Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 27.06.2002, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 27.06.2002, Blaðsíða 5
Fimmtudagurinn 27. júní 2002 Krabbameinshlaupið gekk vel í miklu blíðviðri Fjör í sumar hjá Fjörheimum Sumarfjör Fjörheima og vinnuskóla Reykjanes- bæjar lauk föstudaginn 21. júní. Um var að ræða sjö daga námskeið fyrir krakka sem voru að ljúka 7. bekk. Krökkunum var boðið upp á margvíslega skemmtun, s.s. ferð í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn, hvalaskoðun á Moby dick, hópefli og fjöl- þrautir og farið var í ratleik svo eitthvað sé nefnt. Nám- skeiðinu lauk svo með tjaldútilegu þar sem labbað var í Sólbrekkur og farið í Bláa lónið og um kvöldið var svo hressileg útikvöldvaka þar sem spilað var á gítar og sagðar draugasögur. Markmiðið með námskeiði sem þessu er að bjóða upp á markvisst tómstundastarf sem lið í auknu forvarnarstarfi og að unglingar fái tækifæri til að kynnast jafnöldrum frá öðrum hverfúm bæjarins. Seinna nám- skeiðið hefst miðvikudaginn 3. júlí kl. 10:00 í Fjörheimum. Enn eru nokkur pláss laus á það námskeið. Tveir unglingar sem voru að ljúka fyrra nám- skeiðinu eru nú þegar búnir að skrá sig á seinna námskeiðið. Skráning og allar nánari upp- lýsingar eru í Fjörheimum í síma421 2363. Heilsuhlaup Krabba- meinsfélags Suöurncsja sem haldið var sl. fimmtudag heppnaðist mjög vel og var hlaupið/gengið í mjög góðu veðri. Það voru 77 þáttakendur í hlaupinu, þar af 15 manns sem hlupu 7 km í tímatöku. Fyrstur var Klem- enz Sæmundsson á tímanum 24.59, annar var Bjarni Krist- jánsson á 27.48 og þriðji var Róbert Sigurðsson á 29.42. Fyrst kvenna var Kristjana Gunnarsdóttir á tímanum 31.53, önnur Una Steinsdóttir á 32.54 og þriðja var Guðlaug Sveinsdóttir á 33.02. Fyrstu í 3.5 km. voru Mark Van Der Ende á 12.53 og Ásgerður Bjarkadóttir á 17.48 en allir þáttakendur fengu bol og við- urkenningarpening. Anna Soffia Jóhannsdóttir lét sig ekki vanta og fór þetta í hjólastól og var mjög gaman að hún skildi vera með. Þess ná einnig geta að það komu ijórir Amerikanar og hlupu 7 km. og stóðu sig frábærlega vel og tók Kanasjónvarpið allt upp og sýndu þeir hlaupinu og Krabba- meinsfélaginu mikinn áhuga. Eg vil þakka öllum kærlega fyrir þáttökuna, bæði hlaupurum og starfsfólki, einnig Samkaup fyrir svaladrykk og Islandsbanda í Keflavík en þeir kostuðu auglýs- ingar, verðlaunapeninga og gáfu mjög veglega happdrættisvinn- inga. Þjónustumiðstöð Krabbameins- félags Suðurnesja opnuð Krabbameinsfélag Suðurnesja opnaði Þjónustumiðstöð sína að Hringbraut 99 e.h. í Keflavík sl. fímmtudag við mjög góðar und- irtektir Suðurnesjabúa. Þar var boðið upp á bakkelsi og var fjöldinn allur af fólki sem leit við. Skrifstofan er opin á þriðju- dögum kl. 13-18 og á miðviku- dögum kl. 09-13 en frekari upp- lýsingar er hægt fá síma 4216363. Vil ég hvetja alla Krabbamein- sjúka, aðstendur þeirra og bara alla velunnara Krabbameinsfé- lagsins að nýta sér aðstöðuna en hún er ykkur að kostnaðarlausu, hægt er að ganga í félagið og nálgast mynningarkort félagsins á skrifstofúnni og afla sér upplýs- inga um réttindi sín t.d. í sam- bandi við stéttarfélögin og ríkið. Ég vil þakka Bökurunum í Keflavík og Njarðvík kærlega fyrir bakkelsi sem þeir gáfú í til- efni á opnuninni og öllum sem litu við í kaffi fyrir komuna og vonandi sé ég sem flesta hér í ffamtíðinni. ■■ Ertu áber&inds? i i vef hönnun auglýsinga hönnun Hönnunardeild Víkurfrétta hefur margra ára reynslu í hönnun og umbroti fyrir prentun og Netið. lógó tímarit bréfsefni reikningar umslög nafnspjöld bæklingar kynningarefni VÍKURFRÉTTIR • 26. tölublað 2002 5

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.