Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.06.2016, Blaðsíða 23
lægð frá Paradís, 2005; Gleðileg jól, 2005; Lögin mín, 2006; Bláir, 2006; 06.06.06, 2006; Góð verk 07 (staf- ræn útgáfa fyrir iPod) 2007; Ís- bjarnarblús (stafræn útgáfa fyrir netsölu) 2008; Fjórir naglar, 2008; Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur, 2008; Safn (1980-2010) 2010; Sögur af ást, landi og þjóð 1980-2010, 2010; Strákarnir okkar, 2011; Ég trúi á þig, 2011; Þorpið, 2012; Stormurinn, 2013, og Æsku minnar jól 2013. Bubbi hefur samið leik- og kvik- myndatónlist sem komið hefur út á plötunum Rokk í Reykjavík, 1982; Skepnan, 1985; Skytturnar, 1987; Bíódagar, 1994; Ein stór fjölskylda, 1995; Carmen Negra, 1998; Litla hryllingsbúðin, 1999; Íslenski draumurinn, 2000, og Blindsker – Saga Bubba Morthens, 2004. Þá kom út plata með Bubba og Meg- asi, Bláir draumar, 1988. Lög með Bubba hafa komið út á a.m.k. 30 safnplötum og hann hefur auk þess sungið inn á aragrúa hljómplatna annarra listamanna. Hann samdi stuðningsmannalag KR, Allir sem einn, sem er þekktasta stuðnings- mannalag íþróttafélags hér á landi. Bækur eftir Bubba eru Box, eftir Bubba og Sverri Agnarsson, 1989; Rúmið hans Árna, barnabók, 1994; Djúpríkið, eftir Bubba og Robert Jackson, 2004; Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð, 2007; Net ljóð, 2008; Áin, 2009, og Veiðisögur, 2011. Ævisaga hans, Bubbi, eftir Silju Aðalsteinsdóttur, kom út 1990 og samtalsbókin Bubbi, eftir Árna Árnason, kom út 2010. Bubbi hefur alla tíð verið ein- dreginn herstöðvaandstæðingur. Þar sem tónlistinni sleppir hjá Bubba tekur laxinn við: „Ég er al- gjörlega forfallinn laxveiðimaður. Ef ég er ekki að semja, spila eða syngja er ég að hugsa um laxinn sem bíður eftir því að taka, ekki síst í Laxá í Aðaldal á Nesjavæð- inu. Svona lifi ég – einn dag í einu.“ Fjölskylda Eiginkona Bubba er Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, f. 7.2. 1976, fram- kvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Börn Bubba og Brynju Gunn- arsdóttur eru Hörður, f. 2.3. 1990, Gréta, f. 14.12. 1992, og Brynjar Úlfur, f. 11.2. 1998. Dætur Bubba og Hrafnhildar eru Dögun París Morthens, f. 24.2. 2009, og Aþena Lind Morthens, f. 7.5. 2012. Dóttir Hrafnhildar og stjúpdóttir Bubba er Ísabella Ósk Jónsdóttir, f. 23.2. 2005. Albræður Bubba eru Arthur Morthens, f. 27.1. 1948, fyrrv. ráð- gjafi fræðslustjóra í Reykjavík, bú- settur í Reykjavík; Sveinn Allan, f. 10.6. 1951, fyrrv. forstöðumaður unglingaheimilisins Háholts í Skagafirði, búsettur í Reykjavík; Tolli, f. 3.10. 1953, myndlistarmaður í Reykjavík. Fósturbróðir Bubba er Bergþór, f. 22.8. 1959, tónlistarmaður, bú- settur í Hafnarfirði. Hálfsystkini Bubba: Ævar Hólm Guðbrandsson, f. 28.9. 1946, kenn- ari; Ágúst Rósmann Morthens, f. 5.1. 1943, málarameistari, og Hjör- dís Emma, f. 26.10. 1936, húsfreyja. Foreldrar Bubba: Guðbrandur Kristinn Morthens, f. 18.10. 1917, d. 4.12. 2002, listmálari í Reykjavík og í Fjallakofanum við Meðalfells- vatn, og Grethe Skotte Morthens, f. 18.3. 1928 á Lálandi í Danmörku, d. 30.1. 1982, húsfreyja. Úr frændgarði Bubba Morthens Bubbi Morthens Agnette Theresie Skotte húsfr. á Vindbygaard Hans Christian Skotte stórb. á Vindebygaard Rigmor Skotte Pedersen húsfr. á Láglandi HansWilly Pedersen þjónn í Kaupmannahöfn Grethe Skotte Pedersen Morthens húsfr. í Rvík Anna Pedersen húsfr. á Lálandi Karl Vilhelm Pedersesn mjólkurbússtj. á Lálandi og síðar í Kaupmannnahöfn Margrét Hinriksdóttir húsfr. í Ölvisholti Rósa Guðbrandsdóttir húsfr. í Rvík og Hafnarfirði Guðbrandur Kristinn Morthens listmálari í Rvík og Meðalfellsvatni í Kjós Edvard Wiig Morthens verslunarm. og síldar- bræðslum. í Hafnarfirði Emilie Lovisa Sofie Jakobsen í Nærð Morten Hofstad Vii í Nærð í Noregi Arthur Morthens fyrrv. ráðgjafi fræðslustjóra Rvík-borgar Sveinn Allan Morthens fyrrv. forstöðum. Tolli Morthens myndlistarmaður Haukur Morthens söngvari Elín Guðbrandsdóttir húsfr. í Næfurholti á Rangárvöllum Guðrún Laufey Ófeigsdóttir húsfr. á Hólum á Rangárvöllum Sverrir Haraldsson listmálari í Selsundi á Rangárvöllum Sæmundur Sæmundsson b. á Lækjar- botnumJóhanna Vigdís Sæmundsd. húsfr. í Rvík.Sigríður Erlendsdóttir sagnfr. í Rvík. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttam. á RÚV. Guðrún Erlendsdóttir fyrrv. hæstaréttard. Jóhanna Vigdís Arnardóttir söng- og leikkona. Katrín Sæmundsdóttir húsfr. í Austvaðsholti Sæmundur Jónsson fulltrúi í Rvík. Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona Guðbrandur Sæmundsson b. í Ölvisholti ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016 Axel Valdimar Tulinius fæddistá Eskifirði 6. júní 1865. For-eldrar hans voru Carl Daniel Tulinius, f. 1835, d. 16. 1905, kaup- maður og ræðismaður þar, en hann var frá Slésvík, og k.h. Guðrún Þór- arinsdóttir, f. 1835, d. 1904, hús- móðir. Hún var dóttir Þórarins Er- lendssonar prófasts í Bjarnarnesi, A-Skaft., og k.h. Guðnýjar Bene- diktsdóttur. Axel tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1884 og tók lögfræðipróf frá Hafnarháskóla 1892 og var um tíma lögregluþjónn í Kaupmanna- höfn. Þegar Axel kom heim til Íslands gerðist hann fulltrúi bæjarfógetans í Reykjavík 1893 og varð svo sýslu- maður í Suður-Múlasýslu 1894-1911 og sat á Eskifirði. Hann gegndi um hríð báðum Múlasýslum. Hann fluttist til Reykjavíkur 1911 og varð yfirréttarmálaflutnings- maður og var síðan umboðsmaður erlendra tryggingafélaga 1912-1918. Hann varð forstjóri Sjóvátrygginga- félags Íslands frá stofnun þess 1918, en félagið tók til starfa 1. janúar 1919, til 1933. Axel var alþingismaður Suður- Múlasýslu 1900-1901 fyrir Fram- faraflokkinn. Hann var forseti Íþróttasambands Íslands frá stofn- un þess 28. janúar 1912 til 1926 og skátahöfðingi Íslands frá 1926 til æviloka. Hann var ræðismaður Portúgals frá 1924. Axel var fararstjóri í för Friðriks konungs VIII austur í sveitir 1907 og var ritstjóri Liljunnar, sem var íslenskt skátablað 1916. Eiginkona Axels var Guðrún Hall- grímsdóttir, f. 14.2. 1875, d. 5.11. 1954, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Sveinsson alþing- ismaður og k.h. Elina Marie Feveile frá Danmörku. Börn Axels og Guð- rúnar: Hallgrímur Axel, f. 1896, d. 1963, stórkaupmaður og fram- kvæmdastjóri í Rvík, Guðrún Agla, f. 1897, d. 1900, Carl Daniel, f. 1902, d. 1945, framkvæmdastjóri í Rvík, og Erling Gustav, f. 1909, d. 1991, læknir í Danmörku. Axel lést 8. desember 1937. Merkir Íslendingar Axel V. Tulinius 90 ára Gísli Guðmundsson Margrét Katrín Valdimars- dóttir 85 ára Ástríður Magnúsdóttir Sigurborg Jakobsdóttir 80 ára Guðríður Sveinsdóttir Jón Guðmundur Hall- dórsson Runólfur Sigurðsson Sigurveig G. Einarsdóttir 75 ára Erna Elínbjörg Árnadóttir Grétar Jónsson Guðmundur Sveinsson Halldóra Jónsdóttir Hallfríður Edda Lýðsdóttir Hrólfur Ingimundarson Jóhann Harðarson Jóhann Landmark Guð- bjartsson 70 ára Anna María Hjálmarsdóttir Bjarni Gunnarsson Einar Finnbogason Halldóra Guðmundsdóttir Kristján Knútsson Lovísa Guðmundsdóttir Ólöf Díana Guðmundsdóttir Sigríður Berglind Bald- ursdóttir Sigurlína Þorsteinsdóttir 60 ára Ása Ásgrímsdóttir Ásbjörn K. Morthens Ásgerður Halldórsdóttir Elín Gísladóttir Erla Kjartansdóttir Grazyna Posnik Guðrún Stefanía Kristinsd. Helga Ólafsdóttir Hörður Erlendsson Ingólfur Benediktsson Ingrid Maria Svensson Jóna Aðalh. Vilhjálmsdóttir Kjartan Hafsteinn Kjart- ansson Þjóðólfur Gunnarsson 50 ára Arnar Már Snorrason Bjarni Jónsson Einar Karl Hallvarðsson Guðjón Árnason Guðmundur Ö. Guðbjartsson Jakob Falur Garðarsson Lovísa Kristín Jóhannesd. Ranemilfo Melendres Vilhelm Henningsson Ævar Gunnarsson 40 ára Dennis Helgi Karlsson Egill Tómasson Ingunn Erla Ævarsdóttir Karen Haraldsdóttir Ólafur Guðmundsson Sigrún Gróa Magnúsdóttir Stefán Ágústsson Valdís Valdimarsdóttir 30 ára Anna J. Sobieniecka- Kuriata David Eugene Cross Eðvarð Ingi Björgvinsson Gísli Rafn Guðmundsson Hafdís Ragna Rúnarsdóttir Haukur Týr Guðmundsson Ingibjörg Th Sigurðardóttir Justyna Alicja Wlodarska Marcin Norbert Guzik Óskar Hafsteinn Halldórsson Zija Krrutaj Til hamingju með daginn 40 ára Ingunn er Akur- eyringur, býr þar og er hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni. Maki: Eggert Sæmunds- son, f. 1976, flugmaður hjá Norlandair. Börn: Elísabet Birta, f. 2000, og Sunna Margrét, f. 2008. Foreldrar: Ævar Hólm Guðbrandsson, f. 1946, og Laufey G. Thoraren- sen, f. 1949. Þau eru bús. í Reykjavík. Ingunn Erla Ævarsdóttir 30 ára Haukur býr í Reykjavík og er deildar- læknir á bráðamóttöku Landspítalans Maki: Erla Björg Guð- laugsdóttir, f. 1987, hjúkr- unarfræðingur á Land- spítalanum. Foreldrar: Guðmundur Björgvinsson, f. 1955, heimilislæknir í Grafar- vogi, og Stefana Gylfa- dóttir, f. 1955, lífeindafr. á Landspítalanum. Þau eru bús. í Hafnarfirði. Haukur Týr Guðmundsson 30 ára Inga Theodóra er Hafnfirðingur, snyrti- meistari og rekur Snyrti- stofuna Bonita í Kópa- vogi. Maki: Hermann Valdimar Jónsson, f. 1985, véla- hönnuður hjá Völku. Börn: Viktor Ben, f. 2008, og Kristófer Jarl, f. 2011. Foreldrar: Sigurður Óli Sigurðsson, f. 1959, fast- eignasali, og Margrét Theodórsdóttir, f. 1960, d. 1999. Ingibjörg Th. Sigurðardóttir Snap-on er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á öflugum og traustum verkfærum fyrir öll svið iðnaðar. Snap-on er vörumerki fyrir þá sem gera miklar kröfur um gæði, endingu og áreiðanleika. Kynntu þér Snap-on vörurnar hjá Vélum og verkfærum, úrvalið er ótrúlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.