Víkurfréttir - 24.04.2002, Qupperneq 12
Arni Arnason skrifar:
Skjálfti sveitar-
stjórans í Garði
Það er athyglisvert að
fylgjast með þeim við-
brögðum F - listamanna í
Garði við þeirri
staðreynd að Ell-
ert Eiríksson
bæjarstjóri
Reykjanesbæjar
geti vel hugsað
sér að setjast á
ný í sveitar-
stjórastólinn hér í Garði ef H -
listinn fái nægt kjörgengi í vor.
í Vikurfréttum birtist grein eftir
Sigurð Jónsson sveitarstjóra í
Garði þar sem hann lýsir undrun
sinni á að Ellert vilji stuðla að
því að koma honum og meiri-
hlutanum frá. Þar kemur hann
inn á þessa afdráttarlausu yfírlýs-
ingu Ellerts um áhugann, en seg-
ir svo um leið, að kjósendur í
Garði eigi rétt á svörum ffá Ell-
erti hvort hann ætli í kosninga-
slaginn eða ekki. Við lestur
greinarinnar kemur glögglega
frarn að menn eru famir að óttast
um sætin sín sem segir manni
það að F - listamenn vita að Ell-
ert er hæfastur í sveitarstjórastól-
inn. A Ellerti er engan bilbug að
finna. Hann getur hugsað sér að
koma ef við getum boðið honum
starfið.
Eg verð því að minna núverandi
sveitarstjóra á það hvemig hann
komst í sveitarstjórastólinn hér.
Hann var búsettur í Vestmanna-
eyjum og var ráðinn til starfa,
hann vann enga kosningabaráttu
til að öðlast starf sitt. Af hverju
má ekki gera slíkt hið sama á
nýjan leik? H - listinn hefur
mikinn metnað fyrir Garðinum
og öllu þeim framkvæmdum sem
framundan eru og stendur að
þeim öllum.. Til þess að öll þessi
verkefni verði gerð á sem bestan
og hagkvæmnastan hátt þarf til
þess sveitarstjóra sem býr yfir
mikilli reynslu og þekkingu á
þessum sviðum og hann er því
miður vandfundinn hér í Garði.
Auk þess er vert að minnast á
það hvort ekki sé um siðblindu
að ræða að ráðinn sveitarstjóri
skuli með reglulegu millibili
skrifa greinar í svæðisblöðin þar
sem hann hvetur Garðbúa til að
kjósa F - listann.
Eg er ekki svo viss um það að
allir Garðbúar séu á eitt sáttir við
að skattgreiðslur þeirra fari í að
borga kosningastjóra F - listans
ráðherralaun. Sigurður Jónsson
hefúr ákveðið að vera bara sveit-
arstjóri sumra Garðmanna en
ekki allra eins og hann var ráðinn
tíl.
Einnig vakti athygli mina grein
sem sveitarstjóri skrifaði í Moig-
unblaðið fös. 19 april sl. þar sem
hann lýsir miklum metnaði F -
listans í skólamálum. Gerðaskóli
er einni skólinn á Suðurnesjum
sem ekki enn er einsetinn. Að-
staða starfsfólks er slík að aðeins
brot af starfsfólki getur fengið sér
sæti í frímínútum, og allir kenn-
arar skólans hafa aðgang að einni
tölvu í vinnuherbergi kennara. H
- listinn hefur krafist úrbóta í
þessu máli. Eg minni lika á
vinnnubrögð F - listamanna í
haust í úrlausnum launamála
skólastjómenda við skólann.
Ef þetta er kallaður metnaður í
herbúðum F-listamanna, þá ættu
kjósendur ekki að vera í vand-
ræðum með að X-H í kjörklefan-
um í vor.
Siðferði - árangur - metnaður
X - H
Arni Arnason
4. sæti á lista sjálfstæðismanna
og annara frjálslyndra
kjósenda
NBA-lið nota samskonar parket
og fer á íþróttahús Keflavíkur
w
kveðið hefur verið að
setja nýtt gólf á A - sal 1-
þróttahússins við Sunnu-
braut í sumar og varð fyrir val-
inu ný tegund af parketgolfi
sem mikið er notað af NBA lið-
um. Samið hcfur verið við fyr-
irtækið Parket og gólf sem er
umboðsaðili Connor á Islandi
en það fyrirtæki sérhæfir sig í
lagningu parketgólfa. Frá
þcssu er greint á vef Reykja-
nesbæjar.
Settir eru gúmmítappar undir
gólfið í stað grinda sem hefur
ýmsa kosti t.a.m. þarf ekki að
hreinsa út gríðarlegt magn af
steypu úr húsinu til að ná réttri
hæð íýrir grindur. Slíkt undirlag
hefúr verið prófað og reynst upp-
fylla allar kröfúr sem gerðar eru
til íþróttagólfa, sérstaklega vegna
iðkunar körfúbolta en einnig fyr-
ir almenna kennslu. Kosnaðará-
ætlun var í upphafi 25,4 milljónir
en gert er ráð fyrir að gólfið sem
varð fyrir valinu muni kosta um
18 milljónir. Framkvæmdir hefj-
ast 3. júní n.k. og er áætlað að
þeim ljúki 1. ágúst.
Munið að vera tímanlega í hús með greinar
til birtingar í Víkurfréttum. Skilafrestur til
hádegis á mánudögum.
| ÍSLANDSMEISTARAR NJARÐVÍKUR í STAPA
Vegleg uppskera hjá Njarðvík
Uppskeruhátíð úrvalsdeildar-
liðs Njarðvíkur í körfuknatt-
leik fór fram í Stapa um
hclgina. Þar kom Njarðvíkurliðið
saman ásamt helstu stuöningsaðil-
um sínum þar sem borðaður var
góður matur og ýmislegt gert til
skemmtunar.
Um miðnætti var síðan rólegheitun-
um breytt í dansleik sem átti að
standa fram á morgun. Ljósmyndari
Víkurfrétta, Hilmar Bragi, var á
staðnum undir borðhaldi og tók þá
meðfylgjandi myndir.
SANDGERÐISBÆR
GRINDAVIKURBÆR GERÐAHREPPUR
Samband
sveitarfélaga á
Suðurnesjum
Vatnsleysustrandarhreppur
12