Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 17.10.2002, Side 10

Víkurfréttir - 17.10.2002, Side 10
Útsýni erglæsilegt. Fram nes\ CD CfQ ir 2( )-22 Glæsilegt fjölbýlishús íhjarta Reykjanesbæjar ■ Til sölu glæsilegt mjög vel staðsett lyftuhús á 8 hæðum. ■ Hæsta hús á Suðurnesjum ■ Engin íbúð á jarðhæð ■ Bílastæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum ■ Sjónvarpsdyrasími fylgir öllum íbúðum ■ Einstök högg- og hljóðeinangrun ■ Glæsilegur útsýnisstaður ■ Viðhaldslétt hús ■ Er í hjarta bæjarins, stutt í alla þjónustu SKILALÝSING Framnesvegur 20-22, Reykjanesbæ. ALMENNT Um er að ræða 8 hæða lyftuhús, með 2-4 herb. íbúðum ásamt penthouse íbúðum. Húsið skilast fullbúið að utan og fullbúið að innan án gólfefna, sjá nánar skilalýsingu. Húsin er byggt eftir teikningum Einars V. Tryggvasonar arkitekts og verkfræð- iteikningum Hauks Margeirssonar verk- fræðings. HÚSIÐ AÐ UTAN, SAMEIGN OG LÓÐ Húsið er steinsteypt, pússað að utan og steinað með kvarsi. Hurðir, gluggar og fög eru úr plasti, styrktu með stál prófílum, frá þýska gluggaframleiðandanum VEKA. Gler er tvöfalt K-gler með 16mm loftrúmi. Á þaki verður litað bárujárn. Handrið á svölum eru plötuklædd með lituðu áli. Öll sameign verður fullfrágengin. Á fyrstu hæð verður sérgeymsla fyrir hverja íbúð og sameiginleg geymsla fyrir hjól og vagna og sorp. Sérgeymslur eru með einföldum veggjum, smekklás á hurð og loftræsiopi fyrir ofan og neðan hurð. Hillur fylgja ekki geymslum. Gólf á 1. hæð verða lökkuð, nema gólf í anddyri sem verður flísalagt, en önnur gólf í sameign teppalögð. Sjónvarpsdyrasími fylgir öllum íbúðum. Lóð verður sléttuð, tyrfð og gangstéttar hellulagðar, með hitalögn í stéttum fyrir framan anddyri og að geymslum fyrir sorp og hjól og vagna. Húsinu fylgir bílageymsluhús með einu stæði undir þaki fyrir hverja íbúð, alls 22 stæði. Bílageymslan er lokuð með fjarstýrðri hurð fyrir innkeyrsludyrum, óupphituð, en með hitalögn í gófli og í brekku fyrir fram bílgeymslu. Bílastæði og aðkeyrsla að bílgeymslu eru malbikuð. INNRI FRÁGANGUR Innveggir, aðrir en steyptir burðarveggir, eru léttir, klæddir 13 mm gipsplötum. Veggir og loft verða fullfrágengin og máluð. Gólf baðherbergja og veggir upp í hurðarhæð verða flísalögð með flísum í stærð 20x20 eða 15x20. Gólfum í íbúðum, öðrum en á baðher- bergjum, verður skilað fleytum, með sérstakri 4 cm einangrun, sem veitir aukna hljóð- og höggeinangrun. Eldhúsinnréttingar eru spónlagðar með eikarspæni og borðplötur plastlagðar og kantar formbeygðir. Fataskápar úr spón- lögðum eikarspæni eru í herbergjum og á gangi. Innihurðir verða einnig sléttar, spón- lagðar með sama spæni. Sólbekkir verða hvítir og formbeygðir. Á baðherbergi er hár skápur með sléttum sprautulökkuðum hurðum. Á baðherbergjum eru ekki efri skápar, speglar eða aðrir fylgi- hlutir. í þvottahúsi verður plastlagt borð. Á baðherbergi verður vegghengt salerni, handlaug á vegg og baðker. í eldhúsi verður tvöfaldur vaskur í borði. í þottahúsi eru tengingar fyrir þvottavél og stálvaskur í borði. Öll blöndunartæki eru venjuleg krómuð tæki frá viðurkenndum framleið- anda. Ljós verða í eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. í eldhúsi verður eldavél með keramikhelluborði og ofni undir. Yfir eldavél verður vifta með kolasíu. * Ath. penthouse íbúðum er skilað tilbúnum undir innréttingar. 10

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.