Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 27.06.2002, Page 2

Víkurfréttir - 27.06.2002, Page 2
FRÉTTIR Fimmtudagurinn 27. júní 2002 „Brú rnilli heimsálfa" komið fyrir sl l’Ut tar F R É T T I R Upplýsinga- söfnun MOA Markaðs-, atvinnu- og menningarsviö Reykjanesbæjar hef- ur nú ráðið sex starfsmenn til að hafa samband við öil fyrir- tæki á Suðurnesjum tii að uppfæra fyrirtækjaskrá MOA. Starfsmennirnir munu hafa samband símleiöis við fyrirtæki til aö safna upplýs- ingum um starfsemi, fjölda starfsmanna, hcimasíður, tengla, netföng o.þ.h. Er þessi uppfærsla liður í stefnumót- un MOA í atvinnumálum og framhald á könnun sem gerð var árið 1998 þegar skráðar voru í fyrsta sinn upplýsingar um öll fyrirtæki á svæðinu á vegum skrifstofunnar. Verkefnið er samvinnuverkefhi MOA, Bókasafns Reykjanes- bæjar, Svæðisvinnumiðlunar, Fjölbrautaskóla Suðumesja og fleiri aðila sem hagnýtt geta upplýsingar af þessu tagi. Er það von MOA að stjórnendur fyrirtækja taki vel í erindi starfsmannanna, sem eins og áður segir, munu hafa samband símleiðis á næstu vikum. Breytingar á félagslegu íbúðarhús- næði Reykjanesbæjar Stór Chinook flutninga- þyrla frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli var notuð til að leggja tvo 22m langa brúarbita sem vega fimm og átta tonn yfir Haugs- vörðugjá við Sandvík á Reykjanesi á þriðjudag. Verkið er liður í verkefninu „Brú milli heimsálfa“ þar sem brúa á gjá þar sem jarðskorpuflekar Am- eríku og Evrópu mætast en þeir ganga í gegnum ísland. Agætlega gekk að koma fyrsta hluta brúnnar fyrir en þegar koma átti nteð seinni hlutann olli mikil ókyrrð í lofti því að áhöfn þyrlunnar þurfti að slep- pa brúnni með þeim afleiðing- um að brúin steyptist ofan í gjánna. Auðvelt verður þó að koma brúnni fyrir á sínum stað og verður traktor notaður í það. Mikið af fólki var saman komið til að fylgjast með þessum miklu framkvæmdum enda sögulegir atburðir að gerast á Reykjanesinu þar sem þetta er í fyrsta skipti sem slík framkvæmd á sér stað. Brúnni verður komið fyrir yfir gjá sem myndast hefur vegna hreyfingar Evrópu- og Ameríku- jarðflekanna sem rekast saman og þrýstast í sundur vegna jarð- gosa neðan jarðar. Flekaskilin ganga í gegnum ísland, frá Reykjanesi og norður fyrir land, og eru þau sýnileg víða. Hugmyndin um gerð slíkrar brú- ar vaknaði fyrir um 8 árum og var það Johan D. Jónsson, ferða- málafulltrúi Reykjaness, sem átti hana. Hugmyndin heflir því verið lengi í gangi en ekki komist í framkvæmd fyrr en nú. Brúin var smíðuð af íslenskum aðalverktökum sem eru aðal stuðningsaðili verkefnisins og er hún 18m löng og situr á gjánni þar sem hún er um 6m há. Fólki gefst kostur á að fara yfir brúna hvenær sem er, því að kostnaðar- lausu, og verða bílastæði skammt ffá henni þar sem fólk getur lagt bílum sínum á meðan það geng- ur milli heimsálfa. Ætlunin er að brúin verði sjálfbær því þeir sem svo ganga yfir brúna og ná þeim merka áfanga að ganga frá Evr- ópu til Ameríku eiga þess kost að fá viðurkenningu þess efnis að hafa gengið yfir flekana. Ekki væri það ónýtt að eiga slíkt skirteini til sönnunar þess að hafa gengið milli heimsálfa en mark- aðs- og atvinnumálastofnun Reykjanesbæjar sér um að út- hluta slíkum viðurkenningum gegn vægu gjaldi. Brúin verður vígð með pompi og prakt 5. júlí n.k. og munu fulltrú- ar ríkisstjórnar, forsætis-, sam- göngu- og utanríkisráðherra verða við athöfnina og vígja brúna. Gleði Hafnamanna skammvinn: Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að stofna einkahlutafélag um eignarhald og rekstur á félagslegu íbúðar- húsnæði á vegum bæjarins, Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. Eignast félagið þar að leiðandi 219 félagslegar leiguíbúðir og yfirtekur einnig skuldir sem fylgja, um 1.246 milljónir kr. Verðmæti íbúðanna er metið á 1.493 milljónir kr. og mun Reykjanesbær leggja mismun- inn á því og skuldunum fram sem eigið fé félagsins. 100 milljónir af því eru skráðar sem hlutafé en 147 milljónir verða færðar á yfirverðsreikning hlutafjár. Kosin verður þriggja manna stjóm Fasteigna Reykjanesbæj- ar ehf. og mun leigugjald fyrri íbúðirnar verða ákvarðað af henni samkvæmt ákvæðum sem fram koma í samþykktun- um. Tvær breytingatillögur fulltrúa Samfýlkingar á samþykktunum vom samþykktar á flmdi bæjar- stjómar þegar stofnun félagsins var endanlega samþykkt. Þar var um að ræða að fjölskyldu- og félagsmálaráð myndi sjá um úthlutun íbúða og að hugsan- legur arður af rekstrinum skuli verða lagður í sérstakan fram- kvæmdasjóð á vegum félags- ins. Hundafár í Höfnum Sex stórir hundar af „Great Dane-kyni“ voru handsamaöir í Höfnum á föstudag. Mikið haföi veriö kvartað yfir hundunum og mun skiptiborð Neyðarlínunn- ar, sem svarar fyrir liigregluna, hafa verið „rauðglóandi“ um tíma. Hundarnir voru lokkaðir inn í skúr með mat og kom það í hlut lögreglunnar að fjar- lægja hundana. Að sögn Karls Hermannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, bytj- uðu kvartanir að berast vegna lausagöngu hundanna í Höfnum um miðjan maímánuð. Hunda- eftirlitsmaður hefur unnið í mál- inu með lögreglu en erfitt hefur reynst að hafa hendur í hári þeir- ra. Það tókst loks á fóstudag og var hundunum sex, tík og af- kvæmi hennar, komið fyrir á hundahóteli. Sú dvöl þeirra var þó stutt því eigandi þeirra sem búsettur er í Reykjavík leysti þá út daginn eftir og fór með hun- dana aftur i Hafnirnar þar sem hann geymir þá í gömlu eyðibíli. Einn hundanna mun, samkvæmt lögreglunni í Keflavík, hafa bitið í úlpu bams í Höfnum nýverið. Bamið var að vonum hrætt og at- vikið tilkynnt til lögreglu. Bæði böm og fttllorðnir hafa verið log- andi hrædd við hundana því þama er um að ræða eina stærstu hundategund í heimi. Meðal- hundur mun vera allt 75 cm. á hæð og um 50 kg. Hundamir eru eins og áður segir af tegundinni Stóri Dan og eru slíkir hundar mjög eftirsóttir og verðmætir, kosta um 190.000 kr. hver. „Við vitum að þessi hundategund er mjög eftirsótt og hver hvolpur mun kosta um 190. 000. Síðast handsömuðum við hundana í gærmorgun (föstudagsmorgun) og afhentum eigandanum þá aft- ur gegn greiðslu. Hann á von á að heilbrigðiseftirlitið láti lóga þeim öllum ef þeir sleppa eina ferðina enn,“ sagði varðstjóri á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Ekki er hægt að segja að mjög vel fari um hundana á eyðibýlinu en þeir em þó vel haldnir líkam- lega að sögn lögreglunnar. , Útgefandi: lf||#| in Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319. I WGrundarvegi 23, 260 Njarðvik FRETTIR Simi 421 0000 (15 línur) • Fax 421 0020 Útlit, umbrot og prentvistun (pdf): Víkurfréttir eltf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. / Dreifing: islandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Vikurfrétta ehf. eru: Tímarit Vikurfrétta, The White Falcon og Kapalsjónvarp Vikurfrétta. Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sinti 898 2222 hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamaður: Sævar Sævarsson sjabbi@vf.is, Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is, Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is, Stefan Swales stefan@vf.is Skrifstofa: Stefania Jónsdóttir, Aldis Jónsdóttir 2

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.