Morgunblaðið - 04.06.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 04.06.2016, Síða 1
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016 Mér líður alltaf best í návígi við hafið og sjómenn. Ég var lengi til sjós en félagsstörf í þágu stéttarinnar eru líka áhugaverð. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands. DRAUMASTARFIÐ Viðhald og umsjón fasteigna Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa eftir starfsmanni til að annast viðhald fasteigna samtakanna og hafa umsjón með ýmsu sem varðar rekstur þeirra. Samtökin reka húsbyggingasjóð sem byggir og kaupir íbúðir sem henta þörfum fatlaðs fólks og eru leigðar því. Auk þess eiga þau og reka orlofshús á Flúðum og hús fyrir fatl- að fólk utan af landi sem þarf að dveljast um takmarkaðan tíma á höfuðborgarsvæðinu og þá eiga samtökin hlut í Háaleitisbraut 13 þar sem skrifstofa þeirra er. Starfsmaður þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur:  Vera handlaginn og fær um að sinna margvíslegum viðhaldsverkefnum.  Hafa starfsreynslu sem nýtist í starfi.  Menntun sem nýtist í starfi æskileg.  Búa yfir mikilli samskiptahæfni, vera sveigjanlegur og áreiðanlegur. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Framkvæmdastjóri samtakanna veitir nánari upplýsingar um starfið, s. 599 9390, arnimuli@throskahjalp.is. Umsóknir um starfið skulu sendar á throskahjalp@throskahjalp.is fyrir 20. júní nk. Upplýsingar um starfsemi Landssamtakanna Þroskahjálpar má finna á http://www.throskahjalp.is/ Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir stöðu félagsmálastjóra í Austur Húnavatnssýslu lausa til umsóknar. Gerð er krafa um próf frá viðurkenndum háskóla af sviði félags- og uppeldisfræða eða sambærileg menntun. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun og/eða ráðgjöf í opinberri stjórnsýslu og hafi þekking á viðeigandi lagaumhverfi, s.s. um barnavernd og réttindi barna, málefni aldraðra, fatlaðra og félagsþjónustu. Einnig er mikilvægt að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á rekstri og mjög góða færni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 20. júní 2016. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skila til Félags- og skólaþjónustu A Hún., Flúðabakka 2, 540 Blönduósi. Nánari upplýsingar veitir Auður H. Sigurðardóttir félagsmálastjóri í síma 4554170 eða Gsm:863 5013 Netfang: audurh@felahun.is og Magnús B. Jónsson framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu A-Hún s:4552700 eða Gsm:8994719 netfang: magnus@skagastrond.is Félagsmálastjóri ÓSKUM EFTIRLAGER- STARFSMANNI sem getur einnig tekið að sér sölustörf í verslunum. Hæfniskröfur eru góð almenn tölvukunnátta, bílpróf, skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð. Vinsamlegast sendið umsóknina á atvinna@forlagid.is 9. júní nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is Rafvirki/vélfræðingur á Blönduós Starfssvið  Viðhald á dreifikerfi RARIK  Eftirlit með tækjum og búnaði  Viðgerðir  Nýframkvæmdir  Vinna samkvæmt öryggisreglum Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um, nánari upplýsingar veita Ásbjörn Gíslason, deildarstjóri framkvæmdasviðs á Norðurlandi og starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 18. júní n.k. og skal skila umsóknummeð ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is. RARIK ohf. er rekið semopinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið. RARIK ohf auglýsir eftir rafvirkja/vélfræðingi á starfsstöð fyrirtækisins á Blönduósi. Hér er um fjölbreytt starf að ræða í öflugum vinnuflokki sem vinnur við dreifikerfi RARIK á Norðurlandi. Hæfniskröfur  Öryggisvitund  Almenn tölvukunnátta  Bílpróf  Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt ATVINNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.