluthafar féllu frá forkaupsrétti sínum. Nokkrar umræður urðu á hluthafafundinum sem var á Glóðinni sl. mánudag. Þó var að heyra góðan róm gerðan að samruna við norðanmenn í KEA. Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdstjóri Samkaupa hf. skýrði gang mál og undirbún- ing að samrunanum. Hann ræddi m.a. um nafnamál á verslunum en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. „Gleðiley" Samfylhingarkveðja? Skömmu fyrir jól sendi Samfylkingin bæjar- búum „jóla- og ára- mótakveðju“ sína í blaða- formi sem dreift var í öll hús í Reykjanesbæ. Fyrir það fyrsta var blaðið ótrúlega neikvætt og lítt uppörvandi í byrjun jólahátíðar. Hitt var þó öllu verra að blaðið var uppfullt af ósannindum og jafnvel hreinum uppspuna. Mér er í sjálfu sér sama þótt að Samfylkingin eða aðrir leggi í það tíma og peninga að gefa út léleg blöð en get ekki látið það óátalið ef reynt er að Ijúga að bæjar- búum um störf meirihluta bæjarstjórnar. Tvö dænii ætla ég að nefna hér. Forvarnarfulltrúi felldur! Samfylkingarmenn lögðu all nokkuð pláss og höfðu stór orð um að meirihluti Sjálf- stæðismanna og Framsóknar- manna í bæjarstjórn hefðu öðru sinni snarfellt tillögu Samfylkingarinnar um ráðn- ingu forvarnarfulltrúa. Svo mikið fannst þeim til fréttar- innar koma að á forsíðu blaðsins var vísað til greinar „Mér erísjálfu sérsama þótt að Samfylkingin eða aðrir leggi í það tíma og peninga að gefa út léleg blöð en get ekki látið það óátalið ef reynt er að Ijúga að bæjarbúum um störf meiri- hluta bæjarstjórnar." um málið sem var að ftnna inn í blaðinu. Eini gallinn á frétt- inni var sá að hún er fullkom- lega ósönn. Hið rétta er að tillaga Sam- fylkingarmanna var lögð fram í bæjarstjórn 5.des. s.l. og tekin til afgreiðslu ásamt fjárhagsáætlun ársins 2001 þann 19.des. Þar var henni vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar þar sem hún er til meðferðar nú. Tillagan var því ekki felld, hvað þá snar- felld, af hálfu meirihluta bæjarstjómar. Karfan - Korac Cup ! I blaðinu er hálf blaðsíða tekin undir skammir á meirihluta bæjarstjórnar vegna þess að ekki hafi verið staðið við loforð um að styrkja sameigin- legt körfuknattleikslið Kefla- víkur og Njarðvikur til þátt- töku í Evrópukeppni félags- liða eða Korac Cup eins og keppnin heitir. Þetta er að sjálfsögðu kolrangt. Hið rétta er að körfuknattleiksdeiidir félaganna tveggja voru styrkt- ar um kr. 3.040.000,- vegna þátttöku í þessari keppni og er þar eingöngu um að ræða peningalega styrki en ekki óbeina styrki s.s. ókeypis afnot af íþróttamannvirkjum o.s.frv. Þótti mörgum hverjum nóg um en meirihluti bæjarstjómar var þeirrar skoðunar að þátt- taka liðanna væri góð auglýs- ing fyrir bæjarfélagið - sem hún var. Því skoti sem sérstaklega var beint til mín og Skúla Skúla- sonar, forseta bæjarstjórnar, var því feilskot, enda var greinin hreinn uppspuni. Annað ! Ymislegt annað má nefna s.s. greinar um skipulagsmál eða um hitaveituna og fjárhags- stöðu Reykjanesbæjar en óþarft að fjalla nánar um það hér. Er þar ýmist farið með rangt mál eða sannleikanum hagrætt eins og Samfylk- ingunni einni er lagið. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér það nánar er bent á grein á heimasíðu minni www.es.is/ bodvar . Það er von mín að Samfylkingarmenn vandi sig betur við blaðaútgáfu í fram- tíðinni og sýni bæjarbúum þá virðingu að segja sannleikann. Með þeim orðum óska ég bæjarbúum öllum gleðilegs nýs árs með von um að árið verði okkur öllum heillaríkt og happadrjúgt. Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.