Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 24.04.2002, Side 17

Víkurfréttir - 24.04.2002, Side 17
Miklar framkvæmdir við íþróttahúsið í Keflavík Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á fþrótta- húsinu við Sunnubraut í Keflavík í sumar en þá stend- ur til að sctja nýtt gólf á A-sal hússins. Einnig verður skipt um þakjárn á húsinu en það hefur átt það til að leka og hef- ur verið samið við sömu aðila og standa að stækkuninni á B- salnum um þá framkvæmd. I B-sal hússins mun koma gryfja íýrir fimleikana sem mun gjör- bylta æfíngaraðstöðu þeirra enda hafa stúlkumar sem lengra eru komnar þurft að fara til Reykja- víkur til æfinga. Sú framkvæmd gengur samkvæmt áætlun að sögn Stefáns Bjarkasonar íþrótta- og tómstundarfiilltrúa Reykja- nesbæjar en hann segir að næst á dagskrá sé að skoða tilboð í fim- leikatæki sem þeim hefur borist, en um er að ræða tæki sem tengj- ast gryfjunni. Nú hefur verið ákveðið að setja parket á A-salinn, hver er á- stæðan? „Þaö hefúr verið mikið um álags- meiðsli hjá körfuboltamönnum í Keflavík undanfarin ár og því þótti vera kominn timi til að breyta um gólf en það var löngu kominn tími á þennan dúk. Menn vildu frekar fá parket á gólfið enda fer það betur með lík- amann. Við vildum að Keflvík- ingar fengju sambærilegt gólf og vinir þeirra í Njarðvík en gólfið þar hefur verið talið eitt það besta á landinu". Samið hefur verið við fýrirtækið Parket og gólf sem er umboðsað- ili Connor á Islandi. Connor er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu parketgólfa og sel- ur það um 700 slík á ári. Stefán segir að gólfið sem um ræðir sé mikið notað af NBA liðunum og því hlyti það að vera gott. „Við vildum fmna það besta sem völ var á og þess má geta að það er samþykkt af FIBA. Þetta er ný tegund af uppbyggingu af parketi þar sem settir eru gúmmítappar undir í staðin fyrir grindur" Hvað mun þessi framkvæmd kosta? „Þetta mun kosta um 18 milljónir en kostnaðaráætlunin var 25,4 milljónir. Við spöruðum því um 7 milljónir á því að þurfa ekki að steypa aftur og setja grindur. Við þuifiim einungis að rífa dúkinn og um 5-7 cm. af steypu". Hvenær hefst svo framkvæmd- in? „Framkvæmdin hefst 3. júní og áætlað er að henni ljúki 1. ágúst. Við leggjum mikla áherslu á það að körfúboltamenn nái að æfa og venjast gólfinu áður en tímabilið hefst“. FimmtudagiiiiJ 25, apríl Sumardaginn fyrsta PunktamótHáimksforgj. karlar24,konur28, Ræstútkl. 08:00-14:00 Skráningfer framáwm.goltisogisima 4214M Mifn SæliU.mlforgj. Sætilánforgj. Si Nándarverðlauná3.og16,braut Hjálmadagar Trek hjálmar á sumartilboði miðvikud-föstud-laugard verð aðeins kr. 2.990,- Frábært úrval af reiðhjólum á góðu verði fyrir alla fjölskylduna, einnig mikið úrval af fylgihlutum ÚTISPOKT VERSLUN - HJÓLAVERKSTÆÐI Hafnargötu 44, 230 Keflavík. Sími 421 1130. Opið virka daga 10-18. Laugard 10-14. FUNDARBOÐ Aöalfundur Rafiðnaðarfélags Suöurnesja veröur haldinn í húsnæði Iðnsveinafélags Suðurnesja, Tjarnargötu 7 Reykjanesbæ í kvöld 24. apríl kl. 20 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Veitingar. Félagar fjölmennum! Stjórnin. Til sölu Einbýlishús, 182 fm, til sölu í Vogunum. Afhendingartími í júlí 2002 eða eftir nánara samkomulagi. Arkitekt: Haukur Viktorsson www.reykjabraut.is Sími 595 0102 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis 1. MAÍ Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis óskar launþegum til hamingju með dag verkalýðsins. Fjölmennum á hátíðarhöldin. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 17

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.