Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.01.2001, Page 9

Víkurfréttir - 11.01.2001, Page 9
Staöreyndir um Reykjanesbraut Að Reykjanesbraut var opnuð í núverandi mynd árið 1965. í dag fer umferðarþungi á Reykjanesbraut yfir 10.000 bíla á sólarhring á álagstímum. Reykjanesbraut er einn hættulegasti vegakafli landsins skv. samantekt Vegagerðar fyrir árin 1992-1998. Umferðarþungi á Reykjanesbraut hefur fimmfaldast frá því brautin var lögð 1965. Karlmenn valda fleiri óhöppum á Reykjanesbraut en konur miðað við landið í heild. Ökumenn 21 -30 ára eru sá hópur ökumanna sem er valdur að flestum slysum á Reykjanesbraut, samanborið við aðra aldurshópa. Tjón þessa aldurshóps eru einnig dýrust og kosta hvert að meðaltali 2.250 þúsund. Flest slys verða á Reykjanesbraut á tímabilinu frá 15-18 á daginn en þá er líka mesta umferðarálagið. Allar framkvæmdir verða að miða við það hámarks álag sem mannvikið á að þola. Reykjanesbraut var gríðarleg samgöngubót á SV-horninu þegar hún var lögð árið 1965. Tvöföldun Reykjanesbrautar verður gríðarleg samgöngubót sem kemur til með að skipta miklu máli fyrir byggðalögin á Reykjanesi. Dýrustu tjónin á Reykjanesbraut verða þegar bílar aka hvor framan á annan og þegar slys og óhöpp verða við framúrakstur. Sjónlengdum við framúrakstur er stórlega ábótavant á Reykjanesbraut þar sem t.d. 60% af veginum frá Straumi að Hvassahrauni er „blindur". Aukin umferð er eina haldbæra skýringin á aukningu umferðarslysa á Reykjanesbraut s.l. ár. Þungaflutningar um Reykjanesbraut eru mun meiri en á öðrum þjóðvegum. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa bent á að þegar mesta umferð nemi 8-10.000 bílum á sólarhring þurfi að aðskilja akstursstefnur. Umferð um Reykjanesbraut hefur nú þegar náð þessi takmarki og er langt yfir þvi á álagstímum milli 15-18 á daginn. Um Reykjanesbraut aka meira en tvær og hálf milljón ökutækja árlega. Á árunum 1982-1994 var slysastuðull Reykjanesbrautar 0,36 slys á hverja milljón ekna km. Árið 1998 var stuðullinn kominn í 0,60. Gert er ráð fyrir 75% samdrætti í slysatíðni með tvöföldun Reykjanesbrautar með mislægum gatnamótum. Umferð um Reykjanesbraut er annars eðlis en umferð á öðrum þjóðvegum. Aðstæður á Reykjanesbraut eru ekki samanburðarhæfar við aðra þjóðvegi. í skýrslu Vegagerðar Ríkisins er gert ráð fyrir 34% aukningu umferðar á Reykjanesbraut frá árinu 1994-2030. Á milli áranna 1995 og 2000 varð aukningin rúm 20% og spár gera ráð fyrir enn meiri fjölgun ferðamanna á næstu árum en áður var gert. Áhugahópur um málefni Reykjanesbrautar

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.