Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 6. J Ú N Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 130. tölublað 104. árgangur
MAGNAÐUR OG
MYRKUR PÉTUR
PAN Í BERLÍN MYND FYRIR HLUTLAUSA
FER MEÐ FERÐA-
MENN Í LJÓS-
MYNDAFERÐIR
DÓMUR UM JÖKULLINN LOGAR 29 ÁSTFANGINN MOLDAVI 12RÝNT Í ÁTTA LEIKSÝNINGAR 26
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
6
1
6
0
3
0
Terbinafin
Actavis
10mg/g
15 g krem
TA
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
iss
6
1
6
0
3
0
Banaslys í
göngunum
Jeppi og fólksbíll skullu saman
þungt haldnir á gjörgæslu en sá
fjórði var enn í rannsóknum í gær-
kvöldi. Ekki fengust upplýsingar
um það hvort viðkomandi væri mik-
ið eða lítið slasaður. Þyrla Land-
helgisgæslunnar var kölluð út vegna
slyssins. Þyrlan var yfir Faxaflóa
vegna hátíðarhalda í tengslum við
sjómannadaginn og var því fljót á
vettvang.
Fimm sjúkrabílar komu á slys-
staðinn, samkvæmt upplýsingum
frá slökkviliðinu á höfuðborgar-
svæðinu, auk tækjabíls. Hinn látni
og hinir slösuðu eru með íslenskt
ríkisfang.
Göngunum var lokað í rúmar
þrjár klukkustundir vegna slyssins
en þau opnuð að nýju á milli fimm
og sex síðdegis. Var nokkur umferð
fyrir botn Hvalfjarðar þessar þrjár
klukkustundir. Þrír voru í öðrum
bílnum en tveir í hinum. Bílarnir
voru að mætast þegar ökumaður
jeppans missti stjórn á ökutæki sínu
og skullu bílarnir saman í kjölfarið.
Samkvæmt upplýsingum frá Land-
spítala var viðbragðsáætlun virkjuð
í kjölfar slyssins og er það vanalegt
verklag þegar stórslys verða.
Andri Steinn Hilmarsson
Kristín Edda Frímannsdóttir
Viðar Guðjónsson
Banaslys varð í hörðum árekstri í
Hvalfjarðargöngum um tvöleytið í
gær. Jeppi og fólksbifreið skullu
saman og lést einn í fólksbifreiðinni
á vettvangi en fjórir voru fluttir
slasaðir á Landspítala. Þrír liggja
Slys Fólksbíll og jeppi sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman í Hval-
fjarðargöngunum. Einn var úrskurðaður látinn á slysstað.
Á slysadeild Þrír eru á gjörgæsludeild en einn var sendur í rannsóknir.
Morgunblaðið/Golli
Færst hefur í vöxt að hrafnar geri
sér hreiður í trjám, einkum í
grennd við Reykjavík. Er greni
vinsælasta hreiðursstæðið. Þetta
hátterni fylgir stækkandi trjá-
stofni og útbreiddari trjárækt, að
sögn Kristins Hauks Skarphéðins-
sonar, sviðsstjóra dýrafræði á
Náttúrufræðistofnun Íslands.
Kristinn segir að hrafnar verpi
yfirleitt í klettum en hafi einnig
orpið í auknum mæli í alls kyns
mannvirkjum.
Kristinn segir að með breyttum
atvinnuháttum hafi fæðuöflun
hrafna í grennd við mannabústaði
gerbreyst. Opnir öskuhaugar sem
hrafnar hafi vanið komur sínar á
heyri sögunni til. Hrafnarnir sæki
hins vegar í pylsur og aðrar
matarleifar sem falli til á götum
Reykjavíkur.
Íslenski hrafninn verpir um eða
fyrir miðjan apríl og liggur á
eggjunum í um tuttugu daga. Al-
mennt verða svo ungarnir fleygir í
júní. Þeir halda sig fyrst í grennd
við hreiðrin en eru síðan reknir að
heiman. » 11
Gera sér
hreiður
í trjám
Sækja í matarleifar
á götum borgarinnar
Morgunblaðið/Eggert
Krummi Grenitré eru vinsælust
meðal verpandi hrafnapara.
Laxveiðitímabilið hófst í sólskini og
blíðu í Norðurá í Borgarfirði á
laugardagsmorguninn, þegar
söngvararnir Kristinn Sigmunds-
son og Kristján Jóhannsson óðu
fyrstir út í strauminn. Fyrsti dagur-
inn í ánni gaf 27 laxa og morgun-
vaktin í gær var einnig góð, en þá
veiddust 22 til viðbótar.
„Þetta er alveg stórkostleg byrj-
un,“ sagði Höskuldur B. Erlings-
son, veiðileiðsögumaður á Blöndu-
ósi, eftir að hafa fylgst með upphafi
laxveiðitíðarinnar í Blöndu í gær-
morgun.
35 löxum var landað á fyrstu
vaktinni og sagði Höskuldur menn
ekki muna jafngóða byrjun veiða í
ánni. „Ætli þetta sé ekki bara Ís-
landsmet, svei mér þá.“
Höskuldur benti á að veiðin væri
líkt og í júlímánuði í venjulegu ár-
ferði. „Þessi fiskur er að hellast inn
enda laxarnir sem veiddust grálús-
ugir og með halalús. Svo er hitt að
ég efast um að hafa séð laxana hér
að jafnaði þetta vel haldna – þeir
eru eins og körfuboltar í laginu!
Þetta er alveg magnað,“ sagði
Höskuldur.
Veiðimenn eru sagðir tala um
það sín á milli að greinilega sé
ástandið í hafinu ofboðslega gott
fyrir laxinn núna. »10
Morgunblaðið/Einar Falur
Norðurá Laxveiðitímabilið hófst með látum um helgina þegar Kristinn Sig-
mundsson og Kristján Jóhannsson renndu fyrir lax í Norðurá í Borgarfirði.
„Stórkostleg byrjun“ á laxveiðinni
Fyrsti dagur í Norðurá gaf 27 laxa
Ástandið í hafinu sagt gott fyrir laxinn