Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 23.05.2002, Page 34

Víkurfréttir - 23.05.2002, Page 34
Fimmtudagurinn 23. maí 2002 gmminni Adolf Sueinsson skorar hér glæsilegt skallaiiark gegn Fram. Til vinstri má sjá boltan á leið í netið og efst til hægri má sjá Keflavíkurliðið fagn markinu. VF-myndir: Hilmaríragi „Hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik" Boltagjöf VF Við hjá VíkurfYéttuin höfum ákveöiö að vera meö boltagjöf i Síniadcildinni i sumar. Þeir leikmenn sem skara framúr fa upp i 3 bolla. Einnig munum við velja mann leiksins og tilþrif leiksins. Keflvíkingar gerðu 1-1 jafntefli gegn Fram í fyrstu umferð Síma- deildarinnar í knattspyrnu í dag. Adolf Sveinsson kom Keflvíkingum yfir á 38. mínútu með glæsilegu skallamarki og Keflvíkingar leiddu i hálfleik. Það var svo Þorbjörn Atli Sveinsson sem jafnaði leikinn með skalla á 58. minútu eftir að hafa náð boltanum eftir aukaspyrnu. Leikurinn var mjög jafn, Keflvíkingar voru betri i fyrri - sagði Kjartan Másson hálfleik þar sem Guðmundur Steinarsson fékk tvö dauðafæri en náði ekki að nýta þau. Framarar voru hins vegar sterkari í þeim síðari. Nokkur færi fóru forgörðum hjá báðum liðum og talsvert var um mistök sem er eðlilegt þar sem þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu. Kjartan Másson, þjálfari, var ekki sáttur í leikslok og sagði að þeir hefðu verið klaufar að vinna ekki. „Við vorum góðir í fyrri hálfleik og hefðum átt að vera 3- 0 yfir en klúðruðum dauða- færum. Við vorum hins vegar ekki nógu góðir í þeim síðari. Ég vil nota tækifærið og koma þakklæti til stuðningsmanna liðsins sem fjölmenntu á leikinn, og við reynum að gera betur næst“. Fptboltitin á, l.is t« V|? V|_p V|P t» t« vLp vLp VLP Frábær! Mjög góður Góður «.i§ • * VF-inaður lciksins: Georg Birgisson varnar- maður Keflvíkinga. Zoran Ljubicic Ómar Jóhannsson cjp Tilþrif leiksins: „llandboltamarkvarðsla" Omars Jóhannssonar þegar hann varði skalla frá Þorbirni Atla Sveinssyni. Grindavík og KR VF-maður lciksins: Atli Knúlsson markmaður Grindvikinga. Scotf Raniscy vTjp Sinisa Kckic ,fjp Tilþrif leiksins: Mark Sigurvins Ólafssonar leikmanns KR. Jafnt hjá Grindvíkingar gerðu jafntefli gegn KR, 2-2, í Frostaskjóli sl. mánudag. Paul McShane kom gestunum yfir á 10. mínútu en á 26. mínútu jafnaði Sigurvin Ólafsson fyrir KR með glæsi- legu marki. Á 28. mínútu sko- raði Ólafur Örn Bjarnason úr vítaspyrnu eftir að Óli Stefán Flóventsson hafði verið felldur innan vítateigs. Kaflaskipti urðu í leiknum á 40. mínútu þegar Sinisa Kekic fór meiddur af leikvelli og eftir það réðu KR-ingar gangi leiksins. Á 70. mínútu náði KR loks að jafna leikinn með marki frá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni og þannig lauk leiknum, 2:2. Grindvíkingar verða að teljast heppnir með stigið því KR- ingar voru sterkari og stjórn- uðu miðjuspilinu vel. Atli Knútsson, nýr markmaður Grindvíkinga, þurfti oft að taka á honum stóra sínum enda var oft stórskotahríð á mark Grindvíkinga. Að sögn Eysteins Haukssonar voru Grindvíkingar heppnir með að halda stiginu enda voru KR-ingarnir betri. „Leikur okkar fór í kerfi um leið og Sinisa Kekic fór út af. Við urðum taugaspenntir og náðum ekki að vinna nógu vel saman. Við verðum að koma í veg fýrir að þetta gerist aftur enda á leikur okkar ekki að standa og falla með einum manni heldur á maður að koma í manns stað“. 34

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.