Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 31.01.2002, Page 28

Víkurfréttir - 31.01.2002, Page 28
MIÐSTÖÐ SIMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM ísland og Evrópusambandið Samningsmarkmið íslands við hugsanlega aðild íslands að ESB Tvö námskeið tvö kvöld, miðvikudaginn 6. febrúar og framhald 13. febrúar kl. 20. 1. Fullveldismál, Valgerður Bjarnadóttir 2. Sjávarútvegsmál, Katrín Júlíusdóttir 3. Efnahags- og peningamál, Már Guðmundsson Fundarstjóri Skúli Skúlason. Staður: Flughótel í Keflavík. í boði MSS. Munið námskrána Skráning í síma 421 7500 og á netinu www.mss.is www.vf.is H Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Eldhús, Keflavík ATVINNA Laus er til umsóknar 80% staða nú þegar við eldhús Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík. Reynsla æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágr. og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Eiríksson, matreiðslumaður, á morgun, föstudag frá kl. 13-15 í eldhúsi Heilbrigðisstofnunarinnar. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og umhverfi hennar er reyklaus vinnustaður. Framkvæmdastjóri. Flúðu inn úr kuldanum með sundlaugarblótið Þorrablót úrvalsdeildarinnar svokölluðu í Sundmiðstöö Keflavíkur var flutt úr heita pottinum og inn í hlýjan sal. Frostið úti var óbærilegt og ekki hægt að borða hrútspunga og sviðasultu í gaddinum. Kristlaug Sigurðardóttir Ijósmyndari VF smellti af meðfylgjandi myndum á þorrablótinu. EINELTI í HEIÐARSKÓLA Leikarinn Stefán Karl miðlar af reynslu sinni Mánudaginn 4. febrúar n.k. kemur Stefán Karl ieikari og ræðir við nemendur í Heiðar- skóla urn einelti. Hann hefur farið í Qölmarga skóla og rætt þetta vandamál. Stefán varð sjálfur fyrir einelti á sínum yngri árum og telur sig geta miðlað af reynslu sinni í þeim efnum. Hann hlaut nýlega viðurkenn- ingu fyrir þetta framtak sitt sem hann vinnur algjörlega í sjálf- boðavinnu. Stefán ræðir við nemendur á skólatíma en hittir foreldrana að kvöldlagi. Einelti fyrirfmnist á mörgum vinnustöðum en viðamiklar rannsóknir verið gerðar á því í skólum. í nýlegri bók sem Námsgagnastofnun gefur út og heitir „Saman í sátt“: „Leiðir til að fást við einelti og samskipta- vandamál í skólum” (Námgagnastofnun 2001) er spumingunni „Hvað er einelti?" svarað á eftirfarandi hátt: „Einelti er áreiti af þvi tagi að ofbeldi beinist að einni mann- eskju í lengri eða skemmri tíma. 1 einelti felst misbeiting á valdi, sá kraftmeiri ræðst á þann kraft- minni. Orðið einelti eryfirleitt notað um endurtekið atferli. Atvik sem einstaklingur verður fyrir aðeins einu sinni getur hins vegar stundum verið nálægt þvi að teljast einelti. Einelti getur birst í mismunandi myndum. Líkamlegar árásir, höfnun og striðni eru þær algengustu. Óli verður fyrir líkamlegu ofbeldi. Lilju er hafhað í félagahópnum. Pétur veróur fyrir illkvittnislegri striðni. f þessu hefti verður einelti skil- greint sem andlegt eða likamlegt. í líkamlegu einelti felst hvers konar líkamlegt áreiti svo sem barsmíðar, slagsmál, hártoganir og spörk. Andlegt einelti á sér stað við stríðni, höfnun, svipbrigði, skila- boð o.fl.” Samkvæmt rannsókn (RUM), Rannsóknarstofhunar uppeldis- og menntamála, frá því 1999 kernur fram að 7,7% nemenda i 5., 7., og 9. bekk hafa verið lagðir í einelti (2001:15). Þar sem það er talið jafhalgengt í öllum aldurshópum má gera ráð fýrir að rúmlega 30 nemendur í Heiðarskóla verði fyrir einelti í einhverri mynd og rúmlega 20 nemendur leggi aðra í einelti. Lesa má um einelti m.a. á eftir- farandi vefslóðum: www.heimiliogskoli.is/einelti www.Doktor.is www.mm.stjr.is Síðast talda netfangið er heimasíða Menntamálaráðuneytisins en undir liðnum, nýtt á vefhum, er að finna „Tillögur starfshóps um einelti í gmnnskólum” (Fréttatilkynning 25.05.2001). í þeirri skýrslu er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og tillögum starfshópsins en þær lúta að þremur meginþáttum: 1. Forvamir 2. Aðgerðaáætlun skóla 3. Áætlun um átak í menntun og fræðslu Skýrslan í heild er birt á vefnum. í lokin vil ég minna á glæsilega heimasíðu Njarðvíkurskóla, njardvik.ismennt.is, en þar er að finna undir liðnum einelti, svar við spumingunni: „Hvemig er tekið á einelti í Njarðvíkurskóla?" Prýðisgott dæmi um hvemig skófi hefur bmgðist við þessu vandamáli. Einelti er grafalvarlegt mál sem snertir alla er að samfélagi koma. Þess vegna er mikilvægt að þegar maður eins og Stefán Karl er reiðubúinn að miðla af reynslu sinni, að sem flestir nýti sér það. Fundur Stefáns með foreldrum verður mánudaginn 4. febrúar í Heiðarskóla og hefst kl. 19.30. Foreldrar bama í öllum gmnnskólum Reykjanesbæjar em velkomnir. Virðingarfyllst, Björn Víkingur Skúlasun, aðstoðarskólastjóri, Heiðarskóla. 28

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.