Morgunblaðið - 06.06.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2016
Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is
Opið:
Mán.-F
ös.
11-18
Lau. 12
-16
Við erum líka
BÓKABÚÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þörfin fyrir reglulegar mæling-
ar á landinu og að nýjar upplýs-
ingar séu jafnan aðgengilegar er
mikil,“ segir Magnús Guðmunds-
son, forstjóri Landmælinga Ís-
lands. „Notkun korta á tölvutæku
formi eykst stöðugt, ekki síst í
gegnum farsíma sem eru mik-
ilvæg leiðsögutæki. Þá er landið
sífellt að breytast, til dæmis
vegna jarðhræringa, bráðnunar
jökla og breyttrar nýtingar
svæða, og það þarf að skrá. Þá
hefur fjölgun ferðamanna sem
koma til landsins skapað þörf eft-
ir nýjum og nákvæmum kortum
sem skipuleggjendur ferða nýta
sér, björgunarsveitir, lögregla og
fleiri.“
Traustar grunnupplýsingar
Á dögunum var haldin ráð-
stefna á Akranesi í tilefni af 60
ára afmæli Landmælinga Íslands
og bar hún yfirskriftina Kortin
vísa veginn. Margir lögðu þar orð
í belg, en þráðurinn í samtalinu
var spurningin hvers vegna sam-
félagið þyrfti korta- og landmæl-
ingastofnun og hvernig upplýs-
ingarnar nýttust best og helst.
Breyttur taktur í starfi Land-
mælinga Íslands segir Magnús að
endurspeglist meðal annars í því
að stofnunin hætti fyrir allmörg-
um árum eigin útgáfu landakort-
anna sem margir áttu. Því verk-
efni tók einkageirinn við.
Að vinna úr grunngögnum
sem meðal annars eru gervi-
hnattamyndir er hins vegar eitt
helsta viðfangsefni starfsmanna
Landmælinga í dag. Einnig er
margvíslegum upplýsingum safn-
að og miðlað til almennings, svo
sem á vef stofnunarinnar. Þá er
örnefnasöfnun sinnt.
„Skipulag og nýting lands og
auðlinda er sífellt í deiglu og í
raun eitt helsta álitaefni samtím-
ans. Slíkt kallar á nákvæmar og
traustar grunnupplýsingar,“ seg-
ir forstjórinn. „Stór hluti þeirra
grunnupplýsinga sem okkur ber-
ast í dag er fenginn frá gervi-
tunglum en á því sviði á sér nú
stað gríðarleg framþróun sem
nýtist á ólíkum sviðum íslensks
samfélags ef vel er haldið á spöð-
unum. Þessum upplýsingum erum
við sífellt að vinna úr og miðla
áfram í stafrænu formi auk þess
að fá aðgang að gögnum frá ýms-
um stofnunum hér heima, svo sem
Vegagerðinni og Skógræktinni.
Notkun landupplýsinga er mjög
fjölbreytt.“
Þó að við greinum það ekki
dags daglega er landið sífellt að
breytast og staðir færast til. Sel-
fossbær hnikaðist um alls 17
sentímetra til suðausturs og
bæjarstæðið hækkaði um sex
sentímetra í Suðurlandsskjálftum
vorið 2008. Þá færast jarðflekar
Íslands og Ameríku í sundur um
1-2 cm á hverju ári. Þetta og
fleira þykir nóg til þess að endur-
mæla þurfi grunnstöðvanetið fyr-
ir Ísland á um 10 ára fresti. Því
nauðsynlega verkefni var ýtt úr
vör fyrir nokkrum dögum, eins og
sagði frá í Morgunblaðinu.
Hæðarlínur og hop jökla
Meðal annarra verkefna sem
standa yfir hjá Landmælingum er
gerð nýs nákvæmt hæðalíkan af
Íslandi. Sú vinna, sem Banda-
ríkjastjórn stendur straum af, er
meðal annars byggð á samstarfi
kortastofnana á norðurslóðum.
Þá stendur Evrópuverkefni COR-
INE þar sem kortlagðar eru
margvíslegar landgerðir og land-
notkun. Það er gert með nokk-
urra ára millibili til að fylgjast
með breytingum. Einn þáttur þess
er að fylgjast með flatarmáli ís-
lenskra jökla, sem hopuðu um 482
ferkílómetra frá árinu 2000 til
2012 – og væntanlega talsvert eft-
ir það.
„Einnig komu til ýmis við-
fangsefni vegna eldgossins í Holu-
hrauni, en hraunið sem rann þar
er 85 kílómetrar að flatarmáli og
fimmta stærsta hraun sem runnið
hefur á Íslandi frá landnámi,“
segir Magnús.
Magnús Guðmundsson er forstjóri Landmælinga Íslands
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ísland „Notkun landupplýsinga er mjög fjölbreytt,“ segir Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga.
Breytingar á landinu
þarf að mæla og skrá
Magnús Guðmundsson
fæddist 1960. Er landfræð-
ingur að mennt og forstjóri
Landmælinga Íslands frá 1999.
Hefur sinnt ýmsum félags-
störfum og verið formaður
knattspyrnufélags ÍA á Akra-
nesi frá 2014. Var formaður Fé-
lags forstöðumanna ríkisstofn-
ana.
Hver er hann?
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að
skipa nefnd undir forystu forsætis-
ráðuneytisins sem vinnur aðgerða-
áætlun fyrir Vestfirði. Nefndin var
sett á laggirnar að tillögu Sigurðar
Inga Jóhannssonar forsætisráð-
herra og er henni gert að vinna til-
lögur að því hvernig treysta skuli
byggð, auka verðmætasköpun og
fjárfestingu og fjölga störfum á
svæðinu.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri Ísafjarðar, fagnar nefndinni og
telur mikinn meðbyr með Vestfirð-
ingum. Ungt fólk sem telji of dýrt að
búa í höfuðborginni sé í vaxandi
mæli að horfa á landsbyggðina sem
kost til búsetu og Vestfirðir séu þar
engin undantekning.
„Það er hellingur af góðum verk-
efnum sem menn hafa skoðað hér,
því það hefur verið unnið markvisst í
sóknaráætlunum og menn hafa lengi
verið í þeim gír að koma með leiðir til
þess að efla efnahaginn. Því er af
nógu að taka og ég held að séu marg-
ir tilbúnir að gefa slíkri nefnd góð
ráð,“ segir Gísli.
Íbúum á Vestfjörðum í heild hefur
fækkað úr um
8.500 í 6.900 eða
um 20 % (1.673)
frá 1. janúar 1998
til 1. janúar 2016.
Mest fækkaði á
fyrsta áratug
þessarar aldar en
síðustu þrjú ár
hefur verið
ákveðið jafnvægi
í heildarfjölda
íbúa. Alvarlegust er þó þróunin er
varðar aldurssamsetningu íbúa
Vestfjarða. Þannig hefur fækkað um
30–40 % í aldurshópnum frá 0–40 ára
og að sama skapi fjölgar í eldri ald-
urshópum. „Það er meðbyr á Vest-
fjörðum og við finnum fyrir talsverð-
um vilja meðal ungra
höfuðborgarbúa að flytja á svæðið,“
segir Gísli.
Sóknarfæri
Sambærileg Vestfjarðanefnd var
sett á laggirnar fyrir hrun en hún
var aflögð í kjölfar efnahagsþreng-
inganna eftir bankahrunið.
„Nú hillir undir Dýrafjarðargöng
og ég er nokkuð viss um að ef þau
hefðu komið hér um aldamót þá
væru hagvaxtarmál talsvert öðruvísi
á Vestfjörðum en raunin er,“ segir
Gísli.
Hann segir sóknarfærin vera í
fiskeldi, sem er á sínu bernskuskeiði,
og ferðaþjónustu sem ekki hefur
vaxið þar í samhengi við vöxt annars
staðar á landinu. „Þessir tveir stóru
þættir munu skipta miklu máli hér
en að auki eru mörg minni verkefni í
gangi,“ segir Gísli.
Nefnd forsætisráðuneytisins mun
starfa í nánu samstarfi við önnur
ráðuneyti og í samráði við stýrihóp
ráðuneytanna um byggðamál. Er
lagt til að nefndin skili inn tillögum
eigi síður en 31. ágúst næstkomandi.
Tækifærið núna „að láta verkin tala“
Bæjarstjóri Ísafjarðar segir meðbyr á Vestfjörðum Ferðaþjónusta og fiskeldi skipa stóran sess
Gísli Halldór
Halldórsson
Oddný G. Harðardóttir, nýkjörinn
formaður Samfylkingarinnar, segist
telja það gæfuspor fyrir íslenska
þjóð að ganga í Evrópusambandið.
Hún vill þó ekki sækja aftur um
aðild að sambandinu án þess að
spyrja þjóðina fyrst. Þetta kom
fram í þættinum Sprengisandi á
Bylgjunni í gær.
Páll Magnússon, stjórnandi
þáttarins, sagði Samfylkinguna
vera hnípinn flokk í vanda. Hann
mældist nú aðeins með 7% fylgi í
skoðanakönnunum og væri minnsti
jafnaðarmannaflokkurinn á Norð-
urlöndum.
Ekki í sínu besta formi
Oddný viðurkenndi að þing-
flokkur Samfylkingarinnar hefði
ekki verið í sínu allra besta formi
undanfarið, þó að hann hafi unnið
vel saman þegar á reyndi, en
landsfundur flokksins um helgina
hefði verið vendipunktur. Leiðin
lægi nú upp á við.
Páll spurði Oddnýju einnig út í
hinn nýstofnaða flokk Viðreisn,
sem mælist þegar stærri en Sam-
fylkingin í skoðanakönnunum.
Spurði hann hvort svonefndir
hægrikratar væru búnir að finna
sér nýjan vettvang og hvort þeir
þyrftu ekki lengur að vera í Sam-
fylkingunni.
„Það fer enginn jafnaðarmaður í
Viðreisn. Það get ég sagt þér,“
svaraði Oddný.
Þá sagðist hún fagna þeim
markaðslausnum sem Viðreisn boð-
aði í úthlutun á veiðiheimildum og
áherslum flokksins í landbúnaðar-
málum. Áður hafði Oddný sagt að
hún styddi enn að Ísland gengi í
Evrópusambandið, aðallega til þess
að geta tekið upp evru.
„En við erum velferðarafl í Sam-
fylkingunni. Ég get ekki séð að það
eigi við um Viðreisn.“
Stefna áfram að
inngöngu í ESB
Landsfundur sagður vendipunktur
Morgunblaðið/Ófeigur
Skipti Oddný tók við embættinu af
Árna Páli Árnasyni á föstudag.
Formannskjör
» Oddný var kjörin formaður
Samfylkingar á föstudag með
59,9% atkvæða, í þriðju og
síðustu hrinu talningarinnar.
» Magnús Orri Schram hlaut
40,1% atkvæða.
» Í annarri hrinu var Oddný
með 43,8 prósent atkvæða,
Magnús Orri 32,5% og Helgi
Hjörvar með 23,7%.