Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 23.05.2002, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 23.05.2002, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN • FRÉTTIR Fimmtudagurinn 23. maí 2002 Ágætur framboðsfundur í Stapa Bæjarbúar fjölmenntu á borgarafund framboð- anna í Reykjanesbæ í Stapa sl. fimmtudag Fyrir fundinn var óljóst hvort full- trúar frá Sjálfstæðisflokki myndu mæta því þeir höfðu mótmælt uppsetningu fund- arins og boðað annan fund á sama tíma. Ihaldið lét sig ekki vanta og fór fundurinn ágætlega fram. Hann hófst með framsögu fulltrúa hvers flokks og tók fyrstur til máls Ólafur Thordersen (S) þá fylgdu í kjölfarið þau Svein- dís Valdimarsdóttir (S), Björk Guðjónsdóttir (D), Sig- ríður Jóna Jóhanncsdóttir (D), Þorsteinn Árnason (B) og að lokum Guðný Krist- jánsdóttir (B). Eftir ræður frambjóðenda sátu oddvitamir Jóhann Geirdal (S), Kjartan Már Kjartansson (B) og Árni Sigfússon (D) fyrir svörum bæjarbúa. Spumingar voru fremur fyrirsjáanlegar miðað við aðstæður líðandi stundar. Meðal þess sem spurt var um, var afstaða oddvitana til nýrra stálpípuverksmiðju sem áætlað er að byggja í Helguvík og var ekki annað að heyra en þeir væru allir sam- mála þeirri byggingu og töldu hana góðan kost fyrir sveitarfé- lagið. Samfylkingin hefur ætíð barist hart fyrir því að sýna fram á til- gangsleysi og kostnaðarsemi Reykjaneshallar. Á því var engin brejhing þetta kvöld. Jó- hann Geirdal ræddi um fáran- legan leigusamning hallarinnar og taldi bæinn hafa gert stór mistök með samþykki hans. Ami Sigfússon lagði hins vegar fram forvitnilegt bréf ffá fram- kvæmdarstjóra Landmats, sem er eigandi hallarinnar, þar sem einblínt er á það að samningur eins og gerður var við Reykja- nesbæ um leigu á Reykjanes- höll verður ekki gerður aftur vegna of hagstæðra kjara leigu- taka. Þá var einnig rætt um meiri- hlutasamstarf flokkanna. Odd- vitamir vom spurðir um hvaða áhugi lægi fyrir slíku samstarfi. Oddvitar allra flokka ítrekuðu að ekkert hafi verið rætt um slík samstörf og munu allir flokkar ganga til kosninga óbundnir. „Hvað muni gerast eftir það verður tíminn að leiða í ljós“, sagði Jóhann Geirdal. Framsóknarmenn stikluðu á stóru hvað varðar fjölskyldu- mál ásamt því að tala um kosti hugmyndarinnar um Taxibus á þessum fundi og sýndu einnig fram á það að það er nauðsyn- legt að halda uppi jafnri línu milli vinstri manna og hægri sinnaðra stjómmálamanna hér í bæ. STORDANSLEIKUri Milljónamæringarnir ásamt Bogomil Font, Bjarni Ara og Raggi Bjarna laugardaginn l.júní. hánar auglýst síðar. a^FJÖ^ ...................... Verktakar - Vélaleiga Öll almenn jarðvinna og hellulagnir. Gerum föst verðtilboð. Sigurður s: 898 1114 • Salómon s: 897 0164 Heilbrigð skynsemi P Ellert Eiriksson skrifar Sumarið er gengið í garð, til- hlökkun og bjartsýni fyllir hugi manna. Með sumarbyrjun 2002 hófst fyrir alvöru kosningabaráttan vegna bæjarstjórnakosning- anna í Reykjanesbæ. Stjóm- málaflokkarnir settu fram stefnumál sín, frambjóðendur halda vinnustaðafundi, hverfa- fundi, borgarafundi og takast á í fjölmiðlum. Málflutningur hefur verið með ýmsum hætti, frammistaða frambjóðenda fær misjafna dóma hjá bæjarbúum, en eins og gengur og gerist finnst stuðningsmönnum hvers flokks sínir menn bestir. Á grundvelli manna og mál- efha svo og mati á hvemig nú- verandi meirihluti bæjarstjórn- ar Reykjanesbæjar hefúr staðið sig átt þú kjósandi góður að taka afstöðu. Það er ábyrgðar- fúllt verk. Að mæta á kjörstað og setja X á kjörseðilinn er lítið verk, en ákvörðunin er mikil- væg, það er málið. Eg gæti hér og nú skrifað langa grein um öll þau góðu verkefni og nýmæli sem komist hafa í framkvæmd undir forystu Sjálfstæðisflokksins í þau 12 ár sem ég hef gegnt staifi bæjar- stjóra í Keflavík og síðan Reykjanesbæ. Slík grein tæki allar Víkurfféttir í dag. Kjós- andi góður, líttu í kringum þig. Neikvæður málflutningur Það fer ekki á milli mála að málflutningur Samfylkingar- innar hefúr komið mörgum á óvart, allt er á neikvæðu nótun- um, allt í rúst og ekki glæta framundan. Sjálfsagt má finna að ýmsu eins og gengur og ger- ist, en ekki dreg ég í efa að Samfylkingin hefði haft allt aðrar áherslur og ekki hrint í framkvæmd nema broti af því sem gert hefúr verið í Reykja- nesbæ á undanfornum árum. Þeir hefðu haldið að sér hönd- um, samkvæmt eigin málflutn- ingi. Framtíðarsýn Bjartsýni, yfirvegun og heil- brigð skynsemi hefur verið leiðarljós í stjóm bæjarfélags- ins, gætt hefur verið hverrar krónu af skattfé bæjarbúa og engu eitt í óráðsíu. Það á ekki að vanmeta bjart- sýnina eða gera lítið úr henni. Hún er forsenda flestra góðra verka og framtaks. Hún er mikilvægur drifkraftur þegar á móti blæs og eykur bæjarbúum og stjómendum þrótt í góðæri. Svartsýni er að sama skapi ávísun á deyfð og stöðnun, Samfylkingin er boðberi þeirr- ar stefnu, á henni þurfúm við ekki að halda. Kjósandi góður, við skulum halda áfram góðum verkum og uppbyggingu í góðum bæ, trygging fyrir því að góður bær verði betri er örugglega X D á kjördag. Ellert Eiríksson bæjarstjóri WF TIMARIT VIHURFRETTA ELLERT GERIR UPP BÆJARSTJÓRANN í ÍTARLEGU TVF VIÐTALI 20

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.